Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 72

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 72
„Ber er lwer aS haki nerna sér bróSar eigi.“ verði sneitt af morgunverðarborði þeirra sem fara til Liverpool næsta sumar. í krufningasalnum gerSust stundum sniSugir at- burðir. Eitt sinn voru Jón Bald og félagar aS elta e-a arteríu uppi í haus og vildu láta einn kennaranna segja sér hvaS hún héti. „Well, I think it’s the asc- ending recurrent branch of the femoral artery,“ sagiS hann spekingslegur. Yfirmaðurinn, Menos, hafði kjörorðið „chop“. „Chop chop’s the world,“ sagði hann. Eitt sinn vor- um viS að reyna að koma vitinu fyrir plexus bra- chialis í algeru messi og vildum vera varkár. Þá kom Menos aðvífandi. „Oh, you’ve got a lot of cleaning to do. Chop it all.“ - EinkunnarorS hans í sambandi við bláæðar voru: „If you see a vein, chop it.“ Enda var hann oft nefndur herra Chop chop. Einu sinni tóku Jón Bald og Eiríkur fram lok af líktunnum og ógurlegustu hauskúpusagir og gengu til einvígis að hætti fornmanna. HösluSu þeir sér völl í miðjum sal og ruku síðan saman. ÞaS var snörp atlaga en ákaflega stutt, ég held að hún hafi ekki staðið í nema eina sekúndu. Þá æpti Jón: „Ertu brjálaður?“ og var kominn með stórt sár á milli augnanna og kúlu sem skagaði fram svo að hann minnti á nashyrning. Eiríkur gekk meS veggjum í þrjá daga. Undir lok dvalarinnar var haldiS lokapartý. Und- irbúningur þess var bæði langur og strangur. Siggi Skarpi vippaði sér léttilega upp á mannhæðarháan stillans og festi upp íslenskan fána. Blásnar voru upp ótal blöðrur og festar á veggina. Svo voru málaðar margar myndir, þ. á m. máluðu Keli og Inga mjög flotta mynd af Esjunni og ViSey í impressjónískum stíl. Hengd var upp miðsvæðis mynd af tveimur bjór- könnum með kjörorðinu „Drekkum ógurlega“. Og það var keyptur bjór: 60 gallon í tunnum og settur upp bar. AbyrgSarsamur ungur maður tók aS sér embætti yfirbarstjóra. Líka var keypt Pepsi á dósum handa Kristni og Sigurveigu og einhver djöf- ullinn handa konum kennaranna. Um klukkan hálf tíu hófst athöfnin. Kóli var skip- aður ræðumaður og ávarpaði hann samkomuna á spænsku. Þá fór kaldur sviti um salinn. En síðan kom ræðan á óbrenglaSri ensku. Ollum leið betur. Ég man nú ekki hvað hann sagði, en svo voru gest- um afhentar gjafir. Fyrst kennurunum, plaststyttur. Pearson fékk síðan blóm og flösku og allt, og koss frá Unni Steinu, ekki Kóla. Svo þakkaSi hann fyrir sig og sagði: „Alt for mange blomster,“ og allir hlógu. Þarna var og happdrætti. Dró Pearson miða með númerum upp úr hlandkoppi. Upp kom númer dr. Lagopoulasar og fékk hann Rolling Stones plötu. Á þeirri nótt sem nú fór í hönd ríkti glaumur og gleði í Bodington-höll. Kennarar flúðu um hálf þrjú leytiS en nemar héldu áfram til fimm af stakri prúð- mennsku. Og daginn eftir var síðasti krufningadagur. Þar komu kennarar allsyfjaðir og nemendur enn við skál. Fram aS hádegi voru pásur en eftir hádegi próf. ÞaS byggðist á því að hver kíkti hjá öðrum. SíSan fengu allir voSa fín skírteini og viS kvöddum kenn- arana. Dagurinn fór í að pakka saman. Um kvöldið var lokapartý hjá Dönunum og nokkrir fóru þangað. Daginn eftir skyldu menn fara í rútu til London. Kóli vaknaði ölvaður 10 mínútum áSur en rútan átti aS fara og átti þá eftir að pakka niður. - ÞaS var hraðpakkaS. Ekki fóru allir til London með þessari rútu heldur dreifðust menn svo að segja um allan heim. Þar meS var lokið hinum sameiginlega hluta ferSarinnar, og þar meS lýkur einnig þessari sögu. 70 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.