Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 23
Lyfseðlaskrift Björn Einarsson læknanemi Síðast var skrifað um gerð lyfseðla í Læknanemann árið 1962, en með tilkomu nýrra Lyfjalaga, nr. 49/ 1978 og reglugerðar nr. 291/1979, hefur skapast þörf á nýrri grein fyrir læknanema um gerð og skriftir lyfseðla, og fer hún hér á eftir. ÍJtgefendur lyfseðla Lyfseðill er lyfjaávísun læknis, tannlæknis eða dýralæknis, sem hafa lækningaleyfi hérlendis. Dýra- læknum er þó einungis heimilt að ávísa lyfjum til dýralækninga, og tannlæknum einungis lyfjum sem eru nánar tilgreind í 12. gr. reglugerðarinnar. Heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið gefur út tilkynn- ingu um sérhvert lækningaleyfi ásamt sýnishorni af undirritun viðkomandi læknis. Sérhver útskrifaður læknakandídat fær kódanúmer, sem útgefandi lyf- seðils er skyldugur að skrifa aftan við undirskrift á lyfseðil. Læknir, sem hefur lækningaleyfi í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, er heimilt samkvæmt nánar tilteknum reglum að gefa út lyfseðla, sem eru afgreiddir í lyfjaverslunum hérlendis, þó ekki á eft- irritunarskyld lyf. Læknisefni (kandidat og stúdent), sem hefur ver- ið veitt tímabundið lækningaleyfi til að gegna á- kveðnu starfi, hefur samkvæmt 4. gr. Læknalaga full- an rétt á við lækna að ávísa lyfjum með lyfseðli. Læknakandídat, sem starfar á spítaladeild, heilsu- gæslustöð eða hliðstæðri stofnun, án þess að hafa verið veilt tímabundið lækningaleyfi, er heimilt að fengnu samþykki hlutaðeigandi yfirlæknis, að ávísa lyfjum með lyfseðli. Yfirlæknirinn ber þá ábyrgð á lyfjaávísuninni. Lyfseðillinn skal vera merktur stofn- uninni með prentuðu máli, og einnig er æskilegt að merkja spítaladeild m. a. til að auðvelda lyfjafræð- ingi að ná tali af viðkomandi ef með þarf. Kandí- datinum er heimilt að ávísa lyfjum á sjúkinga, sem eru á stofnuninni til lækninga, og svo á stofnunina sjálfa. Honum er ekki heimilt að ávísa eftirritunar- skyldum lyfjum, né ávísa lyfjum í síma. Læknastúdent, sem starfar á spítaladeild sem að- stoðarlæknir, án þess að hafa verið veitt tímabund- ið lækningaleyfi, er ekki sérstaklega nefndur í reglu- gerðinni. I reynd hafa stúdentar í þeim tilfellum starfað líkt og kandídatar, unnið hliðstæð störf á deildunum, og ávísað lyfjum með lyfseðli eftir sömu reglum og þeir. Þ. e.: Samþykki hlutaðeigandi yfir- læknis þarf til, enda er lyfjaávísunin algjörlega á ábyrgð hans; lyfseðillinn skal vera merktur stofn- uninni með prentuðu máli, og einnig merkt spítala- deild. Heimilt er að ávísa á sjúklinga, sem eru á stofnuninni til lækninga, og svo á stofnunina sjálfa. Ekki er heimilt að ávísa eftirritunarskyldum lyfjum, né ávísa lyfjum í síma. Þessi túlkun á reglugerðinni og framkvæmd henn- ar er umdeild. Rökin með þessari túlkun eru, að þar sem um hliðstæð störf sé að ræða, sé eðlilegt að beita lögjöfnun milli læknakandídata og læknastúd- enta. Annað dæmi má nefna um lögjöfnun: Sam- kvæmt gömlu Lyfsölulögunum nr. 30/1963 voru lyfjaauglýsingar aðeins leyfðar í hlöð fyrir lækna, en birtust samt einnig í Læknanemanum. Rökin á móti túlkuninni eru, að stúdentar eru ekki nefndir í reglugerðinni, nema þeir hafi tímabundið lækninga- leyfi, og að eftir embættispróf hljóti læknisefni að bera meiri ábyrgð en fyrir. Þessi hluti reglugerðar- innar mun nú vera í endurskoðun. Lyfsala er heimilt að afhenda skipstjóra eða út- gerðarmanni lyf gegn skriflegri beiðni, til að hafa í lyfjakistum íslenskra skipa. V ísflð er á sjúklinga, og skal magn lyfjanna miðast við þarf- ir sjúklinga í hvert sinn, en ekki skal hlaða þá upp LÆKNANEMINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.