Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 23
Lyfseðlaskrift
Björn Einarsson læknanemi
Síðast var skrifað um gerð lyfseðla í Læknanemann
árið 1962, en með tilkomu nýrra Lyfjalaga, nr. 49/
1978 og reglugerðar nr. 291/1979, hefur skapast
þörf á nýrri grein fyrir læknanema um gerð og
skriftir lyfseðla, og fer hún hér á eftir.
ÍJtgefendur lyfseðla
Lyfseðill er lyfjaávísun læknis, tannlæknis eða
dýralæknis, sem hafa lækningaleyfi hérlendis. Dýra-
læknum er þó einungis heimilt að ávísa lyfjum til
dýralækninga, og tannlæknum einungis lyfjum sem
eru nánar tilgreind í 12. gr. reglugerðarinnar. Heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytið gefur út tilkynn-
ingu um sérhvert lækningaleyfi ásamt sýnishorni af
undirritun viðkomandi læknis. Sérhver útskrifaður
læknakandídat fær kódanúmer, sem útgefandi lyf-
seðils er skyldugur að skrifa aftan við undirskrift á
lyfseðil.
Læknir, sem hefur lækningaleyfi í Danmörku,
Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, er heimilt samkvæmt
nánar tilteknum reglum að gefa út lyfseðla, sem eru
afgreiddir í lyfjaverslunum hérlendis, þó ekki á eft-
irritunarskyld lyf.
Læknisefni (kandidat og stúdent), sem hefur ver-
ið veitt tímabundið lækningaleyfi til að gegna á-
kveðnu starfi, hefur samkvæmt 4. gr. Læknalaga full-
an rétt á við lækna að ávísa lyfjum með lyfseðli.
Læknakandídat, sem starfar á spítaladeild, heilsu-
gæslustöð eða hliðstæðri stofnun, án þess að hafa
verið veilt tímabundið lækningaleyfi, er heimilt að
fengnu samþykki hlutaðeigandi yfirlæknis, að ávísa
lyfjum með lyfseðli. Yfirlæknirinn ber þá ábyrgð á
lyfjaávísuninni. Lyfseðillinn skal vera merktur stofn-
uninni með prentuðu máli, og einnig er æskilegt að
merkja spítaladeild m. a. til að auðvelda lyfjafræð-
ingi að ná tali af viðkomandi ef með þarf. Kandí-
datinum er heimilt að ávísa lyfjum á sjúkinga, sem
eru á stofnuninni til lækninga, og svo á stofnunina
sjálfa. Honum er ekki heimilt að ávísa eftirritunar-
skyldum lyfjum, né ávísa lyfjum í síma.
Læknastúdent, sem starfar á spítaladeild sem að-
stoðarlæknir, án þess að hafa verið veitt tímabund-
ið lækningaleyfi, er ekki sérstaklega nefndur í reglu-
gerðinni. I reynd hafa stúdentar í þeim tilfellum
starfað líkt og kandídatar, unnið hliðstæð störf á
deildunum, og ávísað lyfjum með lyfseðli eftir sömu
reglum og þeir. Þ. e.: Samþykki hlutaðeigandi yfir-
læknis þarf til, enda er lyfjaávísunin algjörlega á
ábyrgð hans; lyfseðillinn skal vera merktur stofn-
uninni með prentuðu máli, og einnig merkt spítala-
deild. Heimilt er að ávísa á sjúklinga, sem eru á
stofnuninni til lækninga, og svo á stofnunina sjálfa.
Ekki er heimilt að ávísa eftirritunarskyldum lyfjum,
né ávísa lyfjum í síma.
Þessi túlkun á reglugerðinni og framkvæmd henn-
ar er umdeild. Rökin með þessari túlkun eru, að þar
sem um hliðstæð störf sé að ræða, sé eðlilegt að
beita lögjöfnun milli læknakandídata og læknastúd-
enta. Annað dæmi má nefna um lögjöfnun: Sam-
kvæmt gömlu Lyfsölulögunum nr. 30/1963 voru
lyfjaauglýsingar aðeins leyfðar í hlöð fyrir lækna,
en birtust samt einnig í Læknanemanum. Rökin á
móti túlkuninni eru, að stúdentar eru ekki nefndir í
reglugerðinni, nema þeir hafi tímabundið lækninga-
leyfi, og að eftir embættispróf hljóti læknisefni að
bera meiri ábyrgð en fyrir. Þessi hluti reglugerðar-
innar mun nú vera í endurskoðun.
Lyfsala er heimilt að afhenda skipstjóra eða út-
gerðarmanni lyf gegn skriflegri beiðni, til að hafa í
lyfjakistum íslenskra skipa.
V ísflð er á
sjúklinga, og skal magn lyfjanna miðast við þarf-
ir sjúklinga í hvert sinn, en ekki skal hlaða þá upp
LÆKNANEMINN
21