Gátt - 2010, Síða 31

Gátt - 2010, Síða 31
31 Þ á T T T A K A Í F R Æ Ð S L U o g N á M I g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 Hvernig reynist fullorðnum karlmönnum, sem hurfu frá námi, að stíga það stóra skref að fara í raunfærnimat og hefja nám í framhaldsskóla að því loknu? Viðmælendur mínir í þessari rannsókn eru allir skilgreindir brotthvarfsnemendur en það felur í sér að þeir hurfu frá námi eftir stutta veru í framhaldsskóla eða hófu ekki nám að grunn- skóla loknum nema einn sem hóf iðnnám eftir stúdentspróf. Hann flosnar þó upp úr iðnnámi og hefur ekki nám að nýju fyrr en tveimur áratugum seinna. Ósigrar í námi vegna náms- örðugleika hafa haft mest um það að segja að viðmælendur mínir hurfu frá námi en ástæður má einnig rekja til áhrifa- þátta eins og lítils stuðnings og hvatningar fjölskyldu sem og innan skólakerfisins, stefnuleysis í námsvali og persónulegra erfiðleika. Brösótt gengi í bóklegum greinum og afleiðingar neikvæðrar upplifunar á skólakerfinu hafa haft áhrif á sjálfs- mynd þeirra og trú á eigin getu. Erfiðleikarnir hafa hindrað þá í að ljúka námi en samkvæmt náms- og starfsráðgjöfum, sem sinna þátttakendum í raunfærnimati iðngreina, á stór hluti þeirra einstaklinga, sem hafa farið í gegnum slíkt mat, við námserfiðleika að stríða og hafa þessar hindranir haft áhrif á allt þeirra nám og framtíðarsýn. Ákveðið vonleysi og úrræða- leysi einkennir frásögn þeirra og hindranir verða á köflum óyfirstíganlegar eins og einn viðmælenda minna nefnir: ,,þetta var seinasta önnin þegar ég var alveg búinn að gefast upp og ætlaði bara ekkert í skóla aftur“. Ætla mætti að þeir tilheyri hópi nemenda sem eiga erfiðara með að takast á við hindranir sem á vegi þeirra verða í skólaumhverfinu og virðast þurfa lítið til að gefast upp í námi. Óttinn við að mistakast er til staðar og hræðslan við að standast ekki þær kröfur, sem settar eru, hafa óneitanlega sett mark sitt á sjálfsmynd þeirra eins og einn viðmælandi minn lýsir hér svo sterkt: … að vera þetta gamall og vera svo sá sem maður er skilurðu það í rauninni, ég myndi segja, ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að segja þér það þú veist, ég skammast mín fyrir að þú veist að kunna ekki meira. Mér fannst svo erfitt að koma mér á framfæri … og vera þetta gamall og vera svo sá sem maður er skilurðu … Þrátt fyrir erfiðleika í grunnskóla fóru viðmælendur mínir flestir í framhaldsskóla strax eða fljótlega eftir að grunnskóla lauk. Fljótlega í framhaldsskóla fór að bera á erfiðleikunum sem höfðu áhrif á þá í náminu líkt og áður. Þeir upplifa að ná ekki að halda eðlilegri námsframvindu og eru komnir á eftir í námi. Neikvæð sjálfsmynd þeirra og lítil trú á eigin getu virð- ist gera það að verkum að þeir hafa ekki frumkvæði að því að leita sér aðstoðar. Allir viðmælendur mínir nefna að stuðn- ingur innan skólakerfisins hafi ekki verið sýnilegur og enginn af þeim leitaði sér aðstoðar þegar ákvörðun um að hætta í námi var yfirvofandi. Ákvörðunin var tekin af þeim einum og sjaldnast í samráði við foreldra eða aðra fagaðila. Annað var uppi á teningnum þegar viðmælendur mínir ákváðu að taka þátt í raunfærnimatinu en þá fundu þeir mikinn stuðning og hvatningu frá fjölskyldu og vinum og þeir fundu loks leið til þess að klára nám sem þeir byrjuðu á fyrir margt löngu. Þeir telja hvatninguna mikilvæga og hafa þeir nú allir fjölskyldu sína með í ráðum um framhaldið. Í N á M á N ý j A N L E I K Sú ákvörðun að hætta í námi hefur reynst viðmælendum mínum erfið og hugsunin um að ljúka námi hefur aldrei vikið úr huga þeirra. Allir hafa þeir reynt að fóta sig í skóla- samfélaginu að nýju og margir oftar en einu sinni. Árangur þessara tilrauna hefur ekki verið sem skyldi en þrátt fyrir brösótt gengi og uppgjöf sögðust allir viðmælendur mínir hafa haft mikla löngun til að hefja nám að nýju. Viljinn og löngunin hefur verið til staðar en þá hefur vantað frumkvæði, hvatningu og þor til að yfirstíga hindranir sem hafa orðið á vegi þeirra. Þeir nefna allir að þeir hafi alltaf haft hug á ljúka sveinsprófi og fannst mikil byrði að hafa ekki lokið námi. Mikilvægi þess að öðlast réttindi vegur hér þyngst hjá þeim þar sem allir nema einn eru fjölskyldufeður og ábyrgðin að standa sig sem framfærsluaðili og fyrirvinna skiptir þá miklu máli. Ein leið til að tryggja hag fjölskyldunnar er að öðlast starfsréttindi að þeirra mati. ó T T I N N V I Ð A Ð M I S T A K A S T – L Í T I L T R ú á E I g I N g E T U Sú ákvörðun að hefja nám að nýju, eftir að hafa farið í gegnum raunfærnimat, vakti upp blendnar tilfinningar hjá viðmælendum mínum þar sem kvíði og tilhlökkun toguðust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.