Gátt


Gátt - 2004, Side 26

Gátt - 2004, Side 26
26 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Efni á tölvu Á undanförnum áratug hefur orðið gjörbylting á aðgangi að alls kyns lesefni á rafrænu formi. Nú má heita að þorri fólks hafi aðgang að tölvu og meirihluti þeirra tengdur neti. Því var við hæfi að kanna hvernig lestri á þess konar miðlum er háttað. Niðurstöður eru mjög í samræmi við það sem ætla má. Hlutverk tölvunnar er orðið verulegt þegar kemur að lestri og hjá sumum er hún helsta upp- spretta lesefnis og hvati til ritunar. Hvers konar efni sækir fólk einkum á tölvu? Þátttakendur voru spurðir hvers konar efni þeir sæktu á tölvu, hvort það væri tengt áhugamálum, námi, vinnu eða samskiptum við annað fólk. Rafræn samskipt i Tölvupóstur er mikið notaður og alls segjast 36,4% nota hann daglega, 45% karla og 30% kvenna. Um 26% segjast nota tölvupóst 4-6 sinnum í viku, 22% karla og 29% kvenna. Þeir sem nota hann sjaldnar eru 24%, 19% karla og 28% kvenna. Um 13% segjast aldrei nota tölvupóst og í þeim hópi eru karlar rúm 14% og konur tæp 13%. Spurt var hvort þátttakendur notfærðu sér rauntímaspjall í tölvu. Niðurstöður benda til þess að hér sé um virkan vettvang til samskipta að ræða, sérstaklega hjá yngra fólki og flestir sem nýta sér þessi samskipti í verulegum mæli sögðust nota MSN. SMS-ski laboð Það vakti athygli rannsókarmanna hve margir senda SMS-skilaboð og það virtist eiga við um unga sem eldri þó svo verulegur munur sjáist eftir aldri. Athyglisvert var að ekki var meiri munur á kynjunum hvað þetta varðar. Oft hefur því verið haldið fram að stúlkur séu mun öflugri á þessu sviði en sú virðist ekki raunin hjá fullorðnum.

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.