Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 26
Mynd 2. Yfirlit yfir œviskeið konu. Rauðara ritið sýnir fjölda eggbúa, en svarta ritið sýnir ýmis tímamót, hjá konunni, frá kynþroska fram yfir tíðahvörf (Speroff 1994). líkamans, mest í fituvef, en einnig í lifur, heila og vöðvum (5). Feitir einstaklingar hafa meira magn estrógens í blóði fyrstu árin eftir tíðahvörf, en það lækkar þó einnig með aldrinum vegna minnkandi framleiðslu andrógena frá nýmahettum. Testósterón, sem er kröftugast andrógenanna myndast hjá konum að helmingi í hilus (stroma) frumum eggjastokkanna og að helmingi frá veikum andrógenum nýrnahettna. Testósterón magnið minnkar hægt eftir tíðahvörfin og áhrif þess mótast af því hve mikið er frítt og hve mikið er bundið í serum. Mestur hluti þess er bundinn af bindipróteini (sex hormone binding globulin, SHBG), en SHBG lækkar með aldrinum þannig að virkt testósterón minnkar ekki, þrátt fyrir minnkaða framleiðslu (6). Áhrif hormóna Áhrif kynhormóna (sex steroids) í líkamanum eru víðtæk, en hjá konum gætir áhrifa estradíóls mest á líffæri, sem hafa flesta östrógen viðtaka, ss. brjóst, leg, skeið og ytri kynfæri. Estradíól binst viðtökum á yfirborði frumunnar og flytur boð sín til kjamans þar sem það veldur aukningu á RNA-framleiðslu, sem síðan leiðir tii aukinnar framleiðslu próteina og aukinna frumuskiptinga þar sem það á við (7). Estradíól örvar myndun eigin viðtaka og einnig prógesterón viðtaka. Prógesterón hefur aftur á móti hemjandi áhrif á þetta ferli með því að hindra framleiðslu estrógenviðtaka og koma af stað fram- leiðslu hvata sem stjórna estrógen efnaskiptum og niðurbroti. Prógesterón bælir frumuskiptingar sem estrógen örvar og kemur af stað meiri frumusér- hæfingu. Þar eð prógesterón verkar hemjandi á estrógen áhrifin dregur það einnig úr myndun eigin viðtaka og virkar þannig eins og bremsa. Þetta samspil er mest áberandi í víxlverkandi áhrifum hormónanna á legslímhúðina (endometrium) í tíðahringnum. Auk stöðva í undirstúku (hypotalamus) og miðheila hafa fundist venjulegir viðtakar fyrir kyn- hormón á ýmsum öðrum stöðum í miðtaugakerfi, svo sem hippocampus, corpus amygdaloideum og corpus coeruleus. En kynhormónin verka einnig eftir öðrum leiðum eins og sést á því að áhrif eftir gjöf koma oft mjög fljótt fram. Um er að ræða áhrif gegnum GABA receptor komplex (GRC) sem miðlar boðum í miðtaugakerfi. Það er t.d. velþekkt að kynhormón hafa margþætt áhrif á hegðun, almenna líðan og einbeitingu. Almennt hefur verið sagt að estrógen verki örvandi og prógesterón letjandi á miðtaugakerfið. Há þéttni í serum af estrógeni, eins og sést um miðbik tíðahrings, veldur aukinni færni á ýmsum sviðum, skynjun eins og heyrn, sjón og lykt verður næmari og samhæfing hreyfinga og skammtímaminni verður betra. Áhrif Mynd 3. Estrógen fitudreyfing (Anders Zorn 1880-1920. Studie 1903). 24 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.