Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 40
óyggjandi dóm: Frumurnar eru sléttar vöðvafrumur, um margt frábrugðnar þeim frumum, sem eru uppi- staða í miðhluta æðanna, ríkari af kyndikornum (mitochondria), og frymisneti (endoplasmic reti- culum), fátækari af aktin og myosin þráðum, en sléttar vöðvafrumur samt.18 Því er um þetta fjölyrt, að sléttar vöðvafrumur gegna aðalhlutverkum í flest- um nýrri kenningum um æðakölkun.9’12’13 Verður nánar vikið að því síðar, þegar fjallað verður um einstakar kenningar. I þessu samhengi skal þess get- ið, að sýnt hefur verið fram á, bæði in vivo og in vitro, að sléttar vöðvafrumur hafa hæfni til þess að mynda allar þær bandvefssameindir, sem í æðakölk- un eru, kollagen, elastín og glýkósamínóglýkön (gly- cosoaminoglycans-GAG).19,20’21 Er því mótsögn sú úr sögunni, sem þótti mæla gegn þeirri skoðun, að vöðvafrumur ættu hlut að máli í æðakölkun. Bandvefur Bandvefssameindir gegna mikilvægu hlutverki í framvindu sjúkdómsins sjálfs svo og fylgikvillum hans. Kollagenaukning í æðaveggnum er ein af or- sökum þess, að æðaveggurinn verður stífur,22 sem augljóslega hefur áhrif á lífeðlisfræði blóðrásarinn- ar í heild, blóðþrýsting, viðnám o. s. frv., og er und- irstrikað í hinni alþjóðlegu nafngift atheroicZerosw. Vegna þess að kollagen hefur hvetjandi áhrif á blóð- flögur (aggregation) og storkusameindir blóðsins,23 ber það a. m. k. nokkra ábyrgð á einum af skaðvæn- legustu fylgikvillum æðakölkunar, blóðsegamyndun (thrombosis). Einnig er líklegt, eins og síðar mun frekar rætt, að hvetjandi áhrif á blóðflögur leiði til frekari framvindu æðakölkunarinnar sjálfrar, þann- ig að vítahringur myndast.13 Mikilvægi glýkósamínóglýkans (GAG) sameind- anna varð enn frekar ljóst, þegar sýnt var fram á, að þær binda kólesterólrík lipóprótein (LDL) 24’25,2C og hafa því hugsanlega áhrif á magn þess kólesteróls og kólesterólestra, sem safnast í æðavegginn við æða- kölkun. I nýlegum kanínutilraunum var náin fylgni milli magns GAG og upphleðslu fitu, þegar æðakölk- un var hrundið af stað með áverka á æðaþel.27 GAG sameindirnar virðast því líklegur tengiliður milli fjölgunar sléttra vöðvafrumna í upphafi æðakölkun- ar og þeirrar útfellingar fitu, sem síðar setur svo mjög svip á meinsemdina. Fita Um langt skeið hefur athygli manna beinst að þessum þriðja meginþætti æðakölkunar. Snemma á árum var sýnt fram á, að kólesteról og kólesterólestr- ar voru mest að magni.28 Á fyrstu stigum sjúkdóms- ins verður mest fitusöfnun innan sléttra vöðva- frumna í innlagi (intima) slagæðarinnar. Á síðari stigum hleðst einnig upp kólesteról utan frumna jafnframt því, sem magn kollagens og annarra band- vefssameinda eykst.28 Skoskir vísindamenn hafa leitt sterk rök að þeirri skoðun, að mestur hluti þeirra fitusameinda, sem hleðst upp í æðakölkun eigi rót sína að rekja til blóðsins, en myndist ekki innan æða- veggjarins.28’30’31 Er talið, að fitusameindirnar komist með einhverjum hætti í gegnum æðaþelið inn í æðavegginn þar sem hluti þeirra ílendist. Verð- ur síðar fjallað nánar um þá þætti, sem áhrif hafa á feril fitusameinda, bæði inn í æðavegginn og út úr honum aftur, en endanlegt fitumagn er augljóslega lokaniðurstaðan úr þeirri jöfnu. Æifaþelsávcrki Allt frá dögum Virchows hefur áverki eða skemmd í æðaþeli verið á dagskrá, sem hugsanlegt upphaf æðakölkunar. Margar útgáfur af áverkakenningunni hafa séð dagsins ljós og þjónað tilgangi sínum, sem leiðarljós í tilraunastarfsemi.7’32 Vegur kenningar- innar nú á dögum byggist á því, að slagæðaveggur, sem hefur orðið fyrir æðaþelsáverka, einkum ef hann er endurtekinn eða langvinnur, líkist mjög æða- vegg á fyrstu stigum æðakölkunar, bæði þegar skoð- að er með rafeindasmásjá og venjulegri Ijóssmá- sjá.33 Ef sár myndast í æðaþelið með einhverjum hætti, setjast blóðflögur í sárið, sem síðan grær smám saman. En samtímis verður þykknun, nánast örmyndun í innlagi slagæðarinnar vegna fjölgunar sléttra vöðvafrumna, bandvefsmyndunar og fitu- söfnunar, rétt eins og í æðakölkun. Ef æðin er látin afski|italaus ganga þessar breytingar að mestu til baka. Endurtekinn áverki leiðir hins vegar til enn frekari innlagsþykknunar og svo koll af kolli. 34,35 Margs konar tilraunaaðstæður og fjölmargar teg- undir tilraunadýra hafa leitt til svipaðrar niðurstöðu. Skröpun æðaþels með kaþeter eða belg,11’34’30’37 þurrkun (desiccation), ónæmisárás,39 áhrif efna 38 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.