Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 26
efni ætlað til undirbúnings á stungulyfjum stuttu fyrir notkun. e) ad infusionem — er skrifað ef lyfið er þurr- efni ætlað til undirbúnings á innrennslis- lyfjum (infusion). Leyfilegt er að skammstafa fyrirmælin þegar gef- ið er til kynna hversu margar töflur sjúklingur á að taka inn yfir daginn, t. d. Ds: 1 X 3 = 1 tafla 3svar á dag. Óski útgefandi lyfseðils að gefinn sé stærri skammtur af lyfi en nemur venjulegum einstökum skammti eða dagsskammti, skal þess sérstaklega get- ið á lyfseðlinum, annað hvort með því að skrifa skammtastærðina bæði með tölustöfum og bókstöf- um, eða með því að strika undir skammtastærðina. Bannað er að skrifa: „Notist samkvæmt umtali“, og gildir það bann um öll lyf. Hyggist útgefandinn nota lyfin við störf sín eða handa sjálfum sér, má hann skrifa: „Ad usum proprium" eða „mihi“ eða „til eigin nota“. Sé lyfseðill stílaður á sjúkrahús, heilsugæslustöð eða lækni og ætlað til notkunar þar við störf, þarf engin fyrirmæli um notkun. Lyfseðill, sem þarfnast bráðrar (acut) afgreiðslu í lyfjaverslun, er auðkenndur með orðinu „Cito“, eða einhverju öðru samsvarandi, t. d. „afgreiðist skjótt“, og er það oftast skrifað efst á lyfseðilinn eða á áberandi stað. Skástriha skal allt autt svæði neðan við lyfjaávís- anir, svo að engu verði bætt við á lyfseðilinn (frá vinstri til hægri, niður). Dagsetning og undirskrift útgefanda til staðfest- ingar, svo og kódanúmer læknis, skrifist neðst á alla lyfseðla, og einnig er æskilegt að merkja sjúkradeild. Ef lyfseðillinn er vélritaður, eða skrifaður með ann- arri rithönd en útgefanda, skal útgefandi staðfesta hverju lyfjaávísun (ordinatio) sérstaklega, jafnframt því sem hann undirritar lyfseðilinn. Forshriftarlyf la’hna (Ortlinatio matfistralis) Forskriftarlyf lækna eru lyf sem eru búin til í lyfjaverslun samkvæmt uppáskrift útgefanda lyfseð- ils. Hefðbundið form er notað við ávísun þessara lyfja, og fer það hér á eftir. Lyfseðilshausinn, fk og Rp. er eins og áður er nefnt. Síðan hefst lyfjaávísunin (Ordinatio): 1. Heiti virka efnisins, eða efnanna (Remedium cardinale = aðalefni) eru skráð efst, eitt í hverja línu, og styrkleiki efnisins í sömu línu. Skammstöfunina „a. a.“ (ana [partes aequales] = jafn mikið (af hvoru/hverju)) er notuð, ef tveimur eða fleiri efnum er ætað að hafa sömu þyngd, og er a. a. þá skrifað á undan þyngd síðast talda efnisins, en þyngd hinna er ekki skráð, t. d.: Rp. kalii bromidi Natrii bromidi a. a. g 10. b. Aukaefnin (Remedium adjuvans) koma þar á eftir, og þá fyrst: c. Bragðefni (Remedium corrigens) ásamt þyngd, en þeim er ætlað að eyða slæmu bragði eða lykt. d. Burðarefni (Vehiculum eða Remedium con- stituens) koma síðast ásamt þyngd, og gefa lyfinu sitt endanlega form og þyngd. a) Constituens — er skrifað ef lyfjafræðingi er látið eftir að velja burðarefnið. b) q. s. (quantum satis, quantitatem suffici- entum = nægilegt magn) er skrifað ef lyfjafræðingi er látið eftir að ákveða nægi- legt magn efnisins. c) ad. er skrifað eftir burðarefninu og á und- an fullri þyngd lyfsins, ef burðarefninu er ætlað að fylla ákveðna þyngd lyfsins, t. d. Aqua destillatae ad. g 300. Eftir lyfjaávísunina kemur Subscriptio. Lyfja- formið er gefið til kynna með skammstöfuninni m. f. (misce fiant = blanda þú) og síðan er skrifað lyfja- formið, t. d. m. f. tabk, m. f. ung. Sé afhent lyf í ákveðnum einingum (tabk, dosipulveres) er magn virka efnisins sett í sviga aftan við lyfjaformið. Annað á lyfseðli forskriftarlyfja læknis er eins og áður er lýst, þ. e. Signatura o. s. frv. Símaávísun Iiffjja Þetta form lyfjaávísunar er nokkuð algengt, en læknar ættu að takmarka notkun þess eins og hægt 24 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.