Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Side 40

Læknaneminn - 01.04.1995, Side 40
í flestum læknaskólum eru krufningar ómissandi hluti námsins. 5) Tilraunum og smásjárskoðun er ágætlega sinnt og jafnvel of vel í sumum tilfellum eins og í tilraun- um í ólífrænni efnafræði, lífrænni efnafræði og líf- efnafræði. Nægilegt væri að hafa 1-2 tilraunir í hverju fagi fyrir sig þar sem helstu vinnubrögð eru kynnt en hafa í staðinn „lítii“ rannsóknarverkefni í hverju fagi (sjá að neðan). Á þessari upptalningu sést að ýmislegt er hægt að gera annað en að þylja upp stórasannleik yfir mis- passífum nemendum. Þau vinnubrögð teljast varla vísindaleg, gagnrýnin eða metnaðarfull. Þau hugtök eru samt oft tengd akademísku námi. Þetta má þó ekki skilja sem svo að okkar skoðun sé sú að fyrir- lestrar séu af hinu illa. Hlutverk þeirra er að gefa yfirlit yfir námefni, benda á mikilvæg atriði, aðlaga námsefni að íslenskum aðstæðum, svara fyrirspurn- um nemenda og halda nauðsynlegum tengslum milli forstöðumanna kennslugreina og nemenda. Þeir eru því nauðsynlegir sem slíkir. „LÍTIL“ RANNSÓKNARVERKEFNI í LÍFEFNAFRÆÐI í STAÐ „HEFÐBUNDINNA“ TILRAUNA. Sú hugmynd kom upp á ráðstefnunni að í stað tilbúinna tilrauna í lífefnafræði (og jafnvel fleiri fögum) verði hönnuð lítil rannsóknarverkefni sem ætlast væri til að læknanemar sinntu yfir nokkurra mánaða tímabil. Verkinu myndi svo ljúka með skýrslugerð eða ritgerð. Nokkrir nemar (5-6) mundu vera saman um hvert verkefni og ákveða framvindu verkefnis undir leiðsögn kennara. Með þessu móti öðlast tilraunir meiri tilgang og nemendur kynnast betur vísindalegum vinnubrögðum í stað þess að fara eftir uppskriftabókum þar sem niðurstaðan er þekkt fyrirfram. Einnig má ætla að þetta fyrirkomulag virki hvetjandi á kennara. Þessi verkefni gætu jafnvel orðið að stærri verkefnum eins og fjórða árs verk- efnum. Með tilkomu nýs prófessors í lífefnafræði er vonast til að þessi hugmynd verði skoðuð nánar. HLUTVERK OG ÁBYRGÐ LÆKNANEMA Á SJÚKRAHÚSUM Þegar læknanemar fara í klíníska kúrsa eru fyrir- mælin sem þeir fá mjög oft á þann veg að þeir eigi að taka svo og svo margar sjúkraskrár, eftir því hversu langt þeir eru komnir í náminu, skrifa í mætinga- bókina á morgunfundum og síðan eiga þeir að „bera sig eftir björginni“. Þessi fyrirmæli, auk þess að verkleg einkunn gildir oftast ekki veldur því að vera á spítalanum verður oft tilgangslaus og leiðinleg og það borgar sig miklu frekar að fara heim og lesa. Því er nauðsynlegt að hlutverk, skyldur, réttindi og ábyrgð læknanema verði skilgreind og verði kröfur sem til þeirra eru gerðar breytilegar eftir því hveru langt þeir eru komnir í náminu. Mikilvægt er að leggja hæfilega ábyrgð á herðar stúdenta og leggja verður áherslu á að stúdentar fylgi „sínum“ sjúkling- um eftir alveg fram að útskrift og fylgi þeim í allar rannsóknir og aðgerðir. Þetta atriði verður að ganga fyrir nýjum sjúrnalatökum því að læknanemar eru ekki ódýr vinnukraftur við sjúmalatökur. Sú hugmynd hefur einnig komið upp að á hverri deild verði skilgreind nokkur praktísk atriði sem aðstoðarlæknar verða að kunna skil á. Nemendur kynni sér þessi efni og kynni síðan fyrir hinum stúdendum á ca. 10 mínútum undir stjórn deildar- læknis. Dæmi um slíkar kynningar eru Nýburagula og Meconium aspiration á vökudeild. Tilraunir í þessa átt hafa verið gerðar að frumkvæði áhugasams deildarlæknis á barnadeild, Péturs Ben Júlíusson og gefist vel. Hlutverk sérfræðinga er síðan frekar að sinna flóknari vandamálum í klíníkum. Kennslumálaráðstefna Læknanema 1995 ályktar því: „Nauðsynlegt er að skilgreina vel hlutverk og skyldur Iæknanema á sjúkradeildum eftir því hvar þeir eru staddir í náminu.“ HVAÐA KENNARAR HAFA SÝNT NÝJUM KENNSLUHÁTTUM ÁHUGA í VERKI Á ofantalinni upptalningu mætti halda að allt væri í ólestri í kennsluháttum deildarinnar. Sem betur fer eru málin ekki svo slæm því sumir kennarar eru góð- ir fyrilesarar og aðrir hafa áttað sig á takmörkunum fyrirlestra og leitast við að beita öðrum kennslu- aðferðum. Framtak eftirtalinn kennara ber að lofa: Stefán B. Sigurðsson prófessor í lífeðlisfræði fyrir góð námsmarkmið, umræðufundi og frumkvæði að samþáttun kennslugreina á öðru ári. 38 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.