Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 36

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 36
nógu góð og illa skipulögð. Oftast er lítið um að vera eftir hádegi á deildinni svo klíníkur mættu vera þá, þannig að morguninn nýttist betur. Of margir nemendur (7-8) voru á deild í einu þannig að lítil sem engin deildarvinna og ábyrgð féll í hlut nemenda. Frekar mætti stytta tímann á deild, og hafa færri nemendur í einu. Vaktir nýttust alls ekki og sárasjaldan var haft samband við vakthafandi nema á geðdeil ef sjúklingar komu inn á bráðamóttöku. HEIMILISLÆKNINGAR Verklega kennslu þyrfti að auka í tvær vikur. Athuga mætti möguleika þess að hafa kost á annarri vikunni utan Stór-Reyjavíkursvæðisins. Góð mark- lýsing var afhent í upphafi fyrirlestra. I ár var minni áhersla á fyrirlestra en meira lagt upp úr hópvinnu og klínískum verkefnum sem var mjög gott. Sumir fyrirlestrann urðu þó of langir þannig að ekki náðist að fara í öll verkefnin. “þemadagar” (2 vikur), sem rétt var minnst á í haust að kæmu í stað valtímabils (2-3 vikur) sem er í kennsluskrá, eru illa skilgreindir. Hugmyndin er góð en það má ekki koma niður á því littla vali sem er til staðar í deildinni. Áhugi er meðal langflestra nemenda á 5. ári að halda valtímabili. AUGN S JÚKDÓM AFRÆÐI Verklegt nám er gott en heldur stutt (1 dagur). Þó boðið sé upp á meira verklegt þar fyrir utan, sem hver og einn getur skipulagt í sínum aukatíma, er augnkúrsinn svo aðþrengdur að illmögulegt er að nýta sér þetta. Fyrirlestrar og útbýti eru til fyri- myndar. 6. ÁR EITUREFNAFRÆÐI Lítið hagnýtt. Upptalning á hinum ýmsu efna- samböndum og málmum. Frekar mætti kenna klín- íska eiturefnafræði sem hluta af lyflæknisfræði. Próf þótti alltof nákvæmt. RÉTTARLÆKN SIFRÆÐI Hagnýtur kúrs. Spurning hvort þessi kúrs ætti frekar heima á fyrri námsárum. HANDLÆKNIS- OG LYFLÆKNISFRÆÐI Hugmynd frá því á síðustu ráðstefnu um að kenna handlæknis- og lyflæknisfræði í einni samfellu fyrr í náminu en sérgreinarnar á eftir er hér með ítrekuð. Rannsóknarverkefni gæti komið síðast eða einhvers staðar inn í. Próf í þessum fögum þykja gamaldags og einkunnir ekki nógu samræmdar. Próffyrirkomulag í verklegri handlæknisfræði, sem reynt var nú á 4. ári, er áhugaverð nýbreytni sem vert er að þróa frekar og nota á 6. ári. VALTÍMABIL Almenn ánægja. Bréf sem sent var tútorum, þar sem tekið var fram að leiðbeinandi þyrfti ekki að eyða löngum tíma í nemandann, ber vott um hugs- unarhátt sem þarf að breyta. Aðbúnaður læknanema LÆKNAGARÐUR Húsið hefur verið í byggingu frá 1979 og er ekki frágengið enn. Þar vantar nauðsynlega kaffistofu, félagsaðstöðu, tölvuver og aðstöðu fyrir hópvinnu. Gert er ráð fyrir þessari aðstöðu á 1. hæð Lækna- garðs sem enn er rétt rúmlega fokheld. Brýnt er að hefja framkvæmdir þar strax, því biðin eftir eftir þessum bráðnauðsynlegu en jafnframt sjálfsögðu hlutum er orðin alltof löng. Einnig kemur fram að nauðsynlegt að bæta verulega loftræstingu í les- stofunni á 3. hæð, hún tekur yfir 40 manns, en aðeins er þar einn opnanlegur gluggi og er þar því mjög loftlaust. Einnig var bent á að vegna þeirrar áherslu- breytingar sem er að ryðja sér til rúms hvað kennslu- hætti varðar, þ.e. fækkun fyrirlestra en jafnframt aukið sjálfsnám nemenda, þá vantar alveg að nem- endum sé gert kleift að stunda það sjálfsnám sem þeim er ætlað. í þeim tilgangi ber fyrst að nefna tölvuver. Aðstaða fyrir hópvinnu sem einnig gæti nýst við verklega kennslu (ss. kennslu líkamsskoð- unar) er einnig nauðsynleg. Aðstaða til þess að skoða kennsluefni á myndbandi er einnig nauðsynleg til sjálfsnáms. Fækkun fyrirlestra leiðir til umtalsverðs sparnaðar og vegur þannig upp á móti þeim kostnaði sem myndi hljótast af þessum framkvæmdum. 34 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.