Gátt - 2010, Blaðsíða 86
86
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
g á T T – á R S R I T – 2 0 1 0
gefinn. Í öðrum nemendahóp geta verið þátttakendur af
mismunandi þjóðerni, karlar og konur, fólk á mismunandi
aldri og úr mismunandi atvinnugreinum eða landshlutum.
Enn fremur getur námsefni og námsumhverfi miðast við
aðrar menningarlegar forsendur en þátttakendur í náminu
hafa. Það er því mikilvægt fyrir leiðbeinendur að skilja að
mismunandi menningarbakgrunnur einstaklinga hefur áhrif
á námsáhuga og námsferlið.
Menningin samanstendur af þéttriðnu neti tungumáls,
skoðana, gilda og hegðunarmynstri sem umlykur líf okkar
sem einstaklinga og hefur mikil áhrif á áhugahvötina.
Eðlislæg áhugahvöt stjórnast að miklu leyti af tilfinningum
en þær mótast einmitt af því menningar- og félagslega
umhverfi sem einstaklingurinn tilheyrir. Námsmaður upplifir
margvíslegar tilfinningar meðan á námsferli stendur og þær
geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar. Einstaklingar með
ólíkan menningarbakgrunn geta t.d. brugðist mjög ólíkt við
vanmáttarkennd gagnvart verkefni. Einn gefst strax upp og
hættir en annar heldur áfram af enn þá meiri einbeitingu.
(Wlodkowski, 2008:bls. 20)
Í ritgerð Svanfríðar Jónasdóttur „Námsáhugi fólks með
litla formlega menntun“ kemur ýmislegt fram sem gæti verið
vísbending um að hlúa þurfi betur að öllum nemendum og
taka meira tillit til menningarbakgrunns þeirra ef við viljum
efla og glæða námsáhuga þeirra og skapa námsumhverfi
sem mætir þörfum þeirra. Rannsókn hennar byggðist á ein-
staklingsviðtölum og rýnihópasamtölum við fólk með litla
formlega menntun. Þar kemur skýrt fram að umhverfið
(menningin) hefur mikil áhrif á námsáhuga einstaklinganna.
Viðhorf foreldra og félaga til náms, atvinnuástand og sam-
setning atvinnulífsins á staðnum ásamt þeirri hvatningu,
umræðu og ráðgjöf, sem veitt er innan grunnskólans, hafa
mótandi áhrif á námsáhuga og viðhorf til náms. Þeir viðmæl-
endur, sem komu af landsbyggðinni, höfðu minni áhuga á
námi, fóru síður í framhaldsskóla og hættu fyrr en þeir sem
komu af höfuðborgarsvæðinu. Menntun foreldra ræður tals-
vert miklu um námsáhuga ungs fólks þannig að því minni
menntun sem foreldrar hafa því minni hvatningu til náms
veita þeir börnum sínum. (Svanfríður Jónasdóttir, 2005:bls.
79–80)
Ef markmiðið er að skapa námsaðstæður sem eru árang-
ursríkar og hvetjandi fyrir alla í námshópnum þarf leiðsögnin
og námsferlið að einkennast af menningarlegri næmni og
virðingu fyrir fjölbreytileika.
„Culturally responsive teaching is characterized by
respect for diversity; engagement of the motivation of
all learners; creation of a safe, inclusive, and respectful
learning environment; teaching practices that cross dis-
ciplines and cultures; integration of culturally responsive
practices into all subject areas; and the promotion of
justice and equity in society (Wlodkowski and Ginsberg,
1995; Phuntsog, 1999).“ (Wlodkowski, 2008:bls. 21)
H V A Ð H V E T U R F U L L o R Ð N A T I L
N á M S ?
Í öllum menningarheimum er ætlast til að fullorðinn einstak-
lingur beri ábyrgð á eigin lífi. Ábyrgðinni fylgir þörf fyrir
að ná árangri í því sem gefur lífinu gildi fyrir einstaklinginn.
Þessir tveir þættir eru hornsteinar í áhugahvöt fullorðinna
einstaklinga og hafa afgerandi áhrif á námsáhuga. Fyrri
reynsla og þekking hefur mikil áhrif á það sem fullorðnir telja
áhugavert, hagnýtt og þess virði að læra. Ein mikilvægasta
forsenda námsáhuga hjá fullorðnum er sjálfviljug þátttaka í
námsferlinu. Líklegt er að áhugi dvíni smám saman ef þátt-
taka er skylda eða kvöð gegn vilja einstaklingsins enda er
þá tekin af viðkomandi ábyrgð á eigin ákvörðunum sem er
svo mikilvæg.
Wlodkowski telur að leiðbeinendur þurfi að hafa fjögur
meginatriði (motivational conditions) í huga þegar kennsla
er skipulögð, kennsluhættir og námsathafnir valdar í því
augnamiði að efla og glæða námsáhugann. Þessi meginatriði
eru öll mikilvæg og hafa gagnverkandi áhrif. (Wlodkowski,
2008:bls. 102–112) Hér verður sagt stuttlega frá hverju
þeirra og nefnd dæmi úr okkar umhverfi. Í bókinni sjálfri er
sjálfstæður kafli um hvert þessara atriða með góðum rök-
stuðningi, útskýringum og reynslusögum höfundar sem á að
baki áratuga kennslureynslu.