Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 58
PROSTAGLANDINS .
^ THROMBOXANES
Cyclooxygenase
COOH
ARACHIDONIC ACID
Lipoxygenase
H 00H
COOH
H OH
H OH
LTB,
H OH
COOH
hH 'S_ch2
5h11 I
CHCONHCHzCOOH
NHCO(CH2>2 CHCOOH
nh2
Mynd 10. MyndunarferiU leukotrienes. GST: glutathione
S-lransferase. GGTP: y-glutamyl transpeptidase.
Stjórnun á PGEo framleiðslu er hægt að fá fram
með því að beina prostaglandin efnaskiptum yfir á
annað endaefni PGF2a, en það veldur ekki æða-
víkkun og aulcnum útskilnaði í nýrum. Framleiðslu-
hlutfall þessara tveggja efna stjórnast e. t. v. af kin-
in. Annar mögulegur stjórnunarþáttur í þessu sam-
bandi, sem nefndur hefur verið er hversu hratt bæði
kinin og prostaglandin brotna niður.
Galli í kallikrein-kinin-prostaglandin kerfinu er
talinn geta valdið háþrýstingi. Komið hefur í ljós
um 50% lækkun á kallikrein í þvagi ýmissa sjúklinga
með alvarlegan 'háþrýsting. Einnig hafa tilraunir
með prostaglandin efnaskipta inhibitora, eins og
indomethacin, á hundum orsakað hækkaðan bióð-
þrýsting hjá þeim. Margt þykir því benda til þess að
prostaglandin hafi töluvert hlutverk við stjórnun
blóðþrýstings.
Það hve hratt prostaglandin brotnar niður setur
hins vegar takmörk á notagildi þeirra sem lyfja. Sem
dæmi um hve hratt þau brotna niður má nefna að sé
PGE2 gefið í æð brotnar það niður 96% á fyrstu
90 sek. eftir gjöf. Einnig er það galli á gjöf Njarð-
ar hve ósérhæfð virknin oftlega er. PGE2 veldur
þannig samhliða samdrætti í legvöðva, oft einnig
samdrætti í þörmum sem leiðir til niðurgangs.
Ensímið 15-hydroxy prostaglandin dehydrogenasi,
sem er til staðar í flestum spendýrafrumum, er talið
eiga hvað mesta sök á hröðu niðurbroti prosta-
glandina. Með því að hefta þetta ensím hefur tekist
að tvöfalda til tífalda helmingunartíma prostagland-
ina. Framleiddir hafa verið prostaglandin eftirlík-
ingar þar sem komið hefur verið fyrir methyl hóp í
C15 stöðu. Svo virðist sem þeir komi í veg fyrir
virkni 15-hydroxy prostaglandin dehydrogenasa án
þess þó að sýn-a nokkuð minni verkun við samdrátt
slétts vöðva.3
Prostaylandin oy meinvörp
Einnig hér eru prostaglandin með fingurna. At-
huganir á PGD2 í illkynja melanoma æxlum benda
til þess að það sé einn af þeim þáttum er stjórna
vaxtahraða meinvarpa.24 Svo virðist sem að vaxtar-
hraði melanoma meinvarpa sé í öfugu hlutfalli við
prostaglandin D2 myndun þeirra, þ. e. því minni
framleiðsla af PGD2 þeim mun illkynjaðra er mel-
anoma æxli. Oruggar skýringar á þessu liggja ekki
enn á lausu.
Leuhotrienes
í mörgum frumum er ekki aðeins cylooxygenasi,
heldur einnig lipoxygenasi sem keppir við cyclooxy-
genasa um arachidonic sýruna.
Frumframleiðsla arachidonic sýru og lipoxygen-
asa er hydroperoxy-eicosatetraenoic sýra (HPETE).
Þessi hydroperoxið verða annað hvort að samsvar-
andi alkóhóli eða þá, ef um 5-HPETE er að ræða,
að leukotrienes. Leukotrinenes (LT) er nafn á nýj-
um flokki efnasambanda sem fyrst var lýst af Bengt
Samuelsson 1979. Til þessa flokks teljast nú 4 efni:
leukotriene A4 (LTA4), leukotriene B4 (LTB4),
leukotriene C4 (LTC4) og leukotriene D4 (LTD4),
en margt þykir benda til þess að verulega eigi eftir
að fjölga í þessum flokki efna (sjá mynd 10).
Um virkni þessara efna er enn mjög margt á huldu
eins og gefur að skilja ef haft er í huga hve stuttan
tíma þessi efnasambönd hafa verið þekkt.
Sú þekking sem til staðar er í dag er einkum tengd
„slow reacting substance of anaphylaxis (SRS-A)“,
en það efni nefnist svo vegna einkennandi eiginleika
síns að orsaka mjög hægan en kröftugan samdrátt í
sléttum vöðva in vitro. SRS-A er losað við hin ýmsu
56
LÆKNANEMINN