Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 28
ar eru frá þessu, og er í þeim tilfellum miðað við
magn í grömmum. Hámarkið á hverja símaávísun á
hvern einstakling er:
Amobarbitalum (Pentymalum (NFN) 3,0 g til innst.
Aprobarbitalum (Allypropymalum NFN) 3,0 g til innst.
Pentobarbitalum (Mebumalum NFN) 3,0 g til innst.
Opíum 1,0 g í mixtúru
Etbylmorphinum 1,0 g án blönd.
Kodeinum 1,0 g án blönd.
Fólkodeinum 300 mg í vatni, spritti eSa sykurblöndu.
Lyfsalar og aðrir lyfsöluhafar (læknar, dýralækn-
ar) skulu halda eftir lyfseðlum á eftirritunarskyld
ávana- og fýknilyf, og senda síðan Lyfjaeftirliti rík-
isins í ábyrgðarpósti fyrir 10. næsta mánaðar eftir
afgreiðslu lyfsins, Þurfi lyfsöluhafi að nota lyfseðil-
inn til að innheimta í sjúkrasamlagi, notar hann
Ijósrit af lyfseðlinum til þess. Eftirritunarskyld lyf
eru síðan skráð í tölvu og flokkuð, og fær hver lækn-
ir tölvuútskrift á þeim lyfjum, sem hann hefur ávís-
að. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið getur svipt
lækna rétti til að ávísa ávana- og fýknilyfjum, ef
ástæða þykir til.
3. Avana- og fýknilyf, sem ekki eru eftirritunar-
skyld. Þessum lyfjum má ávísa á venjulegan hátt með
lyfseðli eða í síma. Þennan flokk ávana- og fýkni-
lyfja fylla ýmis lyf, sem lítið eru notuð (úr reglu-
gerð nr. 390/1974), en auk þess munu tilheyra þess-
um flokki eftirtalin lyf (úr reglugerð nr. 291/1979)
með eftirfarandi hámarkskömmtum, sem ávísa má í
einu á sama einstakling:
Diazepam (Valium, Stesolid) Hámark eru 5 mg einingar
(Tapl., Caps.)
250 mg ( 2 mg = 125 stk.)
( 5 - 50 - )
Nitrazepam (Mogadon, Dumolid,
Pacisyn) 250 - ( 5 - = 50 - )
Medazepamum (Nobrium) 250 - ( 5 - = 50 - )
(10 - — 25 - )
Chlordiazepoxidum (Librium, 500 - ( 5 - 100 - )
Risolid) (10 - = 50 - )
Þó heimilt 25 - 25 -
Flurazepam (DaJmadorm) 1,5 g (15 - = 100 - )
Þó heimilt 30 - = 60 -
Oxazepam (Serepax) 1,5 g (15 - = 100 - )
Methocarbamolum (Tresortil) 25,0- (250 - = 100 - )
(500 - = 50 - )
Phenprobamatum (Gamaquil) 40,0- (400 - = 100 - )
26
Ef útgefandi lyðseðils fer fram úr áðurnefndum
takmörkunum um ávana- og fýknilyf, er lyfjafræð-
ingi skylt að leiðrétta lyfseðilinn með tilliti til
þessa, og er honum heimilt að gera það án samráðs
við útgefanda.
Aff/reiffsla lyffa
Um afgreiðslutilhögun lyfja er fjallað ítarlega i
reglugerðinni, en það helsta sem gagnlegt er að vita
er eftirfarandi:
Lyfseðlar eru ógildir 3 mánuðum eftir útgáfu-
dag, og gildir hver lyfseðill aðeins fyrir eina af-
greiðslu.
Ef lyfjafræðingi virðist lyfseðill gallaður á ein-
hvern hátt, má hann ekki afgreiða lyfin, heldur skal
hann gera útgefanda viðvart. t. d. í gegnum síma,
svo hann geti leiðrétt lyfseðilinn. Sé um eftirritunar-
skyld lyf að ræða telst lyfseðillinn ógildur, þar til
hann hefur verið borinn undir útgefanda og leiðrétt-
ur. Sérstaklega skal bent á, að óheimilt er að af-
greiða lyfseðil, sem hljóðar upp á eftirritunarskyld
ávana- og fýknilyf og önnur lyf jafnframt, og þau
síðarnefndu hafa verið strikuð út.
Lyfjafræðingur má ekki afhenda annað sérlyf, en
það sem beðið er um á lyfseðli, þó svo að um sama
lyf sé að ræða, nema hafa samband við útgefanda
fyrst. Sama gildir ef á lyfseðli er aðeins nefnt sam-
heiti, en lyfið er aðeins fáanlegt sem sérlyf, og eins
ef lyf með samlyfjaheiti er framleitt af tveimur fram-
leiðendum, og ekki er tekið fram á lyfseðlinum frá
hvaða lyfjaframleiðanda lyfið skuli vera. Utgefanda
lyfseðils ber að taka slíkum upphringingum lyfja-
fræðings vel í dagsins önn, þar sem um öryggisatriði
er að ræða.
Um afgreiðslutilhögun og greiðslur sjúkrasamlags
vegna sérlyfja má lesa í Sérlyfjaskrá og Lyfjaverð-
skrá II, en um önnur lyf í Lyfjaverðskrá I.
Án lyfseðils má afgreiða ýmiss lyf, og kallast þau
lausasölulyf, og má finna þau í Lyfjaverðskrá I,
Lyfjaverðskrá II og Sérlyfjaskrá, en mörg lausasölu-
lyfja eru sérlyf.
LÆKNANEMINN