Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 20

Læknaneminn - 01.12.1980, Síða 20
Skyndihjálp, pegar stendur í fólki Tryggvi Ásmundsson læknir Nýlega hefur verið greint frá aðferð til að ná upp bitum sem hrokkið hafa niður í barka á fólki. Banda- ríkj amaðurinn Henry J. Heimlich lýsti þessari að- ferð fyrstur árið 1974 og er hún oft nefnd „grip Heimlichs“. Aðferðm hefur síðan verið kynnt víða í blöðum og tímaritum fyrir almenning, því að sjaldnast er læknir viðstaddur þegar hrekkur ofan í fólk og því liggur við köfnun. I Bandaríkjunum er talið að um þrjú þúsund manns kafni árlega við það að standi í þeim, og svarar það til um þriggja slíkra dauðsfalla árlega hér á landi. Til þess að bjarga fólki úr slíkum lífsháska verður björgunarmaðurinn að kunna tvennt: 1 fyrsta lagi að þekkja einkenni um hættu á köfnun, og í öðru lagi að kunna aðferð Heimlichs við hinar ýmsu aðstæður. Einhenni hiifnunar þeyttr fólhi svelyist á Venjulega verða slíkir atburðir við máltíðir, en hjá börnum líka oft við leik þegar þau eru að ærsl- ast með einhvern smáhlut í munninum. Flestu fólki sem svelgist illa á verður fljótt á að grípa með út- glennta þumalfingur og vísifingur um hálsinn. Að- spurðir geta þeir oft ekki svarað að það standi í þeim. Onnur einkenni urn yfirvofandi köfnun eru í fyrsta lagi að viðkomandi geta ekki talað eða andað, í öðru lagi að þeir fölna í fyrstu og hlána síðan, og í þriðja lagi að þeir missa meðvitund og falla fram á borðið eða á gólfið. Mikilvægt er að hefjast strax handa þegar fyrstu einkenna verður vart en híða ekki eftir að fórnarlambið hláni eða missi meðvit- und. Oft kemur fyrir í veislum eða á veitingahúsum að sá sem stendur í reynir að forða sér frá borðinu til að valda ekki truflun. Það getur skipt sköpum í slík- um tilfellum að viðkomandi sé strax fylgt eftir og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Sama gildir ef mað- Mynd, ]. ur kemur að einhverjum liggjandi úti á gangi eða á salerni á veitingastað án sjáanlegs áverka, að reikna með að um köfnun geti hafa verið að ræða og grípa tafarlaust til þeirra handtaka sem þar eiga við. Þau geta engu spillt þó um aðrar orsakir væri að ræða. 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.