Læknaneminn - 01.04.1995, Side 40
í flestum læknaskólum eru krufningar ómissandi
hluti námsins.
5) Tilraunum og smásjárskoðun er ágætlega sinnt
og jafnvel of vel í sumum tilfellum eins og í tilraun-
um í ólífrænni efnafræði, lífrænni efnafræði og líf-
efnafræði. Nægilegt væri að hafa 1-2 tilraunir í
hverju fagi fyrir sig þar sem helstu vinnubrögð eru
kynnt en hafa í staðinn „lítii“ rannsóknarverkefni í
hverju fagi (sjá að neðan).
Á þessari upptalningu sést að ýmislegt er hægt að
gera annað en að þylja upp stórasannleik yfir mis-
passífum nemendum. Þau vinnubrögð teljast varla
vísindaleg, gagnrýnin eða metnaðarfull. Þau hugtök
eru samt oft tengd akademísku námi. Þetta má þó
ekki skilja sem svo að okkar skoðun sé sú að fyrir-
lestrar séu af hinu illa. Hlutverk þeirra er að gefa
yfirlit yfir námefni, benda á mikilvæg atriði, aðlaga
námsefni að íslenskum aðstæðum, svara fyrirspurn-
um nemenda og halda nauðsynlegum tengslum milli
forstöðumanna kennslugreina og nemenda. Þeir eru
því nauðsynlegir sem slíkir.
„LÍTIL“ RANNSÓKNARVERKEFNI í
LÍFEFNAFRÆÐI í STAÐ
„HEFÐBUNDINNA“ TILRAUNA.
Sú hugmynd kom upp á ráðstefnunni að í stað
tilbúinna tilrauna í lífefnafræði (og jafnvel fleiri
fögum) verði hönnuð lítil rannsóknarverkefni sem
ætlast væri til að læknanemar sinntu yfir nokkurra
mánaða tímabil. Verkinu myndi svo ljúka með
skýrslugerð eða ritgerð. Nokkrir nemar (5-6) mundu
vera saman um hvert verkefni og ákveða framvindu
verkefnis undir leiðsögn kennara. Með þessu móti
öðlast tilraunir meiri tilgang og nemendur kynnast
betur vísindalegum vinnubrögðum í stað þess að fara
eftir uppskriftabókum þar sem niðurstaðan er þekkt
fyrirfram. Einnig má ætla að þetta fyrirkomulag virki
hvetjandi á kennara. Þessi verkefni gætu jafnvel
orðið að stærri verkefnum eins og fjórða árs verk-
efnum. Með tilkomu nýs prófessors í lífefnafræði er
vonast til að þessi hugmynd verði skoðuð nánar.
HLUTVERK OG ÁBYRGÐ LÆKNANEMA Á
SJÚKRAHÚSUM
Þegar læknanemar fara í klíníska kúrsa eru fyrir-
mælin sem þeir fá mjög oft á þann veg að þeir eigi að
taka svo og svo margar sjúkraskrár, eftir því hversu
langt þeir eru komnir í náminu, skrifa í mætinga-
bókina á morgunfundum og síðan eiga þeir að „bera
sig eftir björginni“. Þessi fyrirmæli, auk þess að
verkleg einkunn gildir oftast ekki veldur því að vera
á spítalanum verður oft tilgangslaus og leiðinleg og
það borgar sig miklu frekar að fara heim og lesa. Því
er nauðsynlegt að hlutverk, skyldur, réttindi og
ábyrgð læknanema verði skilgreind og verði kröfur
sem til þeirra eru gerðar breytilegar eftir því hveru
langt þeir eru komnir í náminu. Mikilvægt er að
leggja hæfilega ábyrgð á herðar stúdenta og leggja
verður áherslu á að stúdentar fylgi „sínum“ sjúkling-
um eftir alveg fram að útskrift og fylgi þeim í allar
rannsóknir og aðgerðir. Þetta atriði verður að ganga
fyrir nýjum sjúrnalatökum því að læknanemar eru
ekki ódýr vinnukraftur við sjúmalatökur.
Sú hugmynd hefur einnig komið upp að á hverri
deild verði skilgreind nokkur praktísk atriði sem
aðstoðarlæknar verða að kunna skil á. Nemendur
kynni sér þessi efni og kynni síðan fyrir hinum
stúdendum á ca. 10 mínútum undir stjórn deildar-
læknis. Dæmi um slíkar kynningar eru Nýburagula
og Meconium aspiration á vökudeild. Tilraunir í
þessa átt hafa verið gerðar að frumkvæði áhugasams
deildarlæknis á barnadeild, Péturs Ben Júlíusson og
gefist vel. Hlutverk sérfræðinga er síðan frekar að
sinna flóknari vandamálum í klíníkum.
Kennslumálaráðstefna Læknanema 1995
ályktar því:
„Nauðsynlegt er að skilgreina vel hlutverk og
skyldur Iæknanema á sjúkradeildum eftir því
hvar þeir eru staddir í náminu.“
HVAÐA KENNARAR HAFA SÝNT NÝJUM
KENNSLUHÁTTUM ÁHUGA í VERKI
Á ofantalinni upptalningu mætti halda að allt væri
í ólestri í kennsluháttum deildarinnar. Sem betur fer
eru málin ekki svo slæm því sumir kennarar eru góð-
ir fyrilesarar og aðrir hafa áttað sig á takmörkunum
fyrirlestra og leitast við að beita öðrum kennslu-
aðferðum. Framtak eftirtalinn kennara ber að lofa:
Stefán B. Sigurðsson prófessor í lífeðlisfræði fyrir
góð námsmarkmið, umræðufundi og frumkvæði að
samþáttun kennslugreina á öðru ári.
38
LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.