Læknaneminn - 01.12.1980, Blaðsíða 25
að hafa er skylt að nefna, og er það gert með latn-
eskri skammstöfun (Tabl., Caps., Mixt.). Lyfjaheitið
er skrifað í sömu línu. Sérlyfjaheiti skráðs sérlyfs
er skrifað samkvæmt sérlyfjaskrá, en samheili stað-
fests staðlaðs forskriftarlyfs er skrifað samkvæmt
Lyfjaverðskrá I. Styrkleiki lyfsins er einnig skrifað-
ur í sömu línu, aftan við lyfjaheitið, ef lyfið inni-
heldur eitt virkt efni, en því er sleppt sé um blönduð
lyf að ræða. Styrkleikinn er gefinn upp á eftirfar-
andi hátt:
1. Töflur, hylki, skammtar: Þyngd virka efnisins
í hverri einingu er tilgreind í grömmum (g) ef
vigtin er meiri en 1 g; í milligrömmum (mg)
ef vigtin er minni en 1 g en meiri en 0,1 mg;
en í míkrógrömmum (míkróg) ef vigtin er
minni en 0,1 mg. Þannig er bannað að skrifa
núll næst á eftir kommu (t. d. 0,01 mg verður
að 10 míkróg).
2. Stungulyf: mg/ml.
3. Innrennslislyf (Infundibilia) : g/1 (eða g/1000
ml) og einnig skal geta mmól/1 (eða mmól/
1000 ml).
4. Innrennslisþykkni (Adfundibilia): mg/ml (eða
g/ml) og einnig skal geta mmól/1.
5. Skolvökvar: g/1 (eða rng/1).
6. Lífhimnu- og blóðskilsvökvar (Dialytica) : g/1
(eða mg/1) og einnig skal geta mmól/1.
Aflient magn ávísaðs (lyfs (Subscriptio). No:
(Numero = fjöldi) er samkvæmt venju skrifað í
næstu línu neðan við lyfjaávísunina, og á eftir fer
þá ávísað magn lyfsins. Áður fyrr var einnig notuð
skammstöfunin D (Da., Detur, Dentur = afhend þú)
framan við no: (Dno:), en hún er tæpast notuð
lengur.
1. Stykkjafjöldi lyfs í föstu formi (Tabh, Caps.,
Supp.) er samkvæmt hefð skrifaður í róm-
verskum tölustöfum (1 = 1, V = 5, X = 10,
L = 50, C = 100, D = 500, M =1000). Eftir-
ritunarskyld lyf eru einnig merkt með bók-
stöfum.
2. Magn fljótandi vökva (Mixt., Syr., Oculog.,
Rhinog., Otog.) er skrifað í latneskum tölustöf-
um og í mælieiningunni ml (t. d. No: 250 ml).
3. Magn hálffljótandi vökva (Ung., Crem., Pasta)
er skrifað í latneskum tölustöfum í mæliein-
ingunni g (t. d. No: 30 g).
Sérlyfjum er ávísað í þeim pakkningastærðum,
sem skráðar eru í sérlyfjaskrá. Stöðluðum forskrift-
arlyfjum, sem stöðluð hafa verið í ákveðnum pakkn-
ingastærðum, er ávísað í þeim stærðum, og má finna
þær stærðir í þar til gerðri skrá yfir þau lyf (Dreifi-
bréf heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins nr. 12/
1978 L). Ef útgefandi lyfseðils óskar eftir því að
ávísa lyfi í öðru magni en staðlað er í iáðurnefndum
skrám, skal hann auðkenna það með því að skrifa
magnið einnig með bókstöfum, annars má lyfjafræð-
ingurinn breyta ávísuðu magni lyfsins í þær pakkn-
ingastærðir, sem liggja næst ávísuðu magni. Þetta
má lyfjafræðingurinn þó ekki ef um eftirritunar-
skyld lyf er að ræða (enda er ávísað magn þá skrif-
að bæði með tölustöfum og bókstöfum).
Fyrirmœli um notkun lyfsins (Signatura). Ds:
(Detur signetur = þar á merk þú) er samkvæmt
venju skrifað í næstu línu neðan við subscriptio, og
framan við fyrirmælin sjálf. Áður fyrr var einnig
notuð skammstöfunin S: (Signa, Signetur, Signetur
= merk þú) en hún má heita aflögð. Fyrirmælin
skulu vera nákvæm og auðskilin fyrir sjúklinginn og
hljóða upp á: Hvernig lyfið sé tekið inn, hversu
mikið af lyfjum sé tekið í hvert skipti, og hversu oft
á dag lyfið sé tekið. Einnig er æskilegt að geta þess
við hvaða sjúkdómseinkennum lyfið sé gefið (t. d.:
Við höfuðverk).
1. Töflur og hylki sem á að gleypa þurfa engra
útskýringa við, en sé um stíla að ræða þarf að
taka fram hvernig á að nota þá, og má þá nota
latínu á lyfseðlinum, og skráir lyfjafræðingur-
inn fyrirmælin á íslensku, t. d. Per rectum =
Stingist í endaþarm, Per vagina = Stingist í
skeið.
2. Fljótandi vökvar: Notkun þeirra er auðkennd
á latínu og skráir lyfjafræðingurinn fyrirmælin
á íslensku:
a) i. v. (intra venous) = til að dæla í æð.
b) i. m. (intra muscular) = til að dæla í
vöðva.
c) s. c. (subcutant) = til að dæla undir húð.
d) ad iniectionum - er skrifað ef lyfið er þurr-
LÆKNANEMINN
23