Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 73
Alvarlegir höfuðáverkar...
Framh. af bls. 17.
Rétt er að gefa Decadron 10-12 mg í æð og síðan
4 mg á 6 klst. fresti. Einnig er gefið Mannitol (eða
Urevert), t. d. 10%, 500 ml á 20-30 mín. eða 25%,
100-200 ml í æð, fullorðnum sjúklingi, ef ástandið
er mjög uggvænlegt. Gera má borholur og leggja
inn þrýstingsmæli. Frekari meðferð verður ekki
rædd hér.
Þegar ástand sjúklings er orðið sæmilega stöðugt
og þær ráðstafanir gerðar, sem þurfa þykir, en ekki
fyrr, er farið með hann á röntgendeild þar sem nauð-
synlegar rannsóknir eru framkvæmdar undir stöðugu
eftirliti hjúkrunarfræðings. Nauðsynlegt er að hafa
bæði súrefni og sog við hendina. Má hér nefnda rönt-
genmyndir af höfði, hálsi (öllum 7 hálsliðum),
lungum o. s. frv., heilaæðamyndatöku og væntan-
lega bráðlega tölvusneiðmyndir. Komi í ljós innkýlt
brot, mikið staðbundið mar og bólga eða blæðing
utan á eða inn í heila, er sjúklingurinn strax tekinn
til aðgerðar. Stöku sinnum vinnst ekki tími til t. d.
heilaæðamyndatöku og fer sjúklingurinn þá strax í
aðgerð.
HEIMILDIR:
1 G. Teasdale: Acute impairment of brain function -1. As-
sessing conscious level. Nursing Times, June 12, 1975, bls.
914-917.
2 G. Teasdale, S. Galbraith: Acute impairment of brain
function -2. Observation record chart. Nursing Times, June
19, 1975', bls. 972-973.
3 John D. Ward, M. D.: Emergency treatment of major liead
trauma. Hospital Medicine, March 1980, bls. 58-65.
4 Emergency care and transportation of the sick and in-
jured, 2nd Edition 1977. American Academy of Orthopedic
Surgeons.
5 Acute care of the head and spinal cord injured patient at
the site of injury. Department of Neurosurgery, University
of Virginia, 1978.
6 Acute care of the head and spinal cord injured patient in
the emergency department. Department of Neurosurgery,
University of Virginia, 1978.
LÆKNANEMINN
71