Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 31

Gátt - 2004, Blaðsíða 31
31 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S inn í ákveðið kerfi (framework). Litið er á að með því að viðurkenna allt nám sé hægt að hvetja fullorðna til meira náms og kerfið býður upp á möguleikann á að halda námi áfram eftir nýjum leiðum vegna þess að auðvelt er að jafngilda færni. Markmiðið með kerfinu er að gera ein- staklingum auðveldara að fá færni, sem aflað er á einum stað, metna á öðrum með því að auðvelda flutning á ein- ingum og líta á þær sem hliðstæðar öðru sem gert er (OECD, 2003). Meðal þeirra landa, sem hafa farið þessa leið, eru England, Skotland og Írland. Ljóst er af ofansögðu að skráning, mat og skjalfesting raunfærni er á dagskrá margra þjóða og margvíslegar og ólíkar tilraunir í gangi til að ná valdi á aðferðum, tækjum og öðru sem til þarf til að byggja upp raunfærnimat á landsvísu. Á Íslandi eru fyrstu skrefin tekin við uppbyggingu kerfis til mats á raunfærni með ráðstefnu þeirri sem haldin var þann 15. febrúar 2003 af menntamálaráðuneytinu í sam- starfi við nefnd um símenntun (TemaNord, 2003). Þá var fenginn sérfræðingur frá Noregi, Bård Pettersen, til að kynna Íslendingum það sem Norðmenn hafa verið að gera í málunum. Stuttu síðar eða í aprílbyrjun var undirrit- aður þjónustusamningur milli menntamálaráðuneytisins og ASÍ og SA um hlutverk og aðkomu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins að mati á raunfærni. Í þjónustusamningnum er eftirfarandi orðalag um þau verkefni sem FA tekur að sér: „Aðstoða menntamálaráðuneytið við að þróa aðferðir við mat á námi og námsárangri, þ.m.t. mat og vottun á óformlegu námi og starfsþjálfun í samstarfi við atvinnulífið og fræðsluaðila. Einnig að taka þátt í að þróa aðferðir við uppbyggingu námsferilsskrár fyrir einstaklinga í mark- hópnum“ (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2003). Hér á landi hafa sjónir manna einkum beinst að þeim stóra hluta verkfærra manna eða um 40% sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi og eiga þar af leiðandi takmark- aða möguleika á að bæta við sig þekkingu og færni. Í þjónustusamningnum við menntamálaráðuneytið er markhópurinn tilgreindur á eftirfarandi hátt: „Megin- markmiðið með verkefnum samkvæmt samningi þessum er að veita fólki á vinnumarkaði með litla grunnmenntun, fólki sem horfið hefur frá námi án þess að ljúka prófi frá framhaldsskóla, innflytjendum og öðrum sambærilegum hópum tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði“ (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, 2003). Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hóf þróunarferlið strax með því að afla upplýsinga erlendis frá um stöðu þessara mála. Væntanlega eigum við þess kost að læra af reynslu þjóðanna í kringum okkur sem hafa verið að gera tilraunir á undanförnum árum. Starfið á Íslandi hlýtur þó alltaf að taka mið af aðstæðum okkar. Hér á landi er mjög stór hluti vinnuaflsins með skamma skólagöngu að baki en þátttaka í símenntun er með því mesta sem gerist. Það hlýtur því að vera áhersluatriði að lengri námsleiðir utan hins hefð- bundna skólakerfis séu metnar til styttingar á námi í framhaldsskóla fyrir þá sem hafa áhuga á að hefja nám á því skólastigi. Fræðslumiðstöðin hefur unnið að lýsingu á 5 námsleiðum Mímis – símenntunar, gefið út námsskrár og fengið námið metið til eininga innan framhalds- skólans. Samningar við símenntunarmiðstöðvar á lands- byggðinni eru á lokastigi og þá hefst sambærileg vinna við lengri námsleiðir þeirra svo og annarra fræðsluaðila sem leita eftir samstarfi við FA. Nýjar námsleiðir eru jafn- framt í mótun hjá Fræðslumiðstöðinni sem einnig verða metnar til styttingar á framhaldsskóla. Á þennan hátt er hægt að koma til móts við fjölmarga einstaklinga með árangursríkum hætti. Þróun aðferða við að meta raunfærni einstaklinga á móti námsskrám framhaldsskólanna er einnig forgangs- verkefni. Í því starfi eins og raunar öllu raunfærnimati til styttingar á framhaldsskóla er mikilvægt að gott samstarf takist við framhaldsskólana og menntamálaráðuneytið. Þetta starf er allt á byrjunarreit og mörgum spurningum ósvarað á þessu stigi, m.a. um fjármögnun og ábyrgð. Annað áhersluatriði mun verða að meta raunfærni fólks til starfa á vinnumarkaði. Þróa þarf aðferðir til að meta það nám sem fram fer á vinnustöðum og hvernig á að skjalfesta það. Raunfærnimat í atvinnulífinu, sem tengist færnikröfum í fyrirtækjunum, hefur möguleika á að ná til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.