Gátt


Gátt - 2004, Page 52

Gátt - 2004, Page 52
52 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S „Skapar tækifæri t i l starfsþróunar“ Guðjón Sigurðsson er verkefnisstjóri og kennari hjá Símanum. Hann er í stýrihópi verkefnisins. Samkvæmt Guðjóni er markmið Símans í fræðslumálum að efla þekkingu og fagleg vinnubrögð meðal starfsmanna fyrirtækisins og stuðla að bættum hag þess og íslensks samfélags. Einnig vill Síminn skapa tækifæri fyrir starfs- menn til starfsþróunar og ánægju í starfi með því að efla þekkingarbrunn þeirra. Þátttaka Símans í þessu verkefni miðast því við að mæta þessum markmiðum og um leið að tryggja að sú þekking og reynsla, sem starfsmenn hafa aflað sér í gegnum tíðina, komi þeim til góða varð- andi frekara nám. Raunfærnimatið mun því nýtast þeim starfsmönnum vel sem áhuga hafa á námi enda verði öll þekking og reynsla þeirra metin gagnvart því námi sérstaklega. „Hvetur mann t i l að l júka námi sem fyrst“ Árni Jökull Þorsteinsson er í hópi þeirra sem kusu mat á færni til styttingar á námi. Hann segir það mjög gott fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna áfram á því sviði sem um ræðir. Hann telur það virka hvetjandi á starfsmenn þegar fyrirtækið sýnir menntun þeirra áhuga. Menntun eykur möguleika starfsmanna innan fyrirtækisins. Þá eykst einnig starfsánægja. Jákvætt viðhorf starfsmanna gagnvart fyrir- tækinu hefur þau áhrif að fólk vill starfa áfram innan þess. Almennur áhugi á námi eykst. Starfsmenn sjá möguleika á að þróa færni á því sviði sem þeir starfa við og jafnvel þróa sig yfir í önnur verkefni innan fyrirtækisins í kjölfarið. Með raunfærnimati og styttingu á námstíma opnast nýjar dyr, segir Árni Jökull. Það hvetur mann til að ljúka námi sem fyrst. Mat á raunfærni kemur í veg fyrir að starfs- menn þurfi að sitja námskeið í þáttum sem þeir kunna og hafa mikla reynslu af. Í heildina má segja að þessi athygli frá fyrirtækinu hafi haft jákvæð áhrif á starfsmenn. Jákvætt viðhorf gagnvart fyrirtækinu smitar vafalaust út frá sér í þá þjónustu sem veitt er. Ánægðir viðskiptavinir koma aftur og meiri líkur á því að þeir beri fyrirtækinu gott orð. Gildi þess að meta færni Þátttaka í mati á raunfærni er hagur allra þeirra aðila sem taka þátt í ferlinu. Fyrirtækið fær haldgóða yfirsýn yfir færniþætti starfsmanna sinna og það gerir því kleift að velja fræðslu við hæfi og stuðla þannig að auknum gæðum í framleiðslu og þjónustu. Fjárfesting í mann- auðnum skilar sér í trygglyndara starfsfólki og þar af leiðandi minni starfsmannaveltu. Vænta má að sú stytting á námi, sem mögulega næst með verkefni sem þessu, spari einstaklingunum bæði tíma og peninga því að það er oft ærið verk fyrir fullorðinn einstakling að þurfa að byrja á upphafsreit í skólakerfinu. Einnig má færa rök fyrir því að með því að líta á vinnustaði sem námsumhverfi og meta þá færni sem fólk öðlast þar megi virkja marga til náms og símenntunar. Fjóla María Lárusdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.