Gátt - 2004, Blaðsíða 92
92
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
Grunnmenntun og starfsnámskeið/gagnfræðapróf er
skilgreint sem
A. barnapróf eða þaðan af minni menntun.
B. unglingapróf, grunnskólapróf eða miðskólapróf,
þ.m.t. landspróf.
C. gagnfræðapróf eða eins árs nám úr framhaldsdeild
gagnfræðaskóla.
D. starfsmenntun á námskeiðum sem nema 100
kennslustundum hið minnsta en minna en einu
skólaári, auk grunnmenntunar.
Framhaldsskólamenntun er skilgreind sem
E. framhaldsmenntun sem jafngildir tveggja til fimm
anna námi eftir grunnmenntun.
F. framhaldsmenntun sem jafngildir a.m.k. þriggja ára
námi eftir grunnmenntun.
G. framhaldsmenntun eftir grunnmenntun, ótiltekin
námslengd.
Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar hafa
39% starfandi fólks á aldrinum 16-74 ára grunnmenntun
eins og hún er skilgreind í liðum A-D. Sé framhaldsskóla-
menntun samkvæmt E-lið bætt við verður hópurinn 45%
af starfandi fólki.
Starfandi eft i r menntun og
landssvæði
Ef niðurstöðum um menntun starfandi er skipt niður á
landssvæði kemur í ljós að 41% starfandi á landinu öllu
hafa ekki framhaldsskólamenntun, 35% á höfuðborgar-
svæðinu en 62% á Norðurlandi vestra en hlutfall þeirra
sem ekki hafa framhaldsskólamenntun er hæst þar. Þetta
jafngildir u.þ.b. 3.100 manns á Norðurlandi vestra, 34.300
manns á höfuðborgar-svæðinu en 64.900 manns á land-
inu öllu.
Hafa ber í huga að tölur vinnu-markaðskönnunar
Hagstofunnar, sem eru greindar í jafn smáar einingar
eins og nám starfandi fólks á landssvæði, eru sumar
hverjar afar óáreiðanlegar vegna þess hve fáir einstakl-
ingar eru að baki tölunum.
Hæsta Alls Höfuðb- Vestl. Vestf. Norðl Norðl Austl. Suðurl. Suðn.
prófgráða svæði vestra eystra
Grunnmenntun 41.400 22.100 2.600 1.700 2.200 3.900 1.900 3.800 3.200
Starfsnámskeið/
gagnfræðapróf 23.500 12.200 1.300 1.000 900* 2.400 1.600 2.300 1.700
Hlutfallstölur 41% 35% 49% 57% 62% 44% 56% 50% 54%
Heildartölur 157.400 97.700 8.000 4.700 5.000 14.200 6.200 12.200 9.000
Heimild: Hagstofa Íslands * Frávikshlutfall yfir 20%
Hæsta prófgráða %
Barnapróf eða þaðan af minni menntun. . . . 2%
Unglingapróf, grunnskólapróf eða
miðskólapróf, þ.m.t. landspróf. . . . . . . . . 22%
Gagnfræðapróf eða eins árs nám úr
framhaldsdeild gagnfræðaskóla. . . . . . . . 6%
Starfsmenntun á námskeiðum sem nema
100 kennslustundum hið minnsta en minna
en einu skólaári, auk grunnmenntunar. . . . 9%
Framhaldsmenntun sem jafngildir tveggja
til fimm anna námi eftir grunnmenntun. . . . 6%
Samtals 45%
Heimild: Hagstofa Íslands