Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 64

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 64
I. Eftir sjúkdómseinkennum (manifestional crit- eria). Hér eru sameiginleg sjúkdómseinkenni látin ráða flokkun, þ. e. kvartanir sjúklings og niðurstöður skoðana á starfrænum eða vefræn- um truflunum. II. Eftir orsökum sjúkdómsins, þ. e. eftir því sem talið er orsök sjúkdómsins. Dæmi: Eftir þeim sýklum eða veirum sem sótt- inni valda eða eitrunum. I sambandi við þessar tvær aðferðir til þess að flokka sjúka til ákveðins sjúkdóms, þarf að gera sér grein fyrir því að þær falla ekki alltaf saman, þ. e. leiða til sömu flokkunar á sjúku fólki. Gott dæmi um þetta eru sígarettu-reykingar, sem valda oft krabbameini í lungum, sem er æxlissjúk- dómur. Sígarettureykingar valda líka æðakölkun, æðaþrengslum og hjartaslagi. í þessu dæmi veldur hið sama bæði æxlismyndun og æðakölkun, sem koma fram í gjörólíkum sjúkdómseinkennum. Krabbamein er flokkur sjúkdóma, en æða- og hjarta- sjúkdómar annar. Varpar þetta góðu ljósi á það að þekkt orsök er engan veginn forsenda þess að hægt sé að tala um sjúkdóm í læknisfræðilegum skilningi. Orsahir Þar sem margir virðast þeirrar skoðunar að ekki sé faægt að tala um sérstakan sjúkdóm nema orsaka- samband sé þekkt, er rétt að fara nokkrum orðum um orsakasamhengið (causal association). í læknis- fræði verður orsakasamhengið ekki notað eins og í öðrum vísindagreinum. Þó að læknisfræðin styðjist við stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði og fylgi þeim lögmálum, sem þar eru þekkt, þá er viðfangs- efni hennar, hinn lifandi vefur, svo flókinn og marg- slunginn að hlutlæg tengsl ná langt út fyrir það, sem manninum hefur ennþá tekist að draga upp heila mynd af. Orsakahugtakið hefur því í faraldsfræði mismunandi merkingu, eflir viðfangsefni. Segja má að orsakasamband í þessum skilningi tákni tengsl á milli atvika eða eiginleika einhvers, sem við breyt- ingu á tíðni eða gæðum valdi breytingum á öðru. Orsakir sjúkdóma liggja þannig oft djúpt faldar og flókin tengsl þeirra gera það að verkum, að oft er mjög erfitt að nefna eina ákveðna orsök, miklu nær væri oft að tala um forsendu sjúkdóms. Dæmi: Sóttkveikjur valda aðeins sjúkdómi hjá þeim, sem næmur er fyrir þeim sbr. mænusótt, en slíkan sjúk- dóm fær enginn án þess að smitast af sóttkveikjunni, sem er talin orsök sjúkdómsins. Faraldsfræðin talar því um vef orsaka fremur en um eina orsök (Web of causation). Þekkt orsök er því engan veginn forsenda þess að hægt sé að tala um sérstakan sjúkdóm, þó að aldrei verði of mikil áhersla lögð á það, að leita orsakar- innar, þar sem sú leit er forsenda þess að við sjúk- dóminn verið ráðið eða hann upprættur með öllu, sbr. mænusótt, bólusótt og margir smitnæmir sjúk- dómar. SUýrtfreinintf tí alcoholismus (dryhhjusýki) Þetta sjúkdómshugtak á sér líka sögu og margir aðrir sjúkdómar læknisfræðinnar. Það, sem markar því sérstöðu nú, er, að það er að taka á sig ákveðn- ari mynd á okkar dögum. Þegar á 19. öldinni (1852) skrifar Magnus Huss, prófessor í Stokkhólmi, bók um þennan sjúkdóm, sem hann kallar Alcoholismus Chronicus, heiti sem notað er enn þann dag í dag.c E. M. Jellinek læknir skrifar aðra bók (1952) um þetta efni, The Disease concept of Alcoholism, þar sem hann ræðir þetta sjúkdómshugtak og er bók þessi grundvöllur þeirra hugmynda, sem r.íkja í dag um alcoholismus.7 Eldri kennslubækur í lyflæknisfræðum fjalla um alcoholismus sem eitrun.8 Nýrri kenslubækur í sama efni fjalla um alcoholismus sem ávanamyndaðan sjúkdóm eða drug dependence.0 Geðlæknisfræðin telur að Alcoholismus sé fyrst og fremst sjúkdómseinkenni (syndrome) en á bak við þessi einkenni dyljist tauga- eða geðbilun eða félags- legar ástæður til ofneyzlunnar.] 0 Fræðibækur og rit, sem fjalla eingöngu um alcoholismus, telja undan- tekningarlaust, að hér sé um sjúkdóm að ræða, en skýrgreiningar eru allar mjög á reiki, þó að allar vitni þær til skýrgreininga Jellineks og þeirra nefnda sem hafa fjallað um þetta efni á vegum WHO. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur látið sig málið varða og nefnd hennar, Expert com- mittee on Mental Health, fjallaði um ávanamyndun 62 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.