Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 49

Læknaneminn - 01.04.1995, Qupperneq 49
BLÓÐHÆGÐIR Mynd 8. Speglun á ristli og mjógirni í aðgerð vegna meiriháttar bllóðhœgða. innar. Val rannsókna og meðferð ræðst af því hversu mikil blæðingin er. Þess vegna verður að átta sig strax á umfangi blæðingarinnar en það er oftast hægt með góðri sögu og skoðun. I töflu 6 er sjúklingum með blóðhægðir skipt í 3 flokka eftir stærð blæðingar. Enda þótt um grófa klíníska flokkun sé að ræða er hún gagnleg við greiningu og meðferð þessara sjúklinga. Skilin á milli lítillar og mikillar blæðingar geta verið óljós. I lítilli blæðingu er blæðing sjaldnast yfir 200-400 ml á sólarhring en þegar hún er á bilinu 500-1000 ml hefur sjúklingurinn einkenni blóðtaps, s.s. slappleika, þreytu, svima, orthostatiskt blóð- þrýstingsfall og hraðan púls. í slíkum tilvikum er talað um mikla blæðingu. Einkenni losts, þ.á.m. blóðþrýstingsfall, sjást síðan við enn frekara blóð- tap. Einnig getur verið erfitt að segja til um hvort blæðing hafi stöðvast eða ekki en gera má ráð fyrir að blæðing haldi áfram þegar um ferskt blóð er að ræða og/eða stöðuga blóðgjöf þarf til að viðhalda blóðþrýstingi og blóðrauða. Vægar blóðhægðir Oftast eru blóðhægðir tiltölulega vægar og í mörgum tilvikum er hægt að meðhöndla sjúklingana utan sjúkrahúsa (24). Það á sérstaklega við um blæðingar frá gyllinæð en þær eru mjög algengar. Oft leita sjúklingar fyrst til læknis þegar um endurteknar blæðingar er að ræða. Þar sem ekki er hægt að greina gyllinæð með þreifingu er mikilvægt að skoða endaþarminn með spegli (proctoscope). Yfirleitt sést II. eða III. gráðu innri gyllinæð og stundum er hægt að greina blæðingarstaðinn. Við Iítilsháttar gyllinæðarblæðingu getur meðferð með smyrslum, hægðamýkjandi lyfjum og setböðum nægt, en ef um endurteknar blæðingar er að ræða má Flokkun sjúklinga með blóðhægðir A Lítil blæðing B Mikil blæðing sem hefur stöðvast C Mikil blæðing sem ekki stöðvast Tafla 6. Flokkun sjúklinga með blóðhœgðir. beita svokallaðari teygjumeðferð (Mynd 7 (25). Sjaldan er þörf á skurðaðgerð. Rétt er að benda á að þótt sjúklingur með blóðhægðir hafi sögu um gyllinæð er ekki þar með sagt að gyllinæðin sé orsök blæðingarinnar. Verður sérstaklega að hafa þetta í huga hjá eldra fólki þar sem tíðni ristilkrabbameins er aukin. Vægar blæðingar geta einnig stafað frá öðrum sjúkdómum í endaþarmi, s.s. fissura ani og krabba- meini. Algengari eru þó bólgusjúkdómar í ristli, ris- tilsepar og ristilkrabbamein (5). Þar er ristilspeglun besta rannsóknin til að komast að orsök blæðingar- innar, sérstaklega ef grunur leikur á ristilæxlum (26,27). Hægt er að taka sýni frá æxlum og minni ristilsepa má brenna eða snara. Einnig má greina æðamisvöxt og brenna fyrir blæðingar af þeirra völdum (26,27,28,29). Ef blæðingarstaður finnst ekki í ristli er rétt að hafa í huga að blætt getur frá efri hluta meltingar- færa og er magaspeglun því eðlileg rannsókn í slíkum tilvikum (26). Myndataka á smágirni kemur til greina ef blæðingarstaður finnst hvorki við ristil- né magaspeglun en blæðingar frá smágirni eru innan við 5% af blóðhægðum (30,31). I hverju tilviki fyrir sig verður að meta hvort ástæða sé fyrir innlögn en þó er rétt að leggja sjúk- linga inn, þegar vafi leikur á magni blæðingar. Meðferðin ræðst af sjúkdómnum sem blæðin- gunni veldur. Oft er hægt að beita lyfjum, t.d. við sýkingar og bólgur í ristli. Þar sem um krabbamein er að ræða felst meðferðin í skurðaðgerð. Miklar blóðhægðir Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 80% blóðhægða stöðvist án sérstakrar meðferðar en hins vegar blæða 25% þessara sjúklinga endurtekið og af þeim blæða 50% að nýju (32). Það eru fyrst og fremst sjúklin- garnir sem blæða stöðugt og endurtekið sem eru erfiðir viðfangs því oft getur verið erfitt að greina LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.