Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 9
UMRITUNARPRÓTEIN
frumur forstigsfrumur sem geta annaðhvort myndað
fullþroskaða sómatótrópa eða laktótrópa (Mynd 3).
Munurinn á þessum forstigsfrumum og fullþroskuð-
um sómatótrópum er sá að síðarnefndu frumurnar tjá
viðtæki fyrir growth hormone releasing factor
(GHRF). Forstigsfrumurnar og laktótrópar myndast
eðlilega í músum sem hafa stökkbreytingu í geninu
sem tjáir GHRF viðtækið. Hins vegar hafa þessar
mýs (little mouse) enga sérhæfða sómatótrópa og er
því heiladingull þeirra smár og mýsnar dvergar
vegna vaxtarhormónsskorts sem bendir til að GHRF
og viðtæki þess eru nausynleg fyrir myndun og
fjölgun sérhæfðra sómatótrópa. Lífefnafræðilegar
aðferðir haf sýnt fram á að Pit-I stjórnar tjáningu á
GHRF vitækjageninu og þar með stjórnar bæði því
hormóni sem einkennir þessa frumutegund og
viðtæki þvf sem er nauðsynlegt fyrir frumufjölgun.
Stökkbreytingar í Pit-1 geninu
Stökkbreytingum í Pit-1 geninu var fyrst lýst í
dvergmúsunum Snell og Jackson. Heiladingullinn í
þessum músum inniheldur enga thyrótrópa, sóma-
tótrópa eða laktótrópa og eru því mýs þessar
hypóthyroid og dvergar. Síðar hefur stökkbreyt-
ingum í Pit-1 geninu verið lýst í mönnum sem hafa
sömu einkenni og Snell músin. Þessar rannsóknir
hafa erfðafræðilega sannað mikilvægi Pit-1 fyrir
FORUM
BNBiÍK'JPI EJJj'EIIJjfel Spillum henni ekki með sígarettu-
WmW0 r IVlHI stubbumeðaflöskubrotum.
í NÁTTÚRUNNI ATV?
stjórnun á genunum sem tjá TSH, vaxtarhormón og
prólaktín. Þess utan hlýtur Pit-1 genið að stjórna
fjölgun thyrótrópa, sómatótrópa og laktótrópa. Eins
og áður var sagt, er líklegt að Pit-1 stjórni tjáningu
viðtækja sem eru mikilvæg fyrir frumufjölgun.
Líklegt er að önnur umritunarprótein noti svip-
aðar aðferðir til að stjórna frumusérhæfingu og
líffæramyndun. Sömuleiðis er líklegt að margir
meðfæddir gallar í líffæraþróun stafi af stökkbreyt-
ingum í genum sem tjá umritunarprótein.
Ráðlagt lesefni:
Andersen, B. and Rosenfeld, M.G. Pit-1 determines
cell types during development of the anterior pituitary
gland. A model for transcriptional regulation of cell
phenotypes in mammalian organogenesis. Journal of
Biological Chemistry 269: 29335-29338, 1994.
Hall, P. and Watt, F.M. Stem cells: the generation and
maintenance of cellular diversity. Development 106: 619-
633, 1989.
Johnson, P.F. and McKnight, S.L. Eukaryotic
transcriptional regulatory proteins. Annual Review of
Biochemistry 58: 799-839, 1989.
Kessel, M. and Gruss, P. Murine developmental
control genes. Science 249: 374-379, 1990.
Thompson, C.C. and McKnight, S.L. Anatomy of an
enhancer. Trends in Genetics 8: 232-236, 1992.
7