Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 20
Skyndihjálp, pegar stendur í fólki Tryggvi Ásmundsson læknir Nýlega hefur verið greint frá aðferð til að ná upp bitum sem hrokkið hafa niður í barka á fólki. Banda- ríkj amaðurinn Henry J. Heimlich lýsti þessari að- ferð fyrstur árið 1974 og er hún oft nefnd „grip Heimlichs“. Aðferðm hefur síðan verið kynnt víða í blöðum og tímaritum fyrir almenning, því að sjaldnast er læknir viðstaddur þegar hrekkur ofan í fólk og því liggur við köfnun. I Bandaríkjunum er talið að um þrjú þúsund manns kafni árlega við það að standi í þeim, og svarar það til um þriggja slíkra dauðsfalla árlega hér á landi. Til þess að bjarga fólki úr slíkum lífsháska verður björgunarmaðurinn að kunna tvennt: 1 fyrsta lagi að þekkja einkenni um hættu á köfnun, og í öðru lagi að kunna aðferð Heimlichs við hinar ýmsu aðstæður. Einhenni hiifnunar þeyttr fólhi svelyist á Venjulega verða slíkir atburðir við máltíðir, en hjá börnum líka oft við leik þegar þau eru að ærsl- ast með einhvern smáhlut í munninum. Flestu fólki sem svelgist illa á verður fljótt á að grípa með út- glennta þumalfingur og vísifingur um hálsinn. Að- spurðir geta þeir oft ekki svarað að það standi í þeim. Onnur einkenni urn yfirvofandi köfnun eru í fyrsta lagi að viðkomandi geta ekki talað eða andað, í öðru lagi að þeir fölna í fyrstu og hlána síðan, og í þriðja lagi að þeir missa meðvitund og falla fram á borðið eða á gólfið. Mikilvægt er að hefjast strax handa þegar fyrstu einkenna verður vart en híða ekki eftir að fórnarlambið hláni eða missi meðvit- und. Oft kemur fyrir í veislum eða á veitingahúsum að sá sem stendur í reynir að forða sér frá borðinu til að valda ekki truflun. Það getur skipt sköpum í slík- um tilfellum að viðkomandi sé strax fylgt eftir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Sama gildir ef mað- Mynd, ]. ur kemur að einhverjum liggjandi úti á gangi eða á salerni á veitingastað án sjáanlegs áverka, að reikna með að um köfnun geti hafa verið að ræða og grípa tafarlaust til þeirra handtaka sem þar eiga við. Þau geta engu spillt þó um aðrar orsakir væri að ræða. 18 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.