Læknaneminn - 01.04.1995, Side 28

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 28
dreyfingu líkamans yfir í svokallaða „andrógen" fitusöfnun (Myndir 3 og 4). Samtímis þessu verður aukning á fríum fitusýrum og þríglýseríðum í blóði, sem aftur leiðir af sér aukna insúlínmótstöðu. Liframiðurbrot á insúlíni minnkar, HDL2-kólesteról lækkar og LDL-kólesteról hækkar í blóði. Auk þessa hefur estrógen m.a. jákvæð áhrif á flutning lípó- proteina um æðavegg og það örvar myndun prosta- cýklíns sem dregur úr samdrætti í slagæðum. Flestar tilraunir á áhrifum estrógena á hjarta- og æðakerfið, virðist styðja niðurstöður frá faraldsfræðilegum rannsóknum, sem benda til hagstæðra áhrifa estrógenmeðferðar. Þannig hafa stórar athuganir sýnt að hlutfallsleg áhætta (relative risk) á hjarta- og æðasjúkdómum minnkar um allt að helming hjá þeim konum sem fengið hafa estrógen um tíðahvörf. (14) Þetta gildir ekki um hættu á bláæðablóðtappa, en konur eru þar í mun meiri hættu en karlmenn, sem talið er til áhrifa estrógens. Ekki er alveg ljóst í hverju áhrifin liggja, en estrógen eykur storku- tilhneigingu blóðs í bláæðum með því m.a. að draga úr virkni antitrombíns-III. Beinþynning, sem er afleiðing af stöðugri minnkun á stoðvef og kalki úr beinagrind, er í dag talin vera ein af alvarlegustu afleiðingum lang- varandi hormónaskorts hjá konum. Kalktapið er mest fyrstu 3-6 árin eftir tíðahvörf en minnkar síðan. Estrógen viðheldur beini m.a. með því að vinna gegn áhrifum hjáskjöldungshormónins (PTH) auk þess sem það örvar kalsítónín framleiðslu, en vinnur einnig að nýmyndun beins gegnum östrógenviðtaka sem hafa fundist í beinmyndunarfrumum (osteo- blasts) (15). Beinþynning leiðir af sér aukna hættu á beinbrotum og samfalli hryggjarliða. Úlnliðsbrot, við litla áverka, eru dæmigerð brot hjá einstakl- ingum með beinþynningu. Eftir því sem konur eldast verða lærleggsbrot, vegna vægra áverka, einnig algeng. Talið er að um það bil fjórða hver kona geti verið í hættu á að fá beinþynningu á efri árum og tíðni þessa ástands og afleiðingar þess hafa aukist verulega á Vesturlöndum síðustu áratugina. Estrógenskortur á efri árum er ein aðalorsökin, þótt aðrir þættir svo sem reykingar, rangt mataræði og hreyfingarleysi geti einnig haft veruleg áhrif. Sé litið á tíðni brota á Vesturlöndum og þær upplýsingar sem liggja fyrir á Islandi má áætla hér Mynd 4. Andrógen fitudreyfing (Herman&Herman). verði 12-1500 brot á ári sem rekja má til bein- þynningar, þar af um 200 mjaðmabrot (16). Heimildir: 1. Insburg J, Hardiman P. The menopausal hot flush: facts and fancies. In: Berg G and Hammar M eds. The Modern Management of the Menopause: A perspective for the 21 st century. New York, London. The Parthenon Publishing Group 1994; 123-135. 2. McKinley S, Brambilla DJ, Posner JG. The normal menopausal transition. Maturitas 1992;14:103-15. 3. Lobo RA. Estrogen and cardiovascular disease. Ann NY AcadSci 1990;286-94. 4. Llewellyn-Jones D. Fundamentals of obstetrics and gynaecology. -5th ed.Vol.2: Gynaecology. London/ Boston, faber and faber 1990;275. 5. Simpson ER, Merrill JC, Hollub AJ, Graham-Lorence S, Mendelson CR. Regulation of estrogen bio- synthesis by human adipose cells. Endocrine Rev 1989;10:136-48. 6. Carlström K, Landgren B-M. Klimakteriets endo- crinologi. In: Hammar M, Berg G, eds. Klimakteriet och dess behandling. Arg rapport nr. 25. Linköping 1993;8-12. 7. Llewellyn-Jones D. Fundamentals of obstetrics and gynaecology. -5th ed.Vol.2: Gynaecology. London/ Boston, faber and faber 1990;40. 8. Finn DA, Gee Kw. The significance of steroid action at the GABAA receptor complex. In: Berg G and Hammar M eds. The Modern Management of the Menopause: Aperspectiveforthe21stcentury. New 26 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.