Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 42
ar (proliferation) sléttra vöövafrumna í frumu- gróðri, og jafnframt, að próteinið losnar úr læðingi, þegar blóðflögur klumpast (aggregate). Síðar var sýnt fram á, að þessi sami vaxtai /aki stuðlar að fjölgun sléttra vöðvafrumna úr ósæð manna,55 sem og fjölmargra annarra frumutegunda, sem ræktaðar hafa verið.56’57 Æðaþelsfrumur eru athyglisverð undantekning, því að vaxtarvakinn hefur ekki áhrif á vöxt þeirra.56-58 Hins vegar hefur hann annan eiginleika, sem hugsanlega skiptir einnig máli í æða- kölkun; hann hvetur færslu (migration) sléttra vöðvafrumna í frumugróðri.59 A grundvelli ofangreindra uppgötvana hefur eftir- farandi vinnutilgáta í anda áverkakenningar verið fram sett (mynd 1) :13-59 Sár myndast í æðaþel fyr- ir áverkan háþrýstings, skaðlegra efna í hlóðrásinni, ónæmisárásar o. s. frv. Þegar æðaþelið er á brott numið komast blóðflögur í snertingu við sameindir, sem hvetja til hlóðflöguklumpunar, einkum kollagen, og blóðflögur setjast í sárið. Jafnframt losnar úr læðingi vaxatrvakinn, sem að ofan er lýst, sem hvet- ur sléttar vöðvafrumur úr miðlagi æðarinnar til að leggja land undir fót inn í innlag æðarinnar, þar sem síðan verður frumufjölgun, sem svo miklu virð- ist skipta í framvindu æðakölkunar. Því næst tekur við bandvefsmyndun og fitusöfnun. Sárið í æðaþels- laginu, sem öllu hratt af stað, gerir fitusameindum auðveldara fyrir að komast inn í æðavegginn, og glýkósamínóglýkön (GAG), sem sléttu vöðvafrum- urnar mynda, binda LDL og stuðla þannig að því að kólesteról og kólesterólestrar ílendist í æðaveggnum. Eins og að ofan getur var vinnutilgáta þessi sam- in á grundvelli vefjagróðurrannsókna og þekkingar á því, hvernig slagæðarveggur bregst við áverka. Hún öðlaðist frekari styrk frá tilraunum á öpum og kanínum, sem sýndu, að séu dýr þessi gerð blóð- flögufá (thrombocytopenic) eða þeim gefin lyf, sem hindra starfsemi hlóðílagna, áður en slagæða- þel þeirra er skaddað, gróa æðaþelssárin án fjölg- unar sléttra vöðvafrumna; engin æðakölkun á sér stað.60'61’62 í þessum tilraunum virðast blóðflög- urnar gegna úrslitahlutverki í fullu samræmi við vinnutilgátuna. Hins vegar ber þess að geta að ann- ar hópur vísindamanna63 sá ekki þessi sömu áhrif af lyfjum, sem hindra blóðflögustarfsemi, og mikið starf er enn óunnið á þessum vettvangi. Af þrotnboxönum og prostatflandínum Vegna þess, hve blóðflögur gegna mikilvægu hlut- verki í þeirri útgáfu áverkakenningarinnar, sem að framan er lýst, er mjög líklegt, að nýfundinn skiln- ingur á gagnverkandi áhrifum blóðflagna og æða- veggjar muni varpa ljósi á a. m. k. suma þætti æða- kölkunar.64 Lengi hefur verið Ijóst, að heilbrigt æðaþel hvet- ur ekki storkusameindir blóðsins og blóðflögur loða ekki við það. Þótt þessir eiginleikar flokkist undir helstu sérkenni æðaþels, er enn á huldu, hvernig á þeim stendur. Hvað veldur því, að blóðflögur loða við nánast öll lífræn og ólífræn yfirborð, að æðaþeli undanskildu? Sennilega eru ástæðurnar margar: Fráhrindandi rafhrif (bæði blóðfiögur og æðaþel hafa neikvætt yfirborð),65 virkt brottnám æðaþels á serotonini,66 ADP67 og fleiri efnum úr blóði, sem öll hvetja til blóðflöguklumpunar, o. s. frv. Of langt yrði upp að telja.33 Uppgötvun þromboxans (throm- boxane A2, TXA2) og prostaglandíns I2 (prostacyc- lin, PGI2) ollu hins vegar slíkum kaflaskilum í líf- eðlisfræði æðaþels og blóðflagna, að gera verður þeim nokkur skil. Árið 1975 uppgötvuðu Hamberg, Samuelsson68 og samverkamenn þeirra við Karo- linska sjúkrahúsið TXA2 og röktu myndun þess í blöðflögum til sameiginlegs upphafs prostaglandína, arakídon sýru (arachidonic acid). Þetta nýfundna efni reyndist mjög virkur hvati blóðflöguklumpun- ar, jafnframt því, sem það veldur samdrœtti í æðum af meira afli en flest önnur efni. Leit að TXA2 í öðr- um vefjum, m. a. æðum leiddi til uppgötvunar efnis með algerlega gagnstæð áhrif: Það hindrar klump- un blóðflagna og veldur útvíkkun æða.69 Fyrst var eínið kallað prostaglandín X, en síðar prostacyclín, þegar athuganir á byggingu þess afhjúpuðu hring, sem ekki er til staðar í öðrum prostaglandínum.70 Loks hefur því verið fundinn staður í heildarskema prostaglandína (mynd 2) og nefnt prostaglandín I2 (PGIo).71 Fins og önnur prostaglandín og þromboxön er PGIo afurð af þeirri efnaskiptakeðju, sem runnin er frá arakídonsýru og greinist eftir myndun skamm- lífra millistigsefna, svokallaðra endoperoxíða PGG2 og PGHo (mynd 2).71,72 Þótt sýnt hafi verið fram á myndun PGIo í ýmsum hffærum, svo sem maga,73 legi74 og fleiri,72 virðist æðaveggurinn, einkum 40 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.