Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 34
rendur þess hreyfast með 50-500 mm hraða á sek. í
frontalplani, segjum t. d. að hraðinn sé 200 mm á
sek., exponieringstíminn 0,03 sec., þá er hreyfi-
óskerpan þessi 200 • 0,03 = 6 mm, sem við getum
vel greint á mynd.
Tæki þau sem notuð eru í dag, eru mjög afkasta-
mikil, þrífasa og sex eða tólf ventla með örstuttum
exponeringstíma og hárri MA-tölu. Hinn örstutti ex-
poneringstími dregur úr hreyfióskerpunni, einnig há
KV-tala og þar með mikil virkni röntgenlampans.
Við lungnamyndatökur eru ýmist notuð s. k. lág-
eða há-kílóvolta tækni og fer það bæði eftir löndum
og stofnunum. Hávoltatæknin er ráðandi á Norður-
löndum, í Bretlandi nota menn frekar lágvoltatækni
og í Þýskalandi ýmist.
Við lágvoltatækni er notuð 50-80 KV-spenna, 2-
400 MA og tími undir 0,1 sek., eða á bilinu frá 0,05
-0,1 sek. Engin sía. Ef um meðalmanneskju er að
ræða gætu tölurnar t. d. verið þessar: KV 60, MA
200, tími 0,05 sek., þ. e. 10 MAS-ar, og FFF 2 m.
Geislarnir hafa stærri bylgj ulengd og ná ekki eins að
þrengja sér í gegn, eru mýkri sem við köllum og blær
myndarinnar er annar, oft meiri hula yfir henni
(engin sía og því meiri dreifigeislar), hún er ljósari
en kontrastríkari og fjölþættari grátónar. Mjög þunn
og lítil infiltröt má sjá.
Við háa kílóvoltatœkni er notuð 100—200 KV-
spenna, oft í kringum 120 KV og myndirnar tökum
við gjarnan í automati. Ef um meðal manneskju er
að ræða gæti þetta l. d. verið svona: KV 120,
kammer 1-3, miðsverta, gróffókus (á hliðarmynd
KV 120, kammer 2 (mið), miðsverta, gróffókus).
Dreifigeislunin er talsvert meiri við svona háa KV-
tölu og því áríðandi að nota góðar síur, bæði þarf
geislablennan að vera góð og nákvæm og dreifisían
(Bucky - Potter) sem virkust. Geislarnir hafa styttri
bylgjulengd og þrengja sér betur í gegn, eru liarðari.
Myndin er dekkri, það er minni kontrast í henni,
hún er flatari og við sjáum betur í gegn, sjáum
lungnateikningu bak við rifin og þegar þess er gætt
að þau hylja um 60% af yfirborði lungnanna, hefur
það ekki svo litla þýðingu. Við sjáum trachea carina
og aðalbronchi vel, við getum greint kalkanir og
holur í mediastinum og bak við cor og séð eyðingu
í rifjum. Þetta getur sparað okkur sneiðmyndatökur,
en kemur hins vegar ekki í stað þeirra og eitt verðum
við að hafa í huga, það er að þunnar íferðir og ör-
litlir hnútar geta alveg viskast út á hörðum mynd-
um, þar sem mjúku myndirnar sýna þá mjög vel.
Hvorri tækninni sem við beitum að jafnaði, verð-
um við ávallt að vera með hugann opinn og gæta
þess að myndin sé tæknilega vel gerð og rétt lýst. Til
marks um rétt lýsta mynd, getum við haft þetta sem
viðmiðun: á frontalmyndinni séu útlínur col. thora-
calis og trachea rétt greinanlegar og æðar vinstra
neðra lungnablaðsins sjáist í gegnum hjartaskugg-
ann. Aðrir vilja að milli-þófabilin ofan hjartaskugg-
ans rétt sjáist.
SÉRSTAKAR AÐFERÐIR
Sneiðmyndataka (Tomographia, planigraphia)
Hún er notuð til að fá skýra mynd í ákveðinni
dýpt af lungunum, lag fyrir lag. Röntgenlampinn og
kassettan hreyfast þá í mótsettar áttir um sameigin-
legan ás og er snúningspunktur hans í sneiðplaninu
og við fáum glögga mynd í því plani af pörtum
lungans þar, rifjum og öðru er þar kann að vera,
meini meðal annars, en aðrir hlutar lungnanna sem
liggja utan þess viskast út. Prufumyndir eru teknar
í upjthafi og allar sneiðmyndir eru merktar þannig,
að hæð lagsins frá borði er rituð á filmuna í cm, en
borðið, sem geymir kassettuskúffuna, á að vera sam-
hliða fókusplaninu.
Myndatakan tekur tíma og því er áríðandi að sem
best fari um sjúklinginn þegar frá upphafi og þess
ávallt gætt að setja merki á brjóstkassann fyrir mið-
geislann, ef vera kynni að sjúklingurinn hreyfði sig
milli mynda, sem ekki er ólíklegt. Eins og við venju-
legar myndatökur er sjúklingurinn látinn draga
djúpt inn andann og halda í sér andanum á meðan
að myndin er tekin og hann beðinn að gera þetta
eins eða sem líkast í öll skiptin til þess að samræmi
sé sem mest og myndirnar verði sem sambærilegast-
ar.
Við sneiðmyndatökur á lungum er að öllum jafn-
aði notuð líneer sneiðing (einvíð), 30° sneiðhorn
og fínn fókus. KV-in eru höfð lág, 55-85 KV, eftir
eðli og staðsetningu meinsins, en þá þarf hátt MAS-
gildi til að fá næga þéttni eða svertu, t. d. 60-70
MAS-a; tíminn er langur. Algengt er að unnið sé út
frá þessum þáttum t. d. lína, sneiðhorn 30°, KV 60,
MA 125, tími 0,5 sek. og MAS-tala 63 (62,5), fín-
32
LÆKNANEMINN