Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 60
Verkun stera Þóra Steingrímsdóttir læknanemi Inngangur 1 þessari grein verða tekin saman nokkur atriði um sykurvirka barkstera (glucocorticoida), sem vænta má að komi læknanemum að gagni í námi þeirra. Fyrst verður gerð grein fyrir cortisoli, losun þess og stjórnun hennar, þá verkunarmáta stera í ein- stökum frumum og áhrifum á líkamann í heild og síðast áhrifum langrar sterameðferðar á losun lík- amlegra stera. Cortisol Nýrnahettuberki er starfslega skipt í lög. Miðlag- ið, zona fasciculata, framleiðir aðallega cortisol, C-21 sterahormón. Byggingarformúla þess er sýnd á mynd 1. Cortisol er brotið niður í lifur og niðurbrotsefni skilin út um nýru, 17-hydroxycorticosterar (17-OH- CS) eru niðurbrotsefni, sem mælanleg eru í þvagi með Porter-Silber litabreytingahvarfi og gefur slík mæling vitneskju um starfsemi nýrnahettuharkar. Einnig má mæla niðurbrotsefnin sem 17-oxogenic steroids (= 17-ketogenic steroids) með annarri að- ferð. Losun cortisols — neihvwtt afturkast Cortisol losnar úr nýrnahettuberki fyrir áhrif AC- TH (adrenocorticotropic hormone = corticotropin). ACTH losnar úr framblaði heiladinguls fyrir áhrif CRF (corticotropin releasing factor), sem losnar úr hypothalamus og er losun hans stjórnað af tauga- boðum, hvetjandi og letjandi. Hvetjandi boS koma frá formatio reticularis við ýmiss konar álag á lík- amann, l. d. skurSaðgerðir og frá limbíska kerfinu við geðshræringar. Minna er vitað um uppruna letj- andi boða, en þar koma noradrenergar taugafrumur og alfa-svörun við sögu. En án sérstakra boða geng- ur losunin í sveiflum yfir sólarhringinn eins og lýst verður síðar. Þéttni cortisols í blóSi hefur neikvæð afturkastsáhrif á losun ACTH og CRF. Þetta sam- starf hypothalamus, heiladinguls (pituitary gland) og nýrnahettubarkar (adrenal cortex) er kallað HPA-öxull og verður það heiti notað framvegis í greininni. HPA-öxullinn fer úr skorðum við langa sterameðferð. Nánar verður fjallað um það síðar í greininni. Cortisollosun nær hámarkshraða við ákveðinn ACTH skammt. Meiri hraði næst ekki þótt ACTH skammtur sé aukinn, en hámarkshraði losunar helst í lengri tíma. Allir sterar eru bundnir próteinum í blóði. Corti- sol er að mjög miklu leyti bundið eða yfir 90%. Frítt cortisol er virkt, en bundið óvirkt. Allir sterar eru nægilega leysanlegir óbundnir í blóði til þess að þar náist þéttni sem gefur fulla virkni. Magn prótein- bundins cortisols virðist engu máli skipta fyrir verk- un þess. CH,OH I 2 c=o CORT/SOL (HVDROCORT/SONE) Mynd 1. 58 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.