Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 65
lyfja (en alcohol telst til þeirraj 1951. Síðan var mynduð undirnefnd í málinu sem fjallaði sérstak- lega um alcoholismus, Alcoholism subcommittee, sem segir í skýrslu sinni 1952:11 „Alcoholics are those excessive drinkers whose de- pendence upon alcohol has attained such a degree that it shows a noticahle mental disturbance or an interference with their bodily or mental health, their interpersonal relations, and their smooth social and economic functioning or who show prodromal signs of such developments. They therefore require treatment.“ Hér er lögð áhersla á eftirfarandi: 1. Talað er um ofdrykkju (excessive drinkers), mælt í tíðni, magni og tilgangi. 2. Talað er um drykkjuáráttuna (dependence), er þar átt við annað tveggja eða bæði vanamynd- un (habituation) og ávanamyndun (addic- tion). 3. Talað er um andlega, líkamlega og félagslega skaðsemi. 4. Sagt er að sá sé alcoholisti eða haldinn alco- holisma, sem hafi ofangreind einkenni vegna drykkju eða sé að fá slík einkenni af áfengis- neyslu. 5. Að ending segir að sá, sem þannig sé komið fyrir, þurfi á meðhöndlun að halda eða sé sjúklingur. WHO skýrgreinir drykkjuáráttuna (alcohol de- pendence) sem þörf einstaklings til þess að halda áfram að neyta efnisins til þess að forðast sálræna eða líkamlega vanlíðan.12 Árátta er hér talin vera bæði líkamleg og sálræn, þ. e. bæði habituation og addiction. Expert commitee on Addiction Producting Drugs WHO 1957, gerir hann mun á vana- og ávanamynd- un við notkun lyfja, að fráhvarfseinkenni vegna á- vanamyndunar séu líkamleg. Rétt er að vekja athygli á þessu, þar sem með því er sagt að notkun efnis, lyfja, geti valdið sjúkdómseinkennum. I bókinni Alcoholism eftir Tarter og Sugerman (1976)13 er eftirfarandi vinnuskýrgreining gefin: „Alcoholism is intermittent or continual use of al- cohol associated with dependency (psychological or physical) or harm in the sphere of mental, physical, or social activity.“ í lauslegri þýðingu: Alcoholismus er tímabundin eða stöðug notkun áfengis, sem sam- fara er líkamleg eða sálræn árátta eða skaðsemi geð- rænt, líkamlega eða félagslega séð. Rétt er að vekja sérstaklega athygli á þessu síðast nefnda, þar sem það snertir félagsleg og löggjafar- leg sjónarmið þjóðfélagsins, en segja má að fyrri hluti skýrgreiningarinnar sé læknisfræðilegur. Ályhtun Af framanskráðu er ljóst að alcoholismus er sjúk- dómshugtak sem er í stöðugri mótun. Draga má eftirfarandi ályktanir: 1. Neysla áfengis leiðir til sjúkdómseinkenna, sem tengd eru efninu ethylalcohol (CoHgOH). 2. Tímabundin eða stöðug neysla áfengis leiðir hjá fjölda fólks til vanamyndunar (habitua- tion), sem kemur fram í geðrænni vanlíðan þegar neyslunni er hætt. 3. Tímabundin eða stöðug neysla áfengis veldur hjá allmörgum (5—12%) ávanamyndun (addic- tion), sem kemur fram í vanlíðan (fráhvarfs- einkennum) þegar neyslunni er hætt. 4. Félagsleg áhrif vegna óeðlilegrar hegðunar á- fengisneytenda eru oft mjög skaðleg, en valda hjá öllum neytendum afbrigðilegri framkomu, sem á einn eða annan hátt hefur áhrif á um- hverfislega stöðu einstaklingsins. Ef orsakasamhengið er sérstaklega skoðað þarf að gera skýran greinarmun á: 1. Hvers vegna fólk neytir áfengis. 2. Hverjar afleiðingar efnisins ethylalcohol eru, geðrænt eða líkamlega séð. Læknisfræðilega (pathophysilogically) er orsaka- valdurinn ethylalcohol gerandinn í þeim líkamlegu breytingum, sem eiga sér stað með ávanamyndun (addiction). Hverjar þær vefrænu breytingar eru verður ekki farið út í hér, en segja má, að þar sé um frumu- og líffæraaðlögun að ræða (adaptation). Aðaleinkenni þessarar aðlögunar líkamans eru: 1. Þolmyndun (tolerance), en þá er átt við að stöðugt meira þurfi af lyfinu til þess að fram- kalla sömu einkenni. læknaneminn 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.