Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 39
Æðakölkun Um gamlar kenningar og nýjar Guðmundur Þorgeirsson læknir Fáar gátur læknisfræðilegs efnis hafa valdið meiri ágreiningi á liðnum árum en orsakir og þróun (pathogenesis) æSakölkunar (atherosclerosis). Sennilega er margt, sem veldur: 1. Ef eitthvert læknisfræðilegt tilefni er þess virði, að menn láti sér hitna í hamsi, þá er það sjúk- dómur, sem verður fleirum að aldurtila en nokkur annar í vestrænum löndum.1’2’3 2. Ýmislegt bendir til, að einstaklingar, þjóðir og jafnvel menningarheildir geti haft áhrif á fram- gang þessa sjúkdóms með hreyttum lifnaðar- háttum.2’4’5-6 Hér gefst því ærið tilefni til að stíga í pontu og láta gott af sér leiða. 3. Efnahagslegir hagsmunir fléttast inn í málið. 4. Þrátt fyrir mikla gagnasöfnun er enginn sá grundvallarskilningur til staðar, sem skýrir og tengir allar þær brotakenndu upplýsingar, sem safnast hafa úr ýmsum áttum.7'8 A síðustu 20-30 árum hefur engu að síður orðið gjörbylting á skilningi manna á þessari afdrifaríku meinsemd, sem í fyllingu tímans hlýtur að leiða til lausnar hinnar dýpstu gátu. Ef til vill er sú breyting veigamest, að menn gera sér nú Ijóst, að slagæðin er ekki einföld pípa eða rör, sem hefur tilhneigingu til að stíflast af óþörfu drasli í tímans rás, heldur flókið samfélag frumna, sem lýtur líffræðilegum lög- málum.0 Um samskipti þessara frumna innbyrðis og við blóð og blóðfrumur virðast einnig rí’kja flókin líffræðileg lögmál. Skilningur á sjúkdómum æða- veggjarins hlýtur því að byggjast á skilningi á þess- um lögmálum. I nýlegri og mjög ýtarlegri grein í LæknablaSinu fjallaði Gunnar SigurSsson um æSakölkun með á- herslu á hlutverk hinna ýmsu áhættuþátta.10 Hér verður leitast viS að lýsa nokkrum athugunum á frumulíffræði æðaveggj arins, sem líklegar eru til að varpa ljósi á þróun (pathogenesis) æðakölkunar. Hvað er œðahölkun? Nafngift sú, sem festst hefur í íslensku máli um „atherosclerosis“ er álíka gölluð og alþjóðlega heit- ið ef ekki lakari. BæSi orðin leggja áherslu á einn þátt meinsemdarinnar án þess aS geta í neinu um aSra mikilvæga þætti hennar. Á síSustu árum hefur athyglin aftur beinst aS gamalkunnri staSreynd, aS æðakölkun er frumurík meinsemd, sem sennilega skiptir eins miklu máli og bæði kalk og fita.9-11’12 FuIlþróuS æSaskemmd er gerS úr þremur meginþátt- um:0’13 1) Frumum, 2) Bandvefssameindum, 3) Fitu. Frumur Sterk rök hníga nú aS þeirri skoðun að mikill meirihluti frumna, sem finnast í æðakölkun, séu sléttar vöSvafrumur ættaðar úr miðhluta æðaveggj- arins (media).14'15 Eins og svo margar grundvall- arathuganir líffærameinafræSinnar á þessi skoðun rót sína aS rekja til Þýzkalands 19. aldar.14 AriS 1866 birti Langhans nákvæma smásjárlýsingu á frumum þeim, sem hann sá í æðakölkun, og ályktaSi, aS þær hefSu hæði hæfni til að dragast saman og flakka stað úr stað (migrera). Ef til vill var það af varkárni eini saman, sem hann lét hjá MSa að kalla frumurnar sléttar vöðvafrumur. ÞaS gerði fyrstur Jones árið 1904. SíSar var þessu sjónarmiSi hafnaS um áratugi og á þaS bent, aS frumur þessar virtust búa til kollagen. Hvert mannsbarn skyldi því vita, aS hér væru fibroblastar á ferS.14 Á 6. áratug þess- arar aldar, tæpri öld eftir aS Langhans birti athug- anir sínar, kom í hlut kanadiskra vísindamanna (án vitneskju um innlegg Langhans), aS gera vefjaefna- fræSilegar (histokemiskar) athuganir, sem leiddu til þeirrar ályktunar aS títtnefndar frumur væru sléttar vöSvafrumur.16’17 Hugmyndin þótt slík fjarstæSa, aS lengi stóS í stappi um aS fá niSurstöSurnar birt- ar. Fáum árum síSar kvaS rafeindasmásjáin upp LÆKNANEMINN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.