Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Page 68

Læknaneminn - 01.04.1995, Page 68
KENNSLUVERÐLAUN KENNSLUVERÐLAUN FÉLAGS LÆKNANEMA Kennsla og kennslumál hafa lengi verið læknanemum hugleikin enda um ákaflega mikilvægan málafiokk að ræða. Mikilvægi nútímalegra kennsluhátta og -tækni verður líklega seint tíundað. Stjórn Félags læknanema ákvað í samvinnu við kennslumála- og fræðslunefnd að brydda upp á þeirri nýjung að veita kennsluverðlaun F.L. Er það viðleitni Félags læknanema til að vekja athygli á þessum málaflokki og sýna í verki að við kunnum að meta það sem vel er gert á þessum vettvangi. Við val á þeim kennara sem þótti hæfastur var sú leið faián að hvert ár fyrir sig kom með rökstudda tilnefningu um einn kennara og mátti hann vera af hvaða stigi námsins sem er og gilti einu hvort um væri að ræða prófessor, lektor, dósent eða stundakennara. Ef tilnefndir voru fleiri en einn kennari af hverju ári skyldi kosið milli þeirra. Þegar meta átti hver væri best að verðlaunum kominn var svo tillit tekið til eftirfarandi þátta. 1. Kennsluhæfni (þ.e. hvernig tekst kennara að koma efninu til skila, hvernig undirbúinn o.s.frv.) 2. Kennslutækni, nýjungar í kennsluháttum. 3. Utkoma í gæðakönnunum og/ eða kennslumálaráðstefnu F.L. 4. Fjöldi tilnefninga (ef kennari fær fleiri en eina tilnefningu, þá vegur það vitanlega þungt). 5. Fjöldi nema í M.S.-, B.S.-námi og rannsóknarverkefni 4. árs læknanema. 6. Önnur störf að kennslumálum í læknadeild (t.d. nefndarseta í kennslunefnd læknadeildar) 7. Greinarskrif í Læknanemann sem hafa kennslufræðilegt gildi. A grundvelli þessara atriða voru síðan þeir kennarar sem hlutu tilnefningu vegnir og nretnir. Gefin voru stig fyrir útkomu í hverjum og einum ofannefndra þátta (liðir 1. og 2. hafa tvöfalt vægi). Sá sem hlaut flest stig fékk síðan verðlaunin afhent. Skemmst er frá því að segja að kennsluverðlaun Félags læknanema fyrir kennsluárið 1994-1995 voru afhent við hátíðlega athöfn á árshátíð F.L. þann 2. febrúar síðastliðinn. Fyrstur til að veita verðlaunum viðtöku er prófessor í lífeðlisfræði, Stefán B. Sigurðsson, og er hann vel að þeim kominn, hlaut yfirburða kosningu. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, glæsilegur áletraður Mont Blanc sjálfblekungur af vönduðustu gerð. Verðlaunin gaf lyfjafyrirtækið Delta og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Vonumst við til að þakklætisvottur senr þessi rnegi efla metnað kennara deildarinnar og hvetja þá til dáða á þessu sviði. f.h. Félags læknanema, Arnar Þ. Guðjónsson, formaður 64 LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.