Læknaneminn - 01.12.1980, Side 60
Verkun stera
Þóra Steingrímsdóttir læknanemi
Inngangur
1 þessari grein verða tekin saman nokkur atriði um
sykurvirka barkstera (glucocorticoida), sem vænta
má að komi læknanemum að gagni í námi þeirra.
Fyrst verður gerð grein fyrir cortisoli, losun þess
og stjórnun hennar, þá verkunarmáta stera í ein-
stökum frumum og áhrifum á líkamann í heild og
síðast áhrifum langrar sterameðferðar á losun lík-
amlegra stera.
Cortisol
Nýrnahettuberki er starfslega skipt í lög. Miðlag-
ið, zona fasciculata, framleiðir aðallega cortisol,
C-21 sterahormón. Byggingarformúla þess er sýnd á
mynd 1.
Cortisol er brotið niður í lifur og niðurbrotsefni
skilin út um nýru, 17-hydroxycorticosterar (17-OH-
CS) eru niðurbrotsefni, sem mælanleg eru í þvagi
með Porter-Silber litabreytingahvarfi og gefur slík
mæling vitneskju um starfsemi nýrnahettuharkar.
Einnig má mæla niðurbrotsefnin sem 17-oxogenic
steroids (= 17-ketogenic steroids) með annarri að-
ferð.
Losun cortisols — neihvwtt afturkast
Cortisol losnar úr nýrnahettuberki fyrir áhrif AC-
TH (adrenocorticotropic hormone = corticotropin).
ACTH losnar úr framblaði heiladinguls fyrir áhrif
CRF (corticotropin releasing factor), sem losnar úr
hypothalamus og er losun hans stjórnað af tauga-
boðum, hvetjandi og letjandi. Hvetjandi boS koma
frá formatio reticularis við ýmiss konar álag á lík-
amann, l. d. skurSaðgerðir og frá limbíska kerfinu
við geðshræringar. Minna er vitað um uppruna letj-
andi boða, en þar koma noradrenergar taugafrumur
og alfa-svörun við sögu. En án sérstakra boða geng-
ur losunin í sveiflum yfir sólarhringinn eins og lýst
verður síðar. Þéttni cortisols í blóSi hefur neikvæð
afturkastsáhrif á losun ACTH og CRF. Þetta sam-
starf hypothalamus, heiladinguls (pituitary gland)
og nýrnahettubarkar (adrenal cortex) er kallað
HPA-öxull og verður það heiti notað framvegis í
greininni. HPA-öxullinn fer úr skorðum við langa
sterameðferð. Nánar verður fjallað um það síðar í
greininni.
Cortisollosun nær hámarkshraða við ákveðinn
ACTH skammt. Meiri hraði næst ekki þótt ACTH
skammtur sé aukinn, en hámarkshraði losunar helst
í lengri tíma.
Allir sterar eru bundnir próteinum í blóði. Corti-
sol er að mjög miklu leyti bundið eða yfir 90%.
Frítt cortisol er virkt, en bundið óvirkt. Allir sterar
eru nægilega leysanlegir óbundnir í blóði til þess að
þar náist þéttni sem gefur fulla virkni. Magn prótein-
bundins cortisols virðist engu máli skipta fyrir verk-
un þess.
CH,OH
I 2
c=o
CORT/SOL
(HVDROCORT/SONE)
Mynd 1.
58
LÆKNANEMINN