Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 10
Mynd 4. Nasotracheal tuba er mun þœgilegri fyrir börnin en
orotracheal tuba.
adrenalíns við LTB og sýndu fram á mjög mikla
lækkun á þörf fyrir intubation eða tracheotomiu,
væri þessari meðhöndlun beitt. Fleiri rannsóknir
hafa staðfest þetta.
Hvernig verkun adrenalínsins er háttað er enn
nokkuð á huldu. Líklega er þó um að ræða stað-
bundin vasocostrictiv áhrif, í það minnsta að hluta.
Komið hefur fram að sé einungis vatnsúði notaður
í stað alrenalínsúða veldur hann einnig umtalsverðri
minnkun á þörf tracheotomiu og intubationar.
Þegar um þrengsli í öndunarvegum er að ræða
eykur barnið negativan intrathoracic þrýsting og
leggst stundum extrathoracici hluti trachea saman
af þessum sökum. Mætti vel hugsa sér að vatns- og
adrenalínsúði undir þrýstingi hindraði trachea í að
falla saman og bætti þannig loftflæðið. Úðinn myndi
síðan hjálpa til við að losa secretionir. Auk þessa
hefði adrenalín staðbundna vasoconstrictiva verkun
og minnkaði bjúg í slímhúðum larynx. Enn er þó
margt á huldu um þessi mál.
Þegar vatns- og adrenalínsúði er gefinn er notuð
öndun undir þrýstingi. Einfaldast er að nota maska
og öndunarpoka. Loftið er þá látið fara í gegnum
einingu sem framkallar úða. Þetta þarf að endur-
taka með nokkru millibili.
Mér er ekki kunnugt um að þessi aðferð hafi ver-
ið notuð í Skandinavíu en eins og að ofan greinir
hefur hún verið töluvert notuð í Bandaríkjunum.
Enn liggja ekki nægar upplýsingar fyrir um gagn-
semi þessarar aðferðar en e. t. v. á hún eftir að vinna
sér sess í meðhöndlun á LTB.
Intubation
Séu einkenni hypoxiu enn fyrir hendi þrátt fyrir
meðhöndlun í súrefnistjaldi, er þörf á intubation.
Hér má benda á vaxandi óróa, lélegan litarhátt, hrað-
ari púls og minnkuð öndunarhljóð. Þreyta og upp-
gjöf, þrátt fyrir súrefnisgjöf, benda einnig til að
ástandið sé orðið alvarlegt.
Ef hypoxia er mjög mikil skal gera intubation
samstundis. I flestum tilfellum er nasotracheal tuba
notuð, en nokkru minni en aldur barnsins segir til
um vegna bólgunnar sem er í larynx (mynd 3 og 4).
Takist intubation ekki verður að gera coniotomiu.
Sé intubationar þörf er það venjulega aðeins í
stuttan tíma og oftast er hægt að fjarlægja túbuna
að 1-3 lögum liðnum.
Epiylottitis acuta
ALMENNT
Epiglottitis acuta má skilgreina sem bráðabólgu er
tekur til supraglottiska svæðis larynx, aðallega epi-
glottis en einnig aðliggjandi svæðis. Epiglottitis er
mjög bráður sjúkdómur sem krefst skjótrar með-
höndlunar. Mortalitet við ómeðhöndlaðan epiglotti-
tis er mjög hátt, allt að 90%. Dauða vegna öndunar-
þrengsla getur borið mjög brátt að, þrátt fyrir að
barnið hafi aðeins verið veikt í fáar klukkustundir.
í Bretlandi var fyrstu tilfellunum lýst af patolog-
um við krufningu. Epiglottitis skyldi því alltaf úti-
loka í barni með stridor, sé það gert ætti aldrei að
þurfa að koma til kasta patologsins við greiningu.
*
8
LÆKNANEMINN