Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 41
Hannes Blöndal prófessor í líffærafræði fyrir
krufningar í taugalíffærafræði og báráttu fyrir
tölvuvæðingu síns námsefnis.
Ella K. Kristinsdóttir dósent í líffærafræði fyrir
verklega líffærafræði.
Jóhann Á. Sigurðsson prófessor í heimilislækn-
ingum fyrir að leggja áherslu á hópvinnu í stað
fyrirlestra.
Jónas Magnússon prófessor í handlæknisfræði
fyrir verklegt próf í handlæknisfræði á 4. ári.
Sigurður Guðmundsson dósent í lyflæknisfræði
fyrir mikla virkni og marga stúdenta í rannsóknar-
verkefnum.
Ottar Guðmundsson geðlæknir á Vífilstöðum
fyrir vel heppnuð “role play”.
Lára H. Maack geðlæknir á 33 A fyrir að gera
stúdentum það Ijóst að þeir bera ábyrgð á sínum
sjúklingum.
Einar Stefánsson prófessor í augnlæknisfræði
fyrir að taka alla fyrirlestra í auglæknisfræði upp á
myndband og gera þar með fyrirlestrana sjálfa nánast
óþarfa.
Einnig eru sumir fyrirlesarar góðir og nota mikið
myndir í sínum fyrirlestrum. Er í því sambandi rétt
að nefna Jón Hjaltalín og Sigurð V. Sigurjónsson.
Valfrelsi og viðbótarnám innan
læknadeildar
Æskilegt væri að flýta afgreiðslu tillaga um
breytingar á einingakerfi sem samþykktar voru í
fyrra. Það er forsenda fyrir því að hægt sé að útfæra
nánar tillögur um opnun deildarinnar. Ekki er talið
rétt að breytingar á einingakerfi séu afturvirkar, en
taki gildi frá og með fyrsta ári eftir að þær eru
samþykktar. Hvetja ætti til vals utan læknadeildar á
sem víðustum grunni með því að skilgreina valein-
ingar á hverju ári (3-5 einingar af 30 -40) sem
stúdent væri frjálst að ráðstafa eftir eigin höfði.
KENNSLUMÁLARÁÐSTEFNA
Flestar aðrar greinar innan Háskólans bjóða upp á
fög sem nýst gætu verðandi læknum, en jafnframt
mætti búa til minni viðbótarkúrsa innan deildar-
innar (t.d. í frumulíffræði, lífrænni efnafræði,
lífefnafræði, meinafræði, valtímabil hjá sérfræð-
ingum og margt fleira). Sumarnámskeið kæmu þarna
alveg til greina.
Námsefni fyrstu þriggja ára hefur upp á margt að
bjóða fyrir stúdenta úr öðrum deildum og einhverja
þessa kúrsa ætti því að opna fyrir nemendum annara
deilda háskólans. Þannig fæst meiri breidd í um-
ræður og dregið yrði úr einangrun læknanema.
Líklega yrði þó að takmarka fjöldann og gæta þess
að kennsla læknanema líði ekki fyrir.
Hópurinn telur sjálfsagt að rannsóknarverkefni 4.
árs gildi til B.S. gráðu enda sambærilegt ef ekki
meira en það sem liggur til grundvallar þeirri gráðu í
flesum öðrum deildum. Þó er nauðsynlegt að fylgjast
betur með því að verkefnum sé vel sinnt og að þau
séu vönduð. í framhaldi af því þyrfti að skilgreina
betur M.S. nám við deildina þannig að hægt sé að
taka ársleyfi og klára verkefnin síðan í sumarvinnu
og jafnhliða námi, nýta jafnvel valtímabilin til
rannsóknarvinnu. Með þessum breytingum mætti
efla rannsóknavinnu innan deildarinnar. Það virkar
mun meira hvetjandi að stefna að Master en B.S.
gráðu og líklega yrðu fleiri til að nýta sér möguleika
á rannsóknartengdu námi. Ekki var talið að þessi
gráðuveiting ætti að vera afturvirk en þó svo að eldri
nemum verði gert kleift að sækja um endurmat á
verkefnum sem þegar hafa verið unnin.
Ályktanir
„I úrtökuprófum 1. árs ætti að leggja niður náms-
efni í líffærafræði og a.m.k. fyrri helming af
ólífrænni efnafræði. í stað þess námsefnis verði
kennd grunnatriði í lífrænni efnafræði og öll
frumulíffræði (námsefni vorannar)“
„Taka ætti upp verklega einkunn í öllum klínísk-
um greinum og gildi sú einkunn 25% af lokaeinkun í
viðkomandi kennslugrein“
„Kennslu í meinefnafræði og geislalæknisfræði
ætti að flytja yfir á haustönn 4. árs og kenna með
klínísku kúrsum.“
LÆKNANEMINN l.tbl. 1995 48. árg.
39