Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 26

Gátt - 2004, Blaðsíða 26
26 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Efni á tölvu Á undanförnum áratug hefur orðið gjörbylting á aðgangi að alls kyns lesefni á rafrænu formi. Nú má heita að þorri fólks hafi aðgang að tölvu og meirihluti þeirra tengdur neti. Því var við hæfi að kanna hvernig lestri á þess konar miðlum er háttað. Niðurstöður eru mjög í samræmi við það sem ætla má. Hlutverk tölvunnar er orðið verulegt þegar kemur að lestri og hjá sumum er hún helsta upp- spretta lesefnis og hvati til ritunar. Hvers konar efni sækir fólk einkum á tölvu? Þátttakendur voru spurðir hvers konar efni þeir sæktu á tölvu, hvort það væri tengt áhugamálum, námi, vinnu eða samskiptum við annað fólk. Rafræn samskipt i Tölvupóstur er mikið notaður og alls segjast 36,4% nota hann daglega, 45% karla og 30% kvenna. Um 26% segjast nota tölvupóst 4-6 sinnum í viku, 22% karla og 29% kvenna. Þeir sem nota hann sjaldnar eru 24%, 19% karla og 28% kvenna. Um 13% segjast aldrei nota tölvupóst og í þeim hópi eru karlar rúm 14% og konur tæp 13%. Spurt var hvort þátttakendur notfærðu sér rauntímaspjall í tölvu. Niðurstöður benda til þess að hér sé um virkan vettvang til samskipta að ræða, sérstaklega hjá yngra fólki og flestir sem nýta sér þessi samskipti í verulegum mæli sögðust nota MSN. SMS-ski laboð Það vakti athygli rannsókarmanna hve margir senda SMS-skilaboð og það virtist eiga við um unga sem eldri þó svo verulegur munur sjáist eftir aldri. Athyglisvert var að ekki var meiri munur á kynjunum hvað þetta varðar. Oft hefur því verið haldið fram að stúlkur séu mun öflugri á þessu sviði en sú virðist ekki raunin hjá fullorðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.