Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 19
Óeðlileg viöbrögð við ertingu (án sjáanlegs tilgangs, beyging eða rétting). Engin hreyfing við ertingu. c. Tal: Attaður á persónu, stað og stund. Ruglaður, spyr aftur og aftur um það sama. Órólegur, ergilegur, ósamvinnuþýður, baldinn. Samhengislaus orð eða setningar. Óskiljanlegt muldur eða stunur. Ekkert hljóð. 2. Ljósop: Meta skal stærð (vídd) ljósopa (sjáaldurs) og viðbrögð við ljósi. Eðlilegt er, að bæði ljósop séu jafnstór og að þau dragist vel saman þegar ljósi er beint að þeim. Lítil ljósop og Ijósstíf (lítil eða engin breyting við ljós) tákna venjulega heila- stofnsáverka. Misstór ljósop, þar sem það stærra dregst lítið eða ekki saman við ljós, þýðir venju- lega mikinn og vaxandi þrýsting sömu megin í höfði. Þar kemur að þrýstingurinn veldur sömu einkennum í hinu auganu. Slíkt getur skeð á ör- fáum mínútum. Þegar svo er komið hafa nær allt- af orðið stórfelldar og óbætanlegar heilaskemmd- ir og ástandið nær vonlaust. Misvíð ljósop hjá miðvitundarlitlum eða meðvitundarlausum sjúkl- ingi er því mjög hættulegt einkenni og slíkur sjúklingur þarf sem allra fyrst að komast á spít- ala, þar sem hægt er að gera á honum aðgerð. 3. „Oculocephalic reflex“: Hjá meðvitundarlausum sjúklingi ganga augun til þegar höfðinu er velt nema ef um heilastofns- skemmdir er að ræða, þá vísa augun alltaf beint fram. Sé um sköddun öðrum megin í heilanum að ræða eins og skeður við heilablæðingu, vísa aug- un oft stöðugt til þeirrar hliðarinnar. 4. Hreyfing og kraftur: Eðlilegt er, að sjúklingur hreyfi alla útlimi jafnt og vel. Hjá meðvitundarlitlum eða -lausum sjúkl- ingi er ekki hægt að prófa krafta formlega og getur orðið að fylgjast með hreyfingum hans eða beita ertingu. Helftarlömun bendir til heilasködd- unar, en lömun og dofi í öllum útlimum, háðum handleggjum eða báðum fótum bendir til háls- brots eða hryggbrots með mænuskaða. ALMENN SKOÐUN Verður ekki orðlengd hér. Frekari meðferð en að ofan greinir felst í almennri en ekki lífsnauðsynlegri meðferð, svo sem að binda um sár og setj a á spelkur, nema þegar gera þarf við brjóstholsáverka. Um frekari meðferð á slysstað er vart að ræða nema þangað sé fluttur sérstakur út- búnaður. Viðbrögð á spítala Eftir að inn á spítala kemur felst meðferð í frek- ari meðhöndlun á öndunarerfiðleikum og losti, mati og meðferð á yfirþrýstingi í höfði, rannsóknum og aðgerðum. Leggja ber áherslu á stöðugt eftirlit og skjót en örugg viðbrögð. Ef sjúklingur andar illa eða er með misvíð Ijósop, skal lögð inn barkaslanga og andað fyrir hann ótt og títt í nokkrar mínútur fyrst á eftir. Slíkt getur lækkað þrýstinginn mjög mikið. Gæta skal varúðar og reigja höfuðið ekki mikið aftur á bak vegna möguleika á að hálsbrot sé fyrir hendi. Ekki má þetta taka nema augnablik því annars eykst þrýst- ingurinn mjög mikið, sjúklingnum versnar snarlega og það er verr farið en heima setið. Það er því nauð- synlegt að aðeins vanur maður geri þetta. Síðan er sjúklingurinn tengdur við öndunarvél og haldið við léttri yfiröndun. Strax við komu er settur upp vökvi í æð og þvag- leggur. Púls og blóðþrýstingur er mældur. Vökva- gjöf er venjulega miðuð við u. þ. b. 60% af dag- legri þörf. Það gerir 1500 ml hjá fullorðnum. Ef sjúklingurinn er í losti vegna blæðingar, verður samt að gefa honum þann vökva og það blóð, sem hann nauðsynlega þarf til að koma blóðþrýstingnum í eðlilegt horf. Blæði úr eyrum er sett yfir það grisja og plástrað eða bundið um. Mikla nefblæðingu vegna brota á andlitsbeinum eða höfuðkúpubroti má stundum stöðva með því að renna þvaglegg upp í hvora nös alveg aftur í kok, blása út blöðrurnar, toga í og festa leggina síðan þannig. Yfirþrýstingur í höfði er meðhöndlaður með yf- iröndun eins og fyrr greinir og takmörkuðum vökva. Framh. á bls. 71. LÆKNANEMINN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.