Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 87

Gátt - 2004, Blaðsíða 87
87 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Í þessu greinarkorni er ætlunin að gera, á nokkuð snaggaralegan hátt, grein fyrir hvaða hópar launafólks eru innan Eflingar - stéttarfélags m.t.t. starfssviða eða skiptingu milli starfsgreina. Þannig vil ég freista þess að varpa einhverju ljósi á markhóp FA eins og hann birtist í einu stærsta stéttarfélaginu á íslenskum vinnumarkaði. Strax skal tekið fram að hér verður ekki lagst í djúpar skilgreiningar á einstökum hópum né gengið langt í fræðilegri skilgreiningu á störfum eða. Frekar er ætlunin að gera gróflega grein fyrir því hvernig félags- menn greinast í hópa í hinu daglega starfi hjá stéttar- félaginu enda er það að mínu mati heppilegri leið þegar líta skal til mögulegs framboðs og þróunar á nám- skeiðum fyrir hópinn. Efling - stéttarfélag er samansett úr fimm stéttarfélögum sem áður störfuðu hvert á sínu sviði. Þar var um að ræða Dagsbrún þar sem voru almennir verkamenn, hafnar- verkamenn, starfsmenn hjá Reykjavíkurborg, starfsmenn við flutninga, í fiskvinnslu, á bensínstöðvum og víðar. Framsókn var kvennafélag með starfsmenn við fisk- vinnslu og ræstingar ásamt starfsmönnum í mötuneytum og á fleiri stöðum. Þá voru í Sókn opinberir starfsmenn á spítölum, leikskólum og hjá félagsþjónustunni. Í Félagi starfsfólks í veitingahúsum voru starfsmenn veitinga- og gistihúsa og Iðja, félag verksmiðjufólks, var með starfs- menn í iðnaðarframleiðslu og saumaskap í sínum röðum. Af ofangreindri upptalningu má sjá að félagsmenn innan Eflingar koma úr mjög mismunandi starfsumhverfi, svo að segja úr öllum geirum vinnumarkaðarins nema verslun og þjónustu. Það liggur því ljóst fyrir að vinna við skipu- lagningu og þróun á starfsmenntun fyrir félagsmenn er mikil en um leið fjölbreytt og margbreytileg. Það má þannig fullyrða að Efling - stéttarfélag gæti séð Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins fyrir verkefnum svo að segja um ókomna framtíð. En svo litið sé á grófa skiptingu félagsins eins og hún lítur út nú eru opinberir starfsmenn fjölmennasti hópurinn innan félagsins. Hjá Reykjavíkurborg starfa um 2.700 félagsmenn. Þar er um að ræða starfsmenn Leikskóla Reykjavíkur, Félagsþjónustunnar í Reykjavík, skóla og annarra stofn- ana. Þá eru félagsmenn hjá ríkinu um 1.000, aðallega starfsmenn Land- spítala - háskólasjúkrahúss. Starfs- menn hjúkrunarheimila eru einnig fjölmennur hópur sem telur um 1.350 félagsmenn. Fjölmennasti hópurinn á almennum markaði eru starfsmenn hótela og veitingahúsa, alls um 2.400. Það skal strax tekið fram að hluti þessa hóps er í hlutastörfum. Matvæla- og drykkjariðnaður telur um 1.000 félagsmenn og önnur sérhæfð þjónusta, s.s. á bensínstöðvum, hjá öryggisfyrirtækjum og á fleiri stöðum telur einnig um 1.000 félagsmenn. Þá er byggingariðn- aður nokkuð fjölmennur, telur rúmlega 900 félagsmenn og félagsmenn við ræstingar, bæði hjá einstökum fyrirtækjum en einnig hjá sérhæfðum ræstingar- fyrirtækjum, eru um 500. Félagsmenn við fiskvinnslu eru nálægt 300. Við fámennari greinar, sem telja á milli 100-200 félags- menn, vinna starfsmenn við hafnarvinnu, pappírs- og prentiðnað, textíliðnað, efnaiðnað, lyfjaiðnað og veiðarfæragerð. Þá eru starfsmenn í mötuneytum ýmissa fyrirtækja og stofnana um 100. Til enn fámennari hópa, með 50-100 félagsmenn, teljast starfsmenn við málmvinnslu ýmiss konar, endurvinnslu, starfsmenn símafyrirtækja og starfsmenn í gler- og steinefnaiðnaði. Ofangreind skipting félagsins eftir starfssviðum er alls ekki tæmandi eða endanleg en gefur samt ákveðna mynd af hverjir félagsmenn eru. Þegar þessi skipting er skoðuð og um leið haft í huga að stór hluti félagsmanna er í fyrirtækjum með 1-10 starfsmenn er ljóst að þó nokkur vinna er við að greina og setja saman framboð af viðeigandi starfsmenntun fyrir alla þessa hópa. Þannig er nauðsynlegt að leggja áherslu á sveigjanleika í framboði U M M A R K H Ó P I N N D R Ö G A Ð G R E I N I N G U Á F É L A G S M Ö N N U M Í E F L I N G U - S T É T T A R F É L A G I Garðar Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.