Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 25

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 25
HORMÓNAMEÐFERÐ Tafla 1 Framleiðslci kynhormóna frá eggjastokkum og nýrnahettum (6). Hormón Þéttni í serum Hlutfall frá Hlutfall frá kynkirtlum (%) nýrnahettum (%) Á frjósemisskeiði Estradíól 100-2000 pmól >95 <5 Estrón (ókonj.) 80-1000 pmól 75 25 Estrón súlfa 1- 25 nmól 75 25 Testósterón <2,5 nmól 40 60 Andróstendíón 2,4-8,5 nmól 25 75 DHA 4- 38 nmól 100 DHEAS 1- 7,8 umól 100 Eftir tíðahvörf Estradíól <50 pmól <5 >95 Estrón (ókonj.) 80-300 pmól <5 >95 Estrón súlfat 0,3-3,0 nmól <5 >95 Testósterón <2,5 nmól 50 50 Andróstendíón 1,1 -5,2 nmól 10 90 DHA 1,5-12,0 nmól 100 DHEAS 0,3-3,3 umól 100 DHA=dehydroandrosterone, DHEAS=dehydroepiandrosterone sulphate. barnafjölda og hæðar kvenna og aldurs við tíðahvörf. Grannar konur fara hinsvegar fyrr en feitar í tíðahvörf og sterkt samband hefur sést við reykingar. Því meira sem konur reykja, því fyrr fara þær í tíðahvörf og á það einnig við ef þær hafa einhvern tíma reykt. Meðalaldur(median age) kvenna á Vesturlöndum við náttúrleg tíðahvörf er um 51 ár og talað er um að kona sé komin yfir tíðahvörf ef liðnir eru 12 mánuðir frá síðustu blæðingum. Það er umdeilt hvort þessi meðalaldur hafi breyst gegnum aldirnar, eins og gerst hefur með aldur við kynþroska, þar sem meðal- aldur hefur lækkað. Trúlega hafa breytingar verið litlar, því í fornum ritum er oftlega minnst á 50 ár sem aldur við tíðahvörf (7). Hormónaframleiðsla fyrir og eftir tíðahvörf Á frjósemisskeiði konunnar fer estrógenfram- leiðslan að mestu fram í granulósafrumum eggja- stokkanna og sveiflast hún verulega yfir tíða- hringinn, undir stjórn heiladingulshormóna. Reglu- bundið egglos einu sinni í mánuði með framleiðslu á prógesteróni (og estrógeni) frá gulbúinu (corpus luteum), veldur umbreytingu kirtla (secretorial transformation) í slímhúð legsins. Þessar breytingar ásamt því að hormónaáhrifin hætta í lok gulbúsfas- ans eru forsenda reglulegra tíðablæðinga. Fyrstu breytingarnar sem verða fyrir tíðahvörfin eru oft þær að egglos verður ófullkomið eða gerist alls ekki, jafnvel þó estrógenframleiðsla sé lítið farin að minnka. Minnkuð framleiðsla eða vöntun á prógesteróni gulbúsins, verður til þess að engin eða ófullkomin umbreyting verður á slímhúð legsins og blæðingar geta orðið óreglulegar. Standi það ástand lengi geta stöðug örvandi áhrif estrógens, án hemj- andi áhrifa prógesteróns, leitt af sér ofvöxt (hyper- plasia) í legslímhúðinni, sem á löngum tíma getur orðið að frumubreytingum og síðar krabbameini í legi (endometrial carcinoma) (4). Nýgengi legbols- krabbameins hefur verið óbreytt á Islandi frá 1966, eða 11-13 tilfelli/100.000 konur/ár. Frumeggbú (primordial foolicles) eggjastokka eru margar milljónir við fæðingu en fækkar afar hratt og eru aðeins um nokkur þúsund við upphaf kynþroska. Fjöldi þeirra er þó yfrið nægur. I hverjum mánuði fara 5-10 eggbú (oocytes) af stað til að þroska eitt egg (dominant follicle) og á 30 árum er það um 1500-3000 eggbú (Mynd 2). Við tíðahvörfin hefur estrógenframleiðsla eggjastokka fallið verulega og þegar liðið hafa um 5 ár frá tíðahvörfum er hún mjög lítil (Mynd 1). Estrógen eggjastokkanna er nær eingöngu estradíól-176 (E2), sem er líffræðilega áhrifaríkast af estrógenunum og binst sterkast við estrógenviðtaka. Eftir tíðahvörfin er því magn estradíóls í serum mjög lítið, en hlutfall veikari estrógena, aðallega estróns (El), eykst. Estrón verður til fyrir ummyndun (aromatisation) andrógena, mest andróstenedíóns, frá nýrnahettum. Estrón umbreytist í estrónsúlfat og í litlu magni í estradíól. Þessi ummyndun fer fram í ýmsum vefjum LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.