Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 67

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 67
Krufningaferð til Leeds sumarið 1980 Stefán Steinsson læknanemi „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Agústus keisara um að krossfesta skyldi alla heims- byggðina.“ Með svipuðum orðum hefst annar kafli Lúkasar- guðspjalls. Þessi orð mætti hafa um aðdraganda ferðar þeirrar, sem byrjaði á Keflavíkurflugvelli 30. júní 1980. Sá aðdragandi er mönnum að mestu kunnur, en ef ske kynni að hann hefði farið fram hjá e-m má nefna að um miðjan júní hélt Hannes Blöndal fund með nemendum í Armúlanum. Þar til- kynnti hann að háskólinn myndi borga ferðir, gist- ingu, skólagjald og morgunmat. Hann lét fylgja með að morgunmatur í Englandi væri svo ríflegur að við gætum alveg sleppt því að éta meira á daginn og bætti svo við: „enda þurfið þið þá minna að drekka.“ Á þessum fundi lá gripur einn á borðinu fyrir framan Hannes. Það var lærleggurinn af Beinteini, mjög trosnaður og illa til reika. Allt í einu tók Hannes upp beinið og sagði: „Segið mér eitt, nagið þið þetta eða hvað?“ Frikki benti honum á að þetta væri bara venjuleg ending á 8 ára gamalli beina- grind. - „Það finnst mér nú ekki,“ sagði Hannes, „en það fer náttúrlega eftir því hvernig þetta er not- að. - Þið megið að minnsta kosti ekki éta ykkur til óbóta af þessu.“ Jæja, þennan dag, áður nefndan, komu menn sam- an í Keflavík. Allir fóru í fríhöfnina og síðan var lagt af stað. Allir fengu ókeypis einn sopa út á töf, sem hafði orðið. Svo horfðum við svolítið út um gluggana, sáum ekkert nema ský. Þegar lent var í London kom í ljós að ein klst. hafði tapast. Ekkert var hægt að gera í því máli og urðu menn bara að bíta á jaxlinn og stilla úrin sín upp á nýtt. Síðan var afgangurinn sóttur og borinn út í rútu. Það var hundarigning og skammdegi. Skömmu eftir að rútan lagði af stað tókum við eftir því að hún ók vitlausu megin á götunni. „Þetta er víst siður í Bretlandi,“ sagði einhver spekingur. Jafnvel gekk þetta svo langt að stýrið var vitlausu megin í bílnum. En það var allt í lagi, bflstjórinn var vitlausu megin líka. - Tekin var stefnan norður motorveg Ml, sem er hraðbraut, þrjár akreinar vinstra megin og þrjár akreinar vinstra megin, séð úr hinni áttinni. I>egar til Leeds kom eftir fjögurra og hálfs tíma keyrslu voru ferðalangar orðnir nokkuð syfjaðir. Hölluðu sér gjarnan saman sessunautar sofandi í sætum sínum. Þannig hallaði sér Sigurður Skarp- héðinsson undurblítt upp að Gunnari Thors. Nú hófst mikil leit að Bodington-höll þar sem lið- ið átti að gista, en enginn vissi hvar hún var og bíl- stjórinn síst. Hjálparsveitir á svæðinu voru ekki kallaðar út, því við höfðum Jón Baldurs og fann hann höllina eftir nokkrar mælingar. Allir fóru inn. Nærri höllinni var kirkjugarður, hinum megin við Otley Road í vestri. Þegar nemar komu inn beið þeirra eitthvað hvítklætt, sem einna helst leit út fyrir að vera afturganga úr téðum garði. Og urðu þeir mjöghræddir. En veran sagði: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum, því yður er í dag frelsari fæddur, sem er Pearson, rótarykarl frá Liverpool, nánar til- tekið ég sjálfur, og hafið þetta til marks — bla, bla, bla.“ Þarna var sem sagt kominn Pearson, góðvin- ur læknanema, rótari frá Liverpool, sem löngu hefur sérhæft sig í íslenskum læknanemum og gert þá að hobbíi sínu. Atti hann eftir að reynast æði hjálp- legur í hvers 'kyns reddingum þótt hann ætti við nokkur veikindi að striða. Nú fórum við að skoða herbergin. Aðkoma var þar að mestu leyti hræðileg svo sem í húsinu öllu. Einna verst var herbergi það útlítandi sem snyrti- menninu Guðmundi Björns hafði verið úthlutað. Þar höfðu e-n tíma hangið á veggjum myndir festar með Buddies, eða sem á íslensku heitir myndaupp- læknaneminn 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.