Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 62
virkni cortisols og henni gefið gildið 1. Sykurvirkni (glucocorticoid activity) og bólguhemjandi virkni (antiinflammatory activity) haldast í hendur. TAFLA 1 Steri: Virkni Cortisol ......................... 1 Cortisone ...................... 0,8 Prednisone...................... 3,5 Prednisolone ..................... 4 Methylprednisolone ............... 4 Triamcinolone .................... 5 Paramethasone ................... 10 Betamethasone ................... 25 Dexamethasone ................... 30 Cortisol, cortisone, prednisone, prednisolone og methylpdrenisolone eru stuttverkandi sterar (verkun stendur skemur en einn sólarhring) en hinir eru langverkandi (verkun stendur í nokkra daga). Flokk- un þessi hefur þýðingu þegar valið er á milli dag- legrar steragjafar og „alternate day therapy“ (sterar gefnir t. d. annan hvern dag). Séu langverkandi ster- ar notaðir í „alternate day therapy“ nær verkunin einnig til þeirra daga sem ekkert er gefið. Ætla má að kostir „alternate day therapy" séu þá upphafnir að miklu leyti. Áhrif langrar sterameSferðar Ein afleiðing langrar sterameðferðar er bæling á FIPA-öxIi og rýrnun nýrnahettubarkar. Hversu mik- il bæling verður á öxlinum ræðst af skammtastærð- um, lengd meðferðar, tíðni gjafa og hvenær sólar- hringsins gefið er. Bælingar má vænta af meðferð með stórum skömmtum stendur lengur en 7-10 daga. Þéttni ACTH í blóði er mismikil yfir sólarhring- inn. Mest er hún snemma morguns, minnkar stöðugt fram undir kvöld og tekur þá aftur að aukast. Þéttni cortisols fylgir fast á eftir. Séu glucocorticoíðar gafnir þegar ACTH (og cortisol) eru í hámarki má að nokkru leyti komast hjá bælingu á HPA-öxli vegna þess að ACTFI fer hvort sem er að lækka í blóði. Einnig má komast af með minni steraskammt. Hindra má að nokkru leyti bælingu á HPA-öxli með „alternate day therapy“ sem fyrr var minnst á. Sú aðferð gefur líka góða raun ef sjúklingurinn er barn og verður þá síður vart vaxtartruflana sem ann- ars eru alvarlegur fylgifiskur langrar sterameðferð- ar á börnum, bæði vegna áhrifa á bein og á fram- leiðslu vaxtarhormóns. „Alternate day therapy“ er gjarnan notuð í viShaldsmerðferð. Hugsanlegt er að minnka megi bælingu með því að gefa ACTH í stað glucocorticoíða þar sem AC- TH hefur ekki afturkastsáhrif á losun CRF. En þar kemur á móti að ACTH örvar einnig losun annarra barkstera (kynhormón) og fengjust þá óþægilegar aukaverkanir af völdum þeirra. Bæling á HPA-öxli er afturkræf. Hún gengur mis- hratt til baka en algengt er að þéttni ACTH sé orðin eðlileg 3^1 mánuðum eftir lok meðferðar. Cortisol- þéttni eykst mun hægar og lýsir það minnkaðri hæfni nýrnahettubarkarins til þess að svara ACTH. Yegna þess heldur ACTH áfram að hækka en innan árs eru bæði cortisol og ACTH orðin í eðlilegri þéttni í blóði. Prófa má hvar HPA-öxullinn er á vegi staddur í bata. Einn möguleiki er insúlinþolspróf, þ. e. sett er hypoglycemískt álag á líkamann og svörun heila- dinguls og nýrnahettubarkar athuguð. Annar mögu- leiki er að gefa ACTH til þess að sjá hvort nýrna- hettubörkurinn svarar örvun. Algeng fráhvarfseinkenni eftir sterameðferð eru slappleiki, lystarleysi, liðaverkir, ógleði, húðflögn- un, orthostatísk hypotensio, svimi og yfirlið, dyspnea og hypoglycemia. Stundum eru gefnir litlir stera- skammtar til þess að hindra þessi einkenni meðan HPA-öxullinn er að ná sér, en menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti þess. Gunnari Sigurðssyni dósent, kann ég bestu þakkir fyrir aðstoð við efnisöflun og gagnlegar leiðbein- ingar. HEIMILDIR: 1 Bondy, P. K. og Rosenberg, L. E.: Metabolic control and disease 129-132 (W. B. Saunders Company), 1980. 2 Byyny, R. L.: Withrawal from Glucocorticoid Therapy- New Er.gland Journal of Medicine 30-32, July 2, r976. 3 Ganong, W. F., Alpert, L. C. og Lee, T. C.: ACTH and the Regulation of adrenocortical Secretion. New England Jour- nal of Medicine 290: 1006-1011 (May 2), 1974. 4 Williams, R. H.: Textbook of Endocrinology 245-249 (W. B. Saunders Company), 1974. 60 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.