Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 79

Læknaneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 79
suma hluta líkamans með berum höndum. Hand- klæðið verður að vera rétt samanbrotið og viss hluti sápunnar notaður fyrir vissan hluta þvottapokans. Hún telur hve oft hún þvær hvern líkamspart og finnst hún t.d. ekki hrein á fótunum fyrr en hún hefur nuddað fótinn 50 sinnum. Það tekur óratíma að snyrta sig og blása hárið, því fyrst þarf að raða öllum snyrtivörunum upp á sérstakan hátt á snyrtiborðið. Þær verður svo að nota í nákvæmlega réttri röð. Ef eitthvað fer úrskeiðis þarf hún að byrja á öllu upp á nýtt. A kvöldin þarf hún að sannreyna mörgum sinnum hvort gluggar og hurðir séu lokaðar og læstar, og hvort slökkt hafi verið á eldavélinni. Öllum þessum athöfnum og hugsunum fylgir mikill kvíði og spenna sem minnkar við framkvæmdina. Henni finnst ömurlegt að þurfa að fylgja þessum ritúölum. Stundum sækja á hana hugsanir sem valda henni mikilli vanlíðan. Hún sér t.d. myndir fyrir sér þar sem hún stingur mann sinn eða barn með hnífi og jafnvel drepur þau. Hún skammast sín vegna alls þessa, leynir því og segir ekki einu sinni manni sínum frá öllum einkennunum. Persónu- og félagssaga Sjúklingur er giftur rithöfundi og eiga þau 14 mánaða dreng. Hjónabandið og heimilislífið virðist ganga ágætlega. Hún ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum og tveimur eldri systrum. Meðganga og fæðing munu hafa gengið vel. Hreyfi- og málþroski var eðlilegur og náði hún stjórn á þvagi og hægðum á eðlilegum tíma. Móðir hennar var heimavinnandi og var heilsutæp. Níu ára gömul varð hún fyrir þeirri hörmulegu reynslu að missa móður sína í bílslysi. Hún var ein með móður sinni í bílnum en slapp ómeidd. Hún segist aldrei hafa haft tækifæri til að ræða þetta við neinn og það hafi ríkt óþægileg þögn yfir þessu áfalli. Faðir hennar var framkvæmdastjóri í litlu fyrirtæki. Hún lýsir honum sem afar stjórn- sömum manni sem alltaf var með aðfinnslur. Sambandið við föðurinn var aldrei náið. Eftir lát móðurinnar fluttist til þeirra frænka hennar, með lítið bam, til að annast heimilið. Nokkrum mánuðum síðar giftist frænkan föður sjúklings og áttu þau seinna 2 börn saman. Upp frá því fannst henni hún vera eins konar blóraböggull á heimilinu sem kennt var um allt sem aflaga fór. Hún segir að önnur systir sín hafi haft yndi af því að stríða sér og kvelja, og SJÚKRATILFELLI hafi notað öll tækifæri til að gera lítið úr sér. I dag er þó samband systranna með miklum ágætum. Sjúklingi gekk vel í barnaskóla og átti þar fáa en góða vini. Hún var alltaf mjög feimin og óframfærin í samskiptum við hin börnin í skólanum. Enn þann dag í dag á hún tvær nánar æskuvinkonur sem hún hittir af og til. Henni finnst hún vera utangátta, minni máttar og eins og illa gerður hlutur í ýmsum öðrum hópum, t.d. í vinnunni. Segist oft hafa það á tilfinningunni að hún sé öðruvísi en fólk er flest og skammast sín fyrir það. Heima fyrir vinnur hún eingöngu allra nauðsynlegustu heimilisstörfin. Hún er lengi að öllu vegna fullkomnunaráráttunnar og sér maður hennar þess vegna að mestu um matseldina. Hún segir mann sinn óánægðan með hve lítinn þátt hún tekur í heimilisstörfunum. Heilsufarssaga Hún hefur alltaf verið líkamlega hraust, reykir og drekkur í hófi. Fjölskyldusaga Saga um geðsjúkdóma í föðurætt. Faðir heil- brigður en tvær frænkur fengu einhvers konar þung- lyndi sem tengdist skjaldkirtilssjúkdómi hjá a.m.k. annarri þeirra. Geðskoðun við komu Sjúklingur var snyrtileg og útlit svaraði aldri. Myndaði góð tengsl við viðmælanda en átti erfitt með að sitja kyrr og var öll á iði. Döpur yfirlitum og grét af og til. Lýsti afar slæmri innri líðan, bæði depurð og kvíða. Hugsanagangur var rökréttur og í samhengi. Hugsanainnihald snérist um áhyggjur varðandi framtíðina, einkum í sambandi við starfið. Engar sjálfsvígshugsanir, ranghugmyndir eða of- skynjanir. Sjúkdómsinnsæi og dómgreind í góðu lagi. Greind virtist yfir meðallagi og engin merki um röskun á vitrænni heilastarfsemi. Skoðun við komu Hávaxin kona, mjög grönn, föl og tekin að sjá. Skoðun á hjarta, lungum og öðrum líffærakerfum var eðlileg. Púls reglulegur 82 sl/mín og blóðþrýst- ingur 130/80. Rannsóknir Blóðstatus, diff, sökk, elektrolýtar, prótein, albumin, kreatínín, blóðsykur og TSH allt eðlilegt. LÆKNANEMINN 1. tbl. 1995 48. árg 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.