Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 11

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 11
ASTMI ASTMIII MEÐFERÐ Unnur Steina Björnsdóttir I fyrri hluta þessarar greinar sem birtist í Lækna- nemanum 47. árg., 2.tbl. 1994, var fjallað um mein- gerð astma. Hér verður farið yfir meðferð á sjúkdómnum. Val á réttri astmameðferð byggist á því að læknir skilji meingerð sjúkdómsins og þekki verkun hinna ýmsu lyfja. Takmark meðferðar er að halda sjúklingi einkennalausum á lágmarks lyfjameðferð (Tafla I). Sjúklingafræðsla - „Astmaskólinn“ Fræðsla sjúklinga með langvinna sjúkdóma eins og astma er lykilþáttur í meðferðinni. Gott er að kenna sjúkdóminn smám saman, í hvert sinn sem sjúklingur kemur til læknis, og fara þá yfir nokkra afmarkaða þætti í einu. í flestum löndum eru starfræktir „astmaskólar“ þar sem hópfræðsla fer fram. Þar hitta sjúklingar aðra einstaklinga með svipuð vandamál og fá oft svör við brýnum spurn- ingum sem þeim annars hafði ekki hugkvæmst. Þar er farið yfir tækni við notkun lyfjanna, með sýni- kennslu og reglulegir fyrirlestrar um tiltekin efni haldnir. Slíkur skóli er starfandi á Vífilsstaðaspítala. Mikilvægt er að gera sjúklingi grein fyrir því að sjúkdómurinn er þrálátur, þótt einkenni séu misjöfn frá degi til dags. Sjúkdómurinn getur jafnvel horfið, en algengara er að hann hörfi um skeið og skjóti af og til upp kollinum, t.d. samfara sýkingum í efri öndunarvegi. Sjúklingurinn verður því að þekkja sjúkdóminn til hlítar og læra hvenær og hvernig eigi að bregðast við hverju sinni, hvað eigi að forðast og hvenær leita þurfi læknis. Þótt hópfræðsla sé að mörgu leyti áhrifarík, er viðtal einstaklings og læknis og tíð fræðsla á Höfundur er sérfrœðingur í lyflœkningum, ofnœmis- sjúkdómum og ónœmisfrœði læknastofunni mikilvægust. Heppileg leið að settu marki er að semja meðferðaráætlun fyrir hvern einstakling. Þannig getur sjúklingurinn gert sér grein fyrir hvernig daglegri meðferð verður háttað og einnig hvernig og hvenær rétt sé að grípa inn í með aukinni lyfjagjöf. Slík sérsniðin meðferðaráætlun eykur líkur á því að sjúklingur taki lyf rétt. Mikilvægt er að sjúklingurinn læri að þekkja hvaða áreiti eða ofnæmisvakar koma einkennum af stað og hvernig best sé að forðast þá (Tafla 2). Margir sjúklingar þurfa á daglegri meðferð að halda. Ýmiss konar úðarar og staukar eru til og því mikilvægt að kenna sjúklingi rétta notkun hvers lyfs fyrir sig (Mynd 1). Auk þess er nauðsynlegt að skýra út hvernig lyfin verka, hverjar aukaverkanir eru og svara spurningum varðandi meðhöndlun þeirra. Nauðsynlegt er að skýra út hvenær og hvernig sjúklingurinn á að nota lyfjastaukana þannig Taíla 1. Markmið astma meðferðar er: • að koma í veg fyrir einkenni (hósta, mæði, and- þyngsli). Þessi einkenni koma oftast samfara áreynslu, á næturna eða snemma morguns. • að hindra tímabundna versnun. • að stefna að eðlilegri lungnastarfsemi (mælt með pústprófsmæli (PEF) eða spírómetríu (FEVl og FVC)). • að minnka dægursveiflur í lungnastarfsemi (astmasjúklingar eru með lægra PEF og meiri einkenni á morgnana en kvöldin, þennan mun þarf að afmá með réttri lyfjameðferð). • að stefna að óskertu áreynsluþoli og vinnugetu og ótrufluðum svefni • að forðast aukaverkanir lyfja. • að sjúklingurinn gjörþekki sjúkdóminn og kunni að bregðast rétt við hverju sinni LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.