Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 12
Mynd 6. Lögun epiglottis viS: a) eSlilegar aðstœður, b) epi-
glottitls.
Rétt greining er algjört skilyrði réttrar meðferðar
og hana er aðeins hægt að gera á einn hátt, með því
að skoða epiglottis. Sé um epiglottitis að ræða sést
í hálsspegli, eða við að þrýsta varlega niður tungu-
rótinni með tunguspaða, eldrauður og bólginn epi-
glottis. Er líkast því sem eldrautt kirsulter stingi sér
upp fyrir tungurótina. Eftir þetta er aldrei neinn
vafi á greiningu. (Mynd 6.)
Skoðun eins og hér á undan er lýst má þó aldrei
framkvæma nema að hægt sé að intubera barnið
tafarlaust lokist öndunarvegir. Hætta er nefnilega á
að hálsskoðun geti valdið larynxspösmum og acut
lokun öndunarvega. Ef grunur er um epiglottitis
skyldi því strax kalla til háls-, nef- og eyrnalækni eða
barnalækni sem getur framkvæmt skoðunina að
svæfingarlækni viðstöddum.
MEÐFERÐ
A sjúkrahúsi
011 börn með epiglottitis skal leggja á sjúkrahús.
Fyrsta stig meðferðar er að tryggja opna öndunar-
vegi. Þetta má gera á tvennan hátt, með tracheo-
tomiu eða intubation. Áður fyrr var oftast gripið til
tracheotomiu, en nú hin síðari ár er langtímaintuba-
tion nær alltaf notuð. Tracheotomiu getur þó stund-
um þurft að grípa til ef ekki er hægt að intubera eða
séu intubationsáhöld ekki fyrir hendi. Skal þá gera
coniotomiu.
Antibiotika
Strax og opnir loftvegir hafa verið tryggðir skal
hefja meðhöndlun með antibiotika. Flestir h. influ-
enzea stofnar eru næmir fyrir ampicillini. Nú síðari
ár hafa þó komið fram í auknum mæli ampicillin
resistant stofnar. Á þetta sérstaklega við um Banda-
ríkin þar sem tíðni slíkra stofna er um 15%. H. in-
fluenzea er hins vegar nær undantekningarlaust
næmur fyrir kloramphenikoli, sem getur í einstaka
tilfellum haft slæmar aukaverkanir. Á Islandi er til-
tölulega lítið um ampicillin resistant stofna. Það
virðist því rökrétt að byrja meðhöndlun með ampi-
cillini en skipta yfir í kloramphenikol leiði ræktun í
Ijós ampicillin ónæmi. Á mörgum stöðum erlendis
er kloramphenikol fyrsta lyf og sums staðar í Banda-
ríkjunum er jafnvel byrjað með bæði klorampheni-
kol og ampicillin. (Tafla 7.)
Skammtur ampicillins er 200-4.00 mg/kg á sólar-
hring i.v. Skal þá gefa hálfan dagskammtinn við
fyrstu gjöf. Skammtur kloramphenikols er 100 mg/
kg á sólarhring.
Sterar
Ekki eru menn fremur en fyrri daginn sammála
um notagildi stera við epiglottitis. Flestar Banda-
rískar heimildir telja stera contraindiceraða í öllum
tilfellum. Virðist það vera rökrétt því um er að ræða
bakteríusýkingu og oft sepsis. Sterar ættu því að
auka hættu á frekari dreifingu sýkingarinnar. Sé
hins vegar sú lilgáta rétt, sem nefnd var hér að fram-
an um að e. t. v. sé að nokkru leyti um lokal antigen-
antibody svörun að ræða, ættu sterar að minnka þá
svörun og draga þannig úr bólgu.
Einnig er spurning hvort bólgueyðandi áhrif ster-
anna geti ekki komið að einhverju gagni, en þá veg-
ur þyngra hættan á dreifingu sýkingarinnar. Þó má
mæla með notkun stera í héraði þar sem ekki eru að-
stæður til intubationar og senda þarf barnið á
sjúkrahús um langan veg. Má þá gefa 100-200 mg
kortison i.m. auk ampicillins og senda barnið af
stað. Læknir skyldi þó undir öllum kringumstæðum
fylgja barninu á sjúkrahús.
10
LÆKNANEMINN