Gátt - 2010, Side 12

Gátt - 2010, Side 12
12 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 S T A R F S T E N g T Starfsmenn lítilla fyrirtækja sækja síður símenntun en starfs- menn stórra fyrirtækja. Tímaþátturinn spilar hér stórt hlut- verk, gjarnan er erfitt fyrir fólk í litlum fyrirtækjum að fara frá vegna fræðslu. Aðrir starfstengdir þættir eru meðal annars að „þess gerist ekki þörf“ – starfsins vegna og að tímasetning henti illa (Bolder o.fl., 1994). Enn annað sjónarhorn er þegar fólk varpar ábyrgðinni á þátttöku sinni í fræðslu á vinnu- veitandann eða vinnumálastofnanir og segja að sér hafi ekki verið boðið, eða hafi ekki rétt á þátttöku í fræðslu vegna stöðu sinnar. Þá kom fram í franskri rannsókn að lausráðið fólk, eða fólk ráðið til reynslu treysti sér ekki til að rugga bátnum með því að fara á námskeið (Perez, 2009). F j Ö L S K Y L d A Það er þekkt að fjölskylda og stuðningur fjölskyldu hafi úrslitaáhrif á námsárangur barna. Hvað fullorðna varðar kom fjölskylduábyrgð einmitt oft fram sem ástæða fyrir fjarveru frá fræðslu. Þar má nefna þætti á borð við mikið álag og ábyrgð heima fyrir, lítinn skilning og stuðning fjölskyldu og maka svo og skort á barnagæslu. Það kemur víst fæstum á óvart að konur eru mun líklegri en karlar til þess að taka ekki þátt í fræðslu vegna fjölskylduaðstæðna sinna (Jón Torfi Jón- asson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 1999; McGivney, 1996; Merriam o.fl., 2007). Konur setja gjarnan nám makans í for- gang og fresta eigin námi. „Ég er að bíða eftir að maðurinn minn klári námið“ sagði 29 ára bankastarfsmaður og 43 ára kona í skrifstofustarfi lýsti því hvernig hún hefði ekki hugað að því að taka sjálf þátt í fræðslu fyrr en hún hafði stutt mak- ann í gegnum nám: „Þegar það er búið…þá fer ég svona sjálf að spá að það væri nú svolítið sniðugt fyrir mig að klára mitt nám.“ Þá er nokkuð um það að konur telji sig ekki geta farið í nám á meðan börnin eru ung og á það sérstaklega en ekki eingöngu við um einstæðar mæður. „Þegar hún verður eldri, þá kannski, getur maður farið að, hefur líka meiri tíma, til að mennta sig“ sagði 34 ára verslunarstarfsmaður. „Ég er svoldið að bíða eftir að þau vaxi aðeins“ sagði 37 ára skrif- stofustarfsmaður. á H U g I Ætli áhugi sé ekki það sem flestir gefa upp sem ástæðu fyrir að læra eitthvað. Í mörgum rannsóknum kemur greinilega fram að áhugaleysi sé skýring á því að sumir sækja ekki skipulagða fræðslu (Bolder o.fl., 1994; Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 1999; Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2001; Merriam o.fl., 2007; Ostiguy o.fl., 1998). Önnur hlið á málinu er að viðkomandi finni ekkert sem vekur áhuga, skólar og fræðslumiðstöðvar bjóði ekki upp á nám sem vekur áhuga viðkomandi. Flestar konurnar í hópi viðmælenda okkar töldu að áhugaleysi hefði haft mikið að segja um að þeir luku ekki námi. Ein konan, 32 ára leikskólakennari, lýsti því hvernig henni hefði fund- ist „þetta svona svolítið waste of time“ og önnur, 32 ára þroskaþjálfi, sagðist hafa verið orðin svo áhugalaus að hún „nennti ekki að læra, nennti ekki að mæta, var alveg sama“. Að sama skapi kemur fram að viðmælendurnir telja áhuga á námsefninu skipta sköpum fyrir þátttöku í fræðslu. „Ef ég hefði brennandi áhuga á einhverju þá myndi ég alveg geta það og ég myndi láta það gerast“ sagði 40 ára verslunar- starfsmaður. ó V I Ð E I g A N d I N á M S F R A M b o Ð Sumir hafa ekki sótt fræðslu vegna þess að þeir fundu ekki fræðslutilboð við hæfi. Sömu sögu þekkjum við úr okkar eigin gögnum, þannig talaði ein konan, 40 ára verslunar- starfsmaður, um að hafa leitað lengi eftir námi sem vekti áhuga hennar og hentaði henni en án árangurs. Algengt var að viðmælendur okkar kvörtuðu undan því að vita ekki hvað þeir ættu að læra. Áðurnefnd kona sagði, „… ég veit ekkert hvað ég vil verða þegar ég verð stór“ og svipað var uppi á teningnum hjá 29 ára leikskólastarfsmanni sem „… vissi aldrei hvað [hún] vildi.“ Undir þessa skýringar mætti líka fella flokk hindrana sem í sumum nýrri greinum er kallaður kennslufræðilegar hindranir. Fræðsluformið sem er í boði hugnast ekki viðkomandi svarendum. Fullorðinsfræðsla er oft og tíðum skipulögð af háskólamenntuðu fólki, sem gjarnan les, hlustar, talar og skrifar til að læra. Nýlegar rannsóknir á námi fullorðinna, meðal annars á svo kölluðum náms-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.