Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 53
Mynd 2. Ummyndun arachidonic sfru í endoperoxið, sem
hvötuð er af dioxygenasa hluta cyclooxygenasans.
af völdum þess „free radical“ sem losnar við oxun
PGG2 í pgh2.
Frá endoperoxiði til HHT
Ariö' 1973 tókst að einangra 17- monohydroxyfitu-
sýru, HHT (L-12-hydroxy-5-8-10-heptadeoatrienoic
sýra), úr incuhation blöndu, arachidonic sýru og
kinda sáðblöðru homogenati.
Nugteren et al og Samuelsson et al höfðu reyndar
nokkru áður sýnt fram á myndun samsvarandi hy-
droxy-fitusýru í kinda sáðblöðru homogenati, en þá
úr dihomo-y-linolenic sýru. Samuelsson et al hentu
á að uppruna HHT mætti rekja til klofnunar malon-
aldehyðs frá endoperoxiði (sjá mynd 3).
HHT er og eitt þeirra myndefna, sem myndast við
afoxun á endoperoxiðunum, PGG2 og PGH2 með
SnCl2.
Myndun IIHT í blóðflögum var lýst 1974 og síð-
ar á sama ári tókst að mæla magnbundið losun HHT
úr storknandi hlóðflögum manna. Við þá athugun
kom í Ijós að HHT svaraði til um 30% af heildar
endoperoxið efnaskiptunum. Auk þess hefur tekist
að sýna fram á myndun HHT úr PGG2 í lungum til-
raunadýra.
Frá endoperoxiðum til prostaglandina
Skoðanir virðast nokkuð skiptar um hvaða endo-
peroxið milliefni sé forefni prostaglandina. Það er
álit sumra (Nugteren & Haxelhof) að PGH sé for-
efni PGE sem og PGF og PGD, en aðrir (Hamberg
& Samuelsson) telja að hvarfið gangi via milliefnið
15-hydroxy PGE.
Fyrri hópurinn hefur bent á, að þegar 15-hydro-
peroxy-PGE brotnar niður í fjarveru afoxunarmið-
ils, þá myndast töluvert magn af 15-oxo-PGE, stað-
reynd sem e. t. v. skýrir hvers vegna það finnst
stundum í prostaglandin efnaskiptum.
Með því að nota merkt PGH2 sem forefni rann-
sökuðu Nugteren og Hazelhof framleiðslu prosta-
glandins í mismunandi vefjum. Niðurstöður sýndu
að ensímið er hvatar myndun PGE (endoperoxið-
PGE isomerasi“, prostaglandin R2E isomerasi) var
agnbundið (particulate) og þurfti GSH til að ná há-
marks virkni og gæti því e. t. v. svipað til glutathion
peroxidasa.
Ensímið er hvatar myndun PGD („endoperoxið-
PGD isomerasi“) reyndist vera leysanlegt prótein
með mólikular þunga á bilinu 36.000^12.000 og
þurfti einnig GSH.
Nugteren og Hazelhof töldu að myndun PGF
C
y
+
(MDA)
Mynd 3. Myndun C-17 fitusýru og malonaldehýðs, líklega
getur þetta hvarf orðið bœði með og án ensíms.
læknaneminn
51