Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 25
að hafa er skylt að nefna, og er það gert með latn- eskri skammstöfun (Tabl., Caps., Mixt.). Lyfjaheitið er skrifað í sömu línu. Sérlyfjaheiti skráðs sérlyfs er skrifað samkvæmt sérlyfjaskrá, en samheili stað- fests staðlaðs forskriftarlyfs er skrifað samkvæmt Lyfjaverðskrá I. Styrkleiki lyfsins er einnig skrifað- ur í sömu línu, aftan við lyfjaheitið, ef lyfið inni- heldur eitt virkt efni, en því er sleppt sé um blönduð lyf að ræða. Styrkleikinn er gefinn upp á eftirfar- andi hátt: 1. Töflur, hylki, skammtar: Þyngd virka efnisins í hverri einingu er tilgreind í grömmum (g) ef vigtin er meiri en 1 g; í milligrömmum (mg) ef vigtin er minni en 1 g en meiri en 0,1 mg; en í míkrógrömmum (míkróg) ef vigtin er minni en 0,1 mg. Þannig er bannað að skrifa núll næst á eftir kommu (t. d. 0,01 mg verður að 10 míkróg). 2. Stungulyf: mg/ml. 3. Innrennslislyf (Infundibilia) : g/1 (eða g/1000 ml) og einnig skal geta mmól/1 (eða mmól/ 1000 ml). 4. Innrennslisþykkni (Adfundibilia): mg/ml (eða g/ml) og einnig skal geta mmól/1. 5. Skolvökvar: g/1 (eða rng/1). 6. Lífhimnu- og blóðskilsvökvar (Dialytica) : g/1 (eða mg/1) og einnig skal geta mmól/1. Aflient magn ávísaðs (lyfs (Subscriptio). No: (Numero = fjöldi) er samkvæmt venju skrifað í næstu línu neðan við lyfjaávísunina, og á eftir fer þá ávísað magn lyfsins. Áður fyrr var einnig notuð skammstöfunin D (Da., Detur, Dentur = afhend þú) framan við no: (Dno:), en hún er tæpast notuð lengur. 1. Stykkjafjöldi lyfs í föstu formi (Tabh, Caps., Supp.) er samkvæmt hefð skrifaður í róm- verskum tölustöfum (1 = 1, V = 5, X = 10, L = 50, C = 100, D = 500, M =1000). Eftir- ritunarskyld lyf eru einnig merkt með bók- stöfum. 2. Magn fljótandi vökva (Mixt., Syr., Oculog., Rhinog., Otog.) er skrifað í latneskum tölustöf- um og í mælieiningunni ml (t. d. No: 250 ml). 3. Magn hálffljótandi vökva (Ung., Crem., Pasta) er skrifað í latneskum tölustöfum í mæliein- ingunni g (t. d. No: 30 g). Sérlyfjum er ávísað í þeim pakkningastærðum, sem skráðar eru í sérlyfjaskrá. Stöðluðum forskrift- arlyfjum, sem stöðluð hafa verið í ákveðnum pakkn- ingastærðum, er ávísað í þeim stærðum, og má finna þær stærðir í þar til gerðri skrá yfir þau lyf (Dreifi- bréf heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins nr. 12/ 1978 L). Ef útgefandi lyfseðils óskar eftir því að ávísa lyfi í öðru magni en staðlað er í iáðurnefndum skrám, skal hann auðkenna það með því að skrifa magnið einnig með bókstöfum, annars má lyfjafræð- ingurinn breyta ávísuðu magni lyfsins í þær pakkn- ingastærðir, sem liggja næst ávísuðu magni. Þetta má lyfjafræðingurinn þó ekki ef um eftirritunar- skyld lyf er að ræða (enda er ávísað magn þá skrif- að bæði með tölustöfum og bókstöfum). Fyrirmœli um notkun lyfsins (Signatura). Ds: (Detur signetur = þar á merk þú) er samkvæmt venju skrifað í næstu línu neðan við subscriptio, og framan við fyrirmælin sjálf. Áður fyrr var einnig notuð skammstöfunin S: (Signa, Signetur, Signetur = merk þú) en hún má heita aflögð. Fyrirmælin skulu vera nákvæm og auðskilin fyrir sjúklinginn og hljóða upp á: Hvernig lyfið sé tekið inn, hversu mikið af lyfjum sé tekið í hvert skipti, og hversu oft á dag lyfið sé tekið. Einnig er æskilegt að geta þess við hvaða sjúkdómseinkennum lyfið sé gefið (t. d.: Við höfuðverk). 1. Töflur og hylki sem á að gleypa þurfa engra útskýringa við, en sé um stíla að ræða þarf að taka fram hvernig á að nota þá, og má þá nota latínu á lyfseðlinum, og skráir lyfjafræðingur- inn fyrirmælin á íslensku, t. d. Per rectum = Stingist í endaþarm, Per vagina = Stingist í skeið. 2. Fljótandi vökvar: Notkun þeirra er auðkennd á latínu og skráir lyfjafræðingurinn fyrirmælin á íslensku: a) i. v. (intra venous) = til að dæla í æð. b) i. m. (intra muscular) = til að dæla í vöðva. c) s. c. (subcutant) = til að dæla undir húð. d) ad iniectionum - er skrifað ef lyfið er þurr- LÆKNANEMINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.