Gátt


Gátt - 2004, Blaðsíða 80

Gátt - 2004, Blaðsíða 80
80 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S Einnig verður boðið upp á námskeið fyrir þá sem taka að sér starfsþjálfahlutverkið á vinnustöðunum. Þeim verður kynnt aðferðafræðin og veittur stuðningur í þessu nýja hlutverki. Starfsþjálfi hefur gátlista til viðmiðunar um það sem starfsmaður mun þjálfa. Hlutverk starfsþjálfans er á jafningjagrundvelli þar sem báðir aðilar eiga að njóta sín og líta á samstarfið sem tækifæri til að auka þekkingu og reynslu. Verzlunarskólinn hefur ráðið verkefnisstjóra til að stýra framkvæmd tilraunanámsins og fékk skólinn styrk frá starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks vegna þess. Hlutverk verkefnisstjórans verður að leiða kennara- hópinn í þessu nýja og metnaðarfulla verkefni, hann verður nemendum til stuðnings og verður í samskiptum við starfsþjálfana og vinnustaðina. Fjármögnun námsins er að öðru leyti sú að vinnuveitendur þeirra starfsmanna, sem valdir verða í tilraunahópinn, styrkja tilraunaverk- efnið. Fyr ir hver ja Þátttakendur í tilraunaverkefninu eru starfsmenn þeirra fyrirtækja sem komið hafa að undirbúningi námsins. Fyrirtækin nota ýmsar leiðir til að velja þátttakendur en í öllum tilfellum má gera ráð fyrir að horft sé til þeirra sem hafa verið traustir starfsmenn og vinnuveitandinn vill efla og styrkja. Til lengri tíma litið stendur námið til boða fyrir starfandi verslunarfólk í samráði við vinnuveitendur þess. Til að geta stundað verslunarfagnámið er nauðsynlegt að vera starfandi í verslun allt námstímabilið og að hafa fyrir nokkra reynslu af verslunarstörfum. Grundvallarviðhorf í náminu eru þau að námið sé samstarfsverkefni starfs- manns, vinnuveitanda og skóla sem unnið er bæði á vinnustað og í skóla. Þetta samstarfsverkefni er staðfest með skriflegum samningi milli starfsmanns og vinnuveit- anda um sveigjanleika og aðstoð á vinnustað vegna námsins og með skriflegum námssamningi milli starfs- manns og skóla um markmið, leiðir og ástundun. Tenging við starf og vinnustað viðkomandi starfsmanns er stýrandi þáttur í náminu. Námið verður metið til eininga sem jafngilt hluta af framhaldsskólanámi. Möguleiki verður að meta fyrra nám eða sérhæfða þekkingu á sviði verslunarstarfa inn í verslunarfagnámið. Að t i l raunaverkefni loknu Fyrsti hópur verslunarfagnámsins, þátttakendur í tilrauna- verkefninu, munu ljúka námi í maí 2006. Á þeim tímapunkti verður komin reynsla á fyrirkomulagið, innihaldið og aðferðirnar. Á námstímanum sjálfum verða allir hlutað- eigendur vakandi fyrir framgangi tilraunaverkefnisins og þegar þess þarf verður gripið inn í og breytt og bætt. Að námstímanum loknum verður reynslan dregin saman og námsskrá gefin út að nýju með þeim endurbótum sem reynslan færir okkur. Er þá öllum fræðsluaðilum sem vinna samkvæmt gæðakröfum FA heimilt að nýta sér námsskrána og bjóða upp á verslunarfagnám. Enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi þetta nýja námsframboð og framkvæmd þess í framtíðinni. Tilraunaverkefnið gefur eflaust svör við mörgum þeirra en önnur úrlausnarefni krefjast umræðu og ákvarðana- töku. Margir spyrja sig þeirrar spurningar hvar starfs- fræðsla fyrir fullorðna einstaklinga, sem eru þátttakendur í atvinnulífinu, eigi best heima. Eru framhaldsskólarnir í stakk búnir til að sinna þessu verkefni eða eru aðrir aðilar jafnhæfir og jafnvel betri til þess? Hvernig verður námið fjármagnað til frambúðar og hvernig á að sinna lands- byggðinni svo vel fari? Þá brennur sú spurning vitanlega á okkur hjá FA hvernig okkur hefur tekist til, mun námið ná að uppfylla þarfir vinnuveitenda og starfsmanna og er þessi metnaðarfulla og að sumu leyti nýstárlega leið raunhæf og fjárhagslega möguleg? Guðmunda Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gátt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.