Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 4

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 4
Leiðari ritstjóra Ég get ekki látið tækifærið, að „messa“ svolítið, ganga mér úr greipum. Messa, því ekki það. Pabbi sagði alltaf að ég yrði prestur er úr mér tognaði. Ekki slæm hugmynd það. Samkvæmt mínum upplýsingum þá eru íslenskir læknar rúmlega 1300. Hér heima eru læknar um 900 og þar af um 800 starfandi. Læknadeild H.í. hefur útskrifað um 36 lækna á ári og má ætla að 33 (90%) þeirra fari utan til frekara náms. Ef framhaldsnámið tekur að meðaltali 5 ár þá ættu íslenskir læknar erlendis því að vera 165 á hverjum tíma, en ekki rúmlega 400 eins og þeir eru nú. Endurnýjun hér heima er lauslega áætluð um 15 læknar á ári. Hörðustu fylgismenn markaðshyggjunnar segja að hið nýtilkomna atvinnuleysi hér á landi sé komið til að vera. Því verði ekki stjórnað með handafli heldur lúti það lögmálum um framboð og eftirspurn. Þjóðin hefur ekki efni á að nokkur vinnandi maður gangi um atvinnulaus, allra síst læknar sem notið hafa menntunar er kostað hefur þjóðina mikla fjármuni og hann lungan úr ævinni. Það hefur þó ekki verið svo að íslenskir læknar hafi mælt göturnar því margir hafa ílengst erlendis, ýmist framlengt námið eða hafið störf í dvalarlandinu. Þetta er alþekkt og hefur verið nefnt „dulið“ atvinnuleysi lækna. Engu einu er um að kenna en það sem mig langar að taka út og minnast sérstaklega á er eftirspurn heilbrigðiskerfisins eftir unglæknum, en hún er lauslega áætluð um 32-36 störf á ári. Þessi þörf er í engu samræmi við fyrrnefnda endurnýjunarþörf á sérmenntuðum læknum. Ójafnvægi þetta hlýtur því að vera hluti af vandanum, og er fram líða stundir, leiða til frekari fjölgunar íslenskra lækna í útlöndum. Hér fer ég ekki með neinn stórasannleik heldur staðreyndir sem allir vita um en enginn virðist bregðast við. Þessi vandi varð ekki til í einni svipan og verður ekki leystur á neinn einfaldann hátt en við verðum að koma í veg fyrir að vandinn vaxi enn frekar. Því skora ég á þá, sem nú hafa með málefni Læknadeildar að gera, að sýna kjark og koma með raunhæfar tillögur þannig að í framtíðinni megi minnka fyrrnefnda þörf á unglæknum og þannig fækka læknanemum. Það má t.d. breyta verkaskiptingu milli unglækna og sérfræðinga og flytja hluta af störfun unglækna yfir á meinatækna, ritara o. s. frv. Samhliða yrði að fjölga sérfræðingum og skilgreina verksvið þeirra betur. Inn í þetta blandast auðvitað önnur mál eins og verkleg kennsla læknanema, þjálfun unglækna, kjaramál lækna, ýmis séhagsmunamál ákv. hópa og fjölgun sterkara kynsins í læknastétt, en það yrði of langt mál og flókið og ekki á mínu færi að fara frekar út í hér. Fækkun læknanema niður í 20-24 er mjög raunverulegur kostur. Mörgum ykkar finnst þetta eflaust vera fáránlegar tillögur en það er alveg fráleitt að halda sama fyrirkomulagi áfram. Eru læknar undanskildir lögmálum um framboð og eftirspurn? Það dugar mér, samstúdentum mínum og fjölskyldum okkar skammt að heyra að það eigi jafnvel að rofa til í atvinnumálum lækna í Evrópu eftir árið 2010 og um 2020 hér heima. Ég vil að lokum þakka Einari Erni samstarfið og Fjólu, Astu Karen, Lilju Dögg og Hauki Steini þolinmæðina. Helgi Hafsteinn Helgason 2 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.