Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 43

Gátt - 2004, Blaðsíða 43
43 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S ferilinn, fyrir sum þeirra verður að greiða en önnur eru ókeypis. Í mörgum fyrirtækjum er skráningarferlið álitið afar krefjandi en svo er skýrt frá því að gagnsemi þess vegi upp á móti tíma og kröftum sem varið var í verkefnið. Óski starfsfólk eftir sí- eða endurmenntun að lokinni kort- lagningu eru engir góðir fjármögnunarkostir í Noregi nema lán frá lánasjóði námsmanna. Mismunandi skipulag – sameiginlegar áskoranir Tilgangur skráningar raunfærni í Noregi er margþættur, æskilegt er að matið fari fram á öllum sviðum. Þess vegna hafa verið þróuð verkfæri og aðferðir með tilliti til gagnseminnar á hverju sviði. Þegar um er að ræða skráningu og mat á raunfærni í sambandi við menntakerfið erum við langt á leið komin með lög og réttindi. Öll sveitarfélög eru með í samstarfi þar sem skipst er á reynslu og verkefni rædd, þannig færumst við smám saman nær norskum staðli. Rannsókn Vox leiðir í ljós að afar mismunandi er hversu vel íbúarnir þekkja til skipulags á mati á raunfærni. Það fer eftir pólitískum hræringum og hversu vel staddar fræðslumiðstöðvar í einstökum sveitarfélögum eru. Evrópubarómeterinn spurði fólk yfir 14 ára aldri í Evrópu við hvaða aðstæður það hefði lært eitthvað síðastliðið ár. Ef til vill kom á óvart að „heima“ var sá möguleiki sem oftast var nefndur (77 prósent í Noregi, 69 í ES) og aðeins sjaldnar „félagsleg samvera“. Þrátt fyrir það hefur fæstum dottið í hug að það geti verið gagnlegt að fá frístunda- iðkun viðurkennda. Í kjölfar Raunfærnimatsverkefnisins hefur verið þróað sameiginlegt vinnulíkan til þess að skrá færni úr félagslega geiranum en það lítur ekki út fyrir að það sé eitthvað sem hefur verið tekið upp hjá fram- kvæmdaaðilum. Stór fyrirtæki eiga oft eigið kerfi til þess að kortleggja og skrá mannauðinn, litlu fyrirtækin hafa ekki bolmagn í umfangsmikil ferli sem geta tryggt þetta. Í Vox er unnið að þróun verkfæris sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta notað sér til aðstoðar, verkfærið á að vera í formi, leið- beininga, gagnagrunns og skráningarlíkans. Áskorunin felst í því að fá nægilega góðar upplýsingar til þess að hægt verði að nota verkfærið samkvæmt áformunum. Ein af niðurstöðunum eftir verkefnið er að allir sem tóku þátt í því eru sammála um að eftirfarandi grundvallar- reglur ættu að gilda alls staðar: Skráning raunfærni er frjáls, árangurinn er eign einstaklingsins og skráningin á að lýsa raunverulegri færni. Þetta samsvarar vel ferlinu sem unnið er eftir í Evrópu með tilliti til mats á óformlegri færni. Við höfum unnið norskt verkefni og þróað stofnanirnar á grundvelli niðurstaðna úr því. Vox mun breiða út og uppskera nýja reynslu svæðisbundið, byggða á og í (og vera í?) nánu samstarfi við staðbundna atvinnuvegi, samtök og opinberar stofnanir. Torild Nilsen Mohn, Vox, miðstöð símenntunar atvinnulífsins í Noregi. Þýðing, Sigrún Kristín Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Heimildir Raunfænimatsskýrslan http://www.kompetanseberetningen.no/ Þekkingargrunnurinn http://www.vox.no/archive/last%20ned/Rapport%20%20Tallene%20vi%2 0s%F8ker.pdf Raunfærnimatsverkefnið http://www.vox.no/archive/fagsider/Realkompetanse/Sluttrapport.pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.