Gátt - 2010, Qupperneq 85

Gátt - 2010, Qupperneq 85
85 F U L L o R Ð I N S F R Æ Ð S L A o g S T A R F S M E N N T U N g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0 g E T U M V I Ð g L Æ T T N á M S á H U g A F U L L o R Ð I N N A M E Ð H V E T j A N d I K E N N S L U H á T T U M ? HELgA SIgURjóNSdóTTIR Helga Sigurjónsdóttir Margt bendir til að sá stóri hópur íslenskra ungmenna, sem hverfur frá framhaldsskólanámi, hafi verið vanræktur. Í því felst oft bæði persónulegur harmleikur og íslenskt samfélag fer á mis við mikinn mannauð. Sú hætta hefur nú magnast verulega með efnahagskreppu og atvinnuleysi. Ungt fólk án menntunar er sá hópur sem viðkvæmastur er fyrir atvinnu- leysi. Fram hefur komið að langtímaatvinnuleysi ungs fólks, sem hefur enga menntun umfram grunnskólamenntun, er að verða alvarlegt vandamál hér á landi. Símenntunarmið- stöðvar, framhaldsskólar og frumgreinadeildir taka á móti þessum einstaklingum til náms en það er ekki alltaf einfalt mál þar sem einmitt þessi hópur hefur að öllum líkindum takmarkaðan námsáhuga. Mikilvægt er að nýta fyrirliggjandi þekkingu til þess að mæta þörfum þessa hóps eins vel og hægt er. Í þessari grein ætla ég að segja frá hugmyndum Raymond J. Wlodkowski sem hann setur eru fram í bókinni ‘Enhancing Adult Motiva- tion to Learn’. Ég hreifst mjög af þessari bók og þeim mann- skilningi sem hugmyndir höfundar eru byggðar á. Sérlega áhugaverð þykir mér sú skoðun hans að fræðsluskipuleggj- endur og leiðbeinendur beri siðferðilega og faglega ábyrgð á því að gera nám aðgengilegt og árangursríkt fyrir alla fullorðna, ekki síst fyrir þá hópa sem orðið hafa út undan eða verið vanræktir í skólakerfinu og hafa því takmarkaðan námsáhuga. Í þessa umfjöllun flétta ég nokkrar vísanir í rannsókn Svanfríðar Jónasdóttir á námsáhuga fullorðinna með litla formlega menntun og viðtöl við fullorðna náms- menn til þess að tengja umfjöllunarefni Wlodkowski við okkar raunveruleika. Bókin er skrifuð sem hagnýt heimild fyrir fræðsluskipu- leggjendur, leiðbeinendur og aðra þá sem starfa að fræðslu- málum fullorðinna. Fyrri hluti hennar er fræðileg umfjöllun um áhugahvöt og áhrif hennar á kennslu. Meginefni hennar er þó ítarleg greinargerð um sextíu kennsluaðferðir og hvernig hægt er að flétta þær inn í kennsluáætlun með því mark- miði að efla og styðja námsáhuga fullorðinna. Það er mikill fengur að því að hafa aðgang að svo ítarlegri lýsingu á fjöldamörgum kennsluaðferðum sem eru til þess fallnar að glæða námsáhuga. Þó aðferðirnar séu flestar velþekktar og þróaðar af öðrum eru þær hér settar í samhengi við meðvitaða skipu- lagningu á námsferli sem markvisst ýtir undir áhuga. M E N N I N g o g N á M S á H U g I Leiðbeinendur fullorðinna eru án efa sammála um að náms­ áhugi hefur jákvæð áhrif á námsárangur og gerir námsferlið auðveldara. En áhrifin eru gagnkvæm því að námið sjálft og námsferlið hafa sömuleiðis mikil áhrif á námsáhugann. Leiðbeinendur geta því haft talsverð áhrif á námsáhugann – bæði hvetjandi og letjandi – með vali á kennsluaðferðum, leiðsögn sinni og öðrum þáttum námsferlisins. Til mikils er að vinna því við þekkjum það vel að þegar námsmenn eru áhugasamir meðan á námsferli stendur gengur allt greiðlega, samskipti eru góð, kvíði minnkar, sköpunarkraftur losnar úr læðingi og nám á sér stað. Námsmenn, sem ljúka námi fullir áhuga á því sem þeir hafa lært, eru líklegri til að nota það í lífi og starfi og sýna viðfangsefninu viðvarandi áhuga. Það má einnig ætla að námsmenn séu líklegri til að vilja læra meira um viðfangsefnið og viðhalda þekkingu sinni með símenntun eftir því sem þeir upplifa fleiri jákvæð og hvetjandi námsferli. (Wlodkowski, 2008:bls. 6) Leiðbeinandi hefur oft og tíðum annan menningarlegan bakgrunn en nemendurnir. Háskólamenntaður einstaklingur af höfuðborgarsvæðinu, sem tekur að sér að leiðbeina ungu fólki á landsbyggðinni, með neikvæða skólareynslu og litla formlega menntun, hefur að mörgu leyti öðruvísi menn- ingarbakgrunn en nemendurnir. Þetta getur truflað tengsla- myndum og námsferli nemenda ef því er enginn gaumur Hvað er það sem hefur áhrif á námsáhuga fullorðinna? Geta skipuleggjendur fræðslu og leiðbeinendur laðað fram og ýtt undir námsáhuga allra fullorðinna námsmanna? Getum við með skipulagningu kennslunnar og vali á kennsluaðferðum ýtt markvisst undir náms­ áhugann og aukið þannig líkurnar á því að allir ljúki námi með stolti og ánægju?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.