Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 24
LYFSEÐILL
Nafnnúmer')
Aldur barns ^ Fæðingarnúmer
E 5
C w.
(Dags.)
(Nafn útgefanda ritað eigin hendi)
Floktur Tegund Inn- lent Form Styrk lelki Magn ] Hluti Verð sjúklings Hluti samlags
1
II
III
Samtals
Mynd 1. Lyjseðilseyðublað.
af lyfjum, sem ekki er þörf á þá stundina, því heim-
ili eru þá fljót að breytast í lyfjabúr.
Utgefanda sjálfan, og skal magn lyfjanna vera
hæfilegt til nota í starfi. Séu lyfin ætluð til eigin
nota eða fyrir fjölskyldumeðlimi, skal útgefandi líta
á sig og sína sem sjúklinga, og fara greiðslur sjúkra-
samlagsins samkvæmt því.
Spítaladeild, heilsugæslustöð og aðrar hliðstæðar
stofnanir, sem læknir starfar við og skal það vera
nauðsynlegt magn. Við lyfjaeftirlit eru slík lyf skrif-
uð á útgefandann en ekki á stofnunina.
Gerð lyfseðla
Aður en núverandi Lyfjalög og reglugerð um Iyf-
seðla tóku gildi, voru lyfseðlar gerðir með gömlu
tákni og latneskum skammstöfunum, sem ekki er
skylt að nota nú, og því má skrifa lyfseðil með ís-
lenskunni einni. Þó er hefð að skrifa lyfseðil með
áðurnefndu tákni og latneskum skammstöfunum, og
er stuðst við það hér.
Skylt er að nota staðlað eyðublað (mynd 1), og
aðeins má skrifa öðrum megin á eyðublaðið. Einn-
ig er skylt að skrifa með bleki eða vélrita lyfseðil-
inn. Lyfseðla á eftirritunarskyld lyf skal þó skrifa
með eigin hendi. Lyfseðillinn skal vera greinilegur,
og helst vel skrifaður, og án skammstafana, sem
gætu valdið misskilningi. Ef lyfseðill er ekki rétt úr
garði gerður, svarar útgefandi til þeirra mistaka,
sem það kann að hafa í för með sér.
Sá sem ávísað er á, er fyrst nefndur, þ. e. nafn
sjúklings og heimilisfang. Aldur barns yngra en 12
ára er alltaf tiltekinn. Nafnnúmer og/eða fæðingar-
númer er einnig skrifað ef um eftirritunarskyld lyf
er að ræða. Fæðingarnúmerið kemur einnig í góðar
þarfir við afgreiðslu lyfja ellilífeyrisþega. Annars
er það ágætis venja að tilnefna allt áðurnefnt á alla
lyfseðla.
/r (Invacatio). Venja, en ekki skylda, er að byrja
lyfseðilinn með þessum tvöfalda krossi, og einnig er
hann notaður til að greina í sundur fleiri en eina
lyfjaávísun á sama lyfseðli. Krossinn er sagður
standa fyrir: Deo juvante - eða — Dei gratia = með
guðs hjálp - eða — náð, eða In nomini Dei = í nafni
guðs.
Rp. (eða Rcp.) (Recipe). Venja, en ekki skylda,
er að skrifa þessa skammstöfun neðan við invocatio,
til vinstri á blaðið. Rp. er stundum prentað á lyf-
seðilseyðublaðið. Recipe þýðir tak - eða - tak þú,
og er tilmæli til lyfjafræðingsins að taka til þau lyf
eða efni sem á eftir eru nefnd. Þess má geta að í Sví-
þjóð er notað skammstöfunin Rec., en í enskumæl-
andi löndum er notað Rx.
Lyfjaávísunin (Ordinatio) er skrifuð í sömu línu
eða næst undir Rp. Fyrst verður fjallað um ávísun
staðlaðra lyfja (skráð sérlyf og stöðluð forskriftar-
lyf), en síðar um ávísun forskriftarlyfja lækna
(Ordinatio magistralis). Lyfjaformið, sem lyfið á
22
LÆKNANEMINN