Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 52

Gátt - 2004, Blaðsíða 52
52 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S „Skapar tækifæri t i l starfsþróunar“ Guðjón Sigurðsson er verkefnisstjóri og kennari hjá Símanum. Hann er í stýrihópi verkefnisins. Samkvæmt Guðjóni er markmið Símans í fræðslumálum að efla þekkingu og fagleg vinnubrögð meðal starfsmanna fyrirtækisins og stuðla að bættum hag þess og íslensks samfélags. Einnig vill Síminn skapa tækifæri fyrir starfs- menn til starfsþróunar og ánægju í starfi með því að efla þekkingarbrunn þeirra. Þátttaka Símans í þessu verkefni miðast því við að mæta þessum markmiðum og um leið að tryggja að sú þekking og reynsla, sem starfsmenn hafa aflað sér í gegnum tíðina, komi þeim til góða varð- andi frekara nám. Raunfærnimatið mun því nýtast þeim starfsmönnum vel sem áhuga hafa á námi enda verði öll þekking og reynsla þeirra metin gagnvart því námi sérstaklega. „Hvetur mann t i l að l júka námi sem fyrst“ Árni Jökull Þorsteinsson er í hópi þeirra sem kusu mat á færni til styttingar á námi. Hann segir það mjög gott fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna áfram á því sviði sem um ræðir. Hann telur það virka hvetjandi á starfsmenn þegar fyrirtækið sýnir menntun þeirra áhuga. Menntun eykur möguleika starfsmanna innan fyrirtækisins. Þá eykst einnig starfsánægja. Jákvætt viðhorf starfsmanna gagnvart fyrir- tækinu hefur þau áhrif að fólk vill starfa áfram innan þess. Almennur áhugi á námi eykst. Starfsmenn sjá möguleika á að þróa færni á því sviði sem þeir starfa við og jafnvel þróa sig yfir í önnur verkefni innan fyrirtækisins í kjölfarið. Með raunfærnimati og styttingu á námstíma opnast nýjar dyr, segir Árni Jökull. Það hvetur mann til að ljúka námi sem fyrst. Mat á raunfærni kemur í veg fyrir að starfs- menn þurfi að sitja námskeið í þáttum sem þeir kunna og hafa mikla reynslu af. Í heildina má segja að þessi athygli frá fyrirtækinu hafi haft jákvæð áhrif á starfsmenn. Jákvætt viðhorf gagnvart fyrirtækinu smitar vafalaust út frá sér í þá þjónustu sem veitt er. Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og meiri líkur á því að þeir beri fyrirtækinu gott orð. Gildi þess að meta færni Þátttaka í mati á raunfærni er hagur allra þeirra aðila sem taka þátt í ferlinu. Fyrirtækið fær haldgóða yfirsýn yfir færniþætti starfsmanna sinna og það gerir því kleift að velja fræðslu við hæfi og stuðla þannig að auknum gæðum í framleiðslu og þjónustu. Fjárfesting í mann- auðnum skilar sér í trygglyndara starfsfólki og þar af leiðandi minni starfsmannaveltu. Vænta má að sú stytting á námi, sem mögulega næst með verkefni sem þessu, spari einstaklingunum bæði tíma og peninga því að það er oft ærið verk fyrir fullorðinn einstakling að þurfa að byrja á upphafsreit í skólakerfinu. Einnig má færa rök fyrir því að með því að líta á vinnustaði sem námsumhverfi og meta þá færni sem fólk öðlast þar megi virkja marga til náms og símenntunar. Fjóla María Lárusdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.